Fréttablaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 26
Tískuiðnaðurinn er ósjálfbær og mengandi. Eina leiðin til að breyta því er að gera stórvægilegar breytingar á fram- leiðsluháttum og neysluvenjum. En þá þarf almenningur að vilja kaupa umhverfisvænar vörur og nýta þær vel og til þess þarf tískan einfaldlega að breytast. Tískubylgjur eru kjarni tísku- iðnaðarins og þær breytast með hverri árstíð. Iðnaðurinn er drifinn áfram af sífelldri og síbreytilegri eftirspurn og stórfelldum inn- kaupum neytenda. Fyrir vikið eru vörur framleiddar og þeim hent hraðar en nokkru sinni áður, sem skapar gríðarlegt álag á umhverfið. Framleiðslan mengar og kostar bæði auðlindir og orku, endalaus tonn af notuðum fötum fylla haugana og þeim sem kaupa tískuvörur fjölgar hratt um allan heim. Eftirspurnin mótar framboðið Ljóst er að eitthvað þarf að breytast og því hafa ýmis tískumerki brugðist við með því að bjóða tískuvörur sem eru framleiddar á umhverfisvænan og sjálfbæran hátt. Meðal þeirra eru merki eins og Zara, sem bjóða línu sem er framleidd úr endurunnu hráefni, og ASOS, sem reynir að finna leiðir til þess að fötin séu bæði endurnýtt og endurunnin. Til að auka sjálfbærni þarf fólk líka að nota fötin sín lengur og minnka þann- ig eftirspurnina eftir nýrri framleiðslu. Það er samt hægara sagt en gert fyrir marga neytendur, því að þeir eru vanir að taka þátt í tísku- straumum og kaupa sífellt ný og ódýr föt sem endast stutt. Þegar fólk kaupir mengandi vörur af fullum krafti og það er dýrt að breyta framleiðslu- háttum til að framleiða vörur á sjálfbæran hátt, hafa framleiðendur lítinn hvata til að breyta háttum sínum. Aukin eftirspurn eftir vörum sem eru framleiddar á sjálfbæran hátt og minnkandi eftirspurn eftir því sem er framleitt á mengandi hátt gæti hins vegar breytt hegðun framleiðenda. Tískuiðnaðurinn og framleiðsluhættir í honum breytast ekki nema neytendur biðji um það. Gæti umhverfisvernd komist í tísku? Ein leið til að þetta gæti breyst væri ef það kæmist í tísku að vera umhverfisvænn og nýtinn. Það gæti til dæmis kannski gerst ef leiðtogar í tískuheiminum sýna gott fordæmi og fá ríka og fræga fólkið, sem er tískufyrirmyndir ótal margra, með sér. Tískuhönnuðurinn Stella McCartney hefur mikil áhrif í tískuheiminum og hún hefur sýnt umhverfis- og dýravernd áhuga. Hún virðist vera að reyna að stíga skref í átt að því að gera það flott að vera umhverfisvænn með nýrri línu af strigaskóm, Loop Sneakers. Skórnir eru framleiddir á umhverfis- vænan hátt og það er mjög auðvelt að endurvinna þá. Það er gríðarlegur vöxtur í sölu á skófatnaði en framleiðsla á striga- skóm mengar mikið. Ef skór eins og Loop-skórnir kæmust í almenna notkun væri því hægt að minnka mengun verulega. Enn um sinn eru þessir skór samt rándýr lúxusvara sem bara vel efnað fólk getur leyft sér. Ódýrasta parið kostar um 70 þúsund krónur. En ef það verður fínt og flott að ganga í umhverfisvænum fötum og vera nýtinn gæti tískan og um leið eftirspurn almennings breyst og þá hefðu framleiðendur skyndilega mun meiri hvatningu til að leggja það á sig að breyta framleiðslu- háttum. Ef umhverfisvænir fram- leiðsluhættir tækju yfir má líka leiða líkur að því að verðið lækkaði, því hráefnið og vélarnar yrðu aðgengi- legri. Þannig gæti mengun frá tísku- iðnaði minnkað. Tíska þarf að verða sjálfbærari Sóun og mengun er mikil í tískuiðnaðinum, meðal annars vegna þess að tískustraumar breytast hratt. Kannski getur það komist í tísku að vera umhverfisvænn og nýtinn. Tískuhönnuðurinn Stella McCartney hefur áhuga á dýra- og umhverfisvernd. Loop-skórnir frá Stellu McCartney koma í ýmsum stærðum og gerðum. MYND/STELLAMCCARTNEY.COM Virknilínan frá Life-flo inniheldur fjölbreytt úrval vörutegunda sem henta sérstaklega vel fyrir hlaupara og annað íþróttafólk. Vörurnar innihalda hreint magnesíum sem róar þreytta vöðva og liði, linar verki og vinnur á fótaóeirð. Þú færð Life-flo í verslunum Lyfju. lya.is Hlauptu lengra með Life-flo 25% afsláttur af allri línunni til 30. ágúst Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 NÝJAR VÖRUR STREYMA INN Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Nýjar vörur Algjört verðhrun Allra síðustu dagar útsölunnar Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . áG ú S T 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 1 6 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 9 6 -1 D 1 4 2 0 9 6 -1 B D 8 2 0 9 6 -1 A 9 C 2 0 9 6 -1 9 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.