Fréttablaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 46
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Elmar Hallgríms Hallgrímsson elmar@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Valdimar Birgisson valdimar@frettabladid.is Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is og Ragnheiður Tryggvadóttir heida@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is Þessi þáttur hefur gert það sama fyrir kóra á Íslandi og hrunið gerði fyrir lopapeysuna. Gert kórana enn meira spennandi og kynnt starf þeirra fyrir nýjum kynslóðum,“ segir Einar Bárðarson, þúsundþjala­ smiður og margreyndur sjónvarps­ dómari, en hann mun fá sér sæti í dómarasætinu við aðra þáttaröð af Kórum Íslands. Hann og Helga Margrét Marz­ elíusardóttir munu setjast ný í dómarasætið ásamt Kristjönu Stef­ ánsdóttur en Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir hverfa á braut. Friðrik Dór Jónsson mun áfram kynna atriðin en hann þótti halda vel um stjórnartaumana á síðasta ári. „Það er spennandi að vera kom­ inn aftur í dómarasætið eftir heil­ brigða fjarveru,“ segir Einar en hann dæmdi í Idol stjörnuleitinni sálugu og X­factor. „Er þetta ekki eðlileg þróun miðað við öll gráu hárin? Fara úr því að dæma vonarstjörnur poppsins yfir í kóra landsins,“ bætir hann glaðbeittur við. Lengi var óljóst hvort önnur þáttaröð af Kórum Íslands yrði framleidd en fyrri þáttaröð þótti ekki nógu menningarleg fyrir nefnd sem sér um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Eftir mikið japl og jaml og fuður og inngrip ferða­ mála­, iðnaðar­ og nýsköpunar­ ráðherra ákvað nefnd um endur­ greiðslur vegna kvikmyndagerðar að taka málið upp að nýju og fékk þáttaröðin, samkvæmt vef Kvik­ myndamiðstöðvar Íslands, 19 millj­ ónir endurgreiddar úr ríkissjóði. benediktboas@frettabladid.is Kórar Íslands fá ný andlit Nýir dómarar munu setjast í dómarasætin í þáttaröðinni Kórar Íslands en Stöð 2 og Saga Film ætla að gera aðra þáttaröð. Reynslu- boltinn Einar Bárðarson og kórstjórinn Helga Margrét koma ný inn. Dómnefndina í ár skipa Kristjana Stefánsdóttir, Helga Margrét og Einar Bárðarson. „Ég hef framleiðendur þáttanna grunaða um að hafa lágmarkið 6 en ekki 5 til að koma í veg fyrir að ég plöggi inn Luxor kombakki. En hver veit, það er ekki öll nótt úti enn, skráningu er ekki lokið,“ segir Einar og hlær. Friðrik Dór mun halda áfram um stjórnartaumana. Það gekk oft mikið á í síðustu þáttaröð. MyND/DANÍEL ÞÓR ÁGúSTSSON Opnað fyrir sKráningu Opnað hefur verið fyrir skrán- ingu í Kóra Íslands en kórar og sönghópar með sex eða fleiri meðlimi, sem allir hafa náð 16 ára aldri, eru gjaldgengir í þáttinn. Tuttugu kórar tóku þátt í fyrstu þáttaröðinni, sem sýnd var í fyrrahaust, og fór Kór Bólstaðar- hlíðarhrepps að endingu með sigur af hólmi. Hlaut kórinn að launum ferðavinning , fjórar milljónir króna. Biggest lOOser meiri menning en Kórastarf Í dómi nefndar um endurgreiðslu kom fram að til að fá endur- greiðsluna þurfti að fá minnst fjögur stig. Kórar Íslands fengu aðeins þrjú og uppfylltu ekki at- riði sem sneru að vísun í söguper- sónu eða einstakling úr íslenskum menningararfi, sögu úr samfélag- inu eða trúarbrögðum. Söguþráðurinn hafi ekki verið byggður á bókmenntaverki, það hafi ekki verið nein sérstök tilvísun til viðfangsefna líðandi stundar og að mikilvægt gildi kóranna hafi ekki komið fram. Þá hafi ekki verið vísað nóg til ís- lenskra eða evrópskra siða, venja og menningar í þáttunum og fékk þáttaröðin aðeins eitt stig sem var hækkað í tvö nýverið. er þetta eKKi eðlileg þróun miðað við öll gráu hárin? fara úr þvÍ að dæma vOnar- stjörnur pOppsins yfir Í Kóra landsins. Í HLJÓMSKÁLAGARÐINUM FJÖLSKYLDUSKEMMTUN, GRILL OG TÓNLISTARVEISLA GARÐPARTÝ BYLGJUNNAR 18. ÁGÚST, KL. 18:00 - 22:45 BUBBI + DIMMA PÁLL ÓSKAR STJÓRNIN RAVEN KARMA BRIGADE HELGI BJÖRNS AMABADAMA Í beinni útsendingu 1 6 . á g ú s t 2 0 1 8 F I M M t U D A g U Rl í F I ð ∙ F R É t t A B l A ð I ð 1 6 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 9 6 -2 2 0 4 2 0 9 6 -2 0 C 8 2 0 9 6 -1 F 8 C 2 0 9 6 -1 E 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.