Fréttablaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 40
Hvað Hvenær Hvar Fimmtudagur hvar@frettabladid.is 16. ágúst Tónlist Hvað? KÍTÓN tónleikar – Dea sonans Hvenær? 20.00 Hvar? Hannesarholt Dea sonans var stofnaður snemma árs 2018 af fjórum tónlistarkon- um. Hann er tilkominn í kjölfar tónleikaraðarinnar Freyjujazz sem hefur það að markmiði að auka sýnileika og tækifæri kvenna á djassgrundvelli. Megináhersla tón- leikanna í Hannesarholti verður á frumsamda rytmíska tónlist með latín og djass í aðalhlutverki, en einnig er gripið til þekktra djass- standarda í útsetningum meðlima. Miðasala fer fram á tix.is Hvað? Trausti X Seint X Dadykewl Hvenær? 21.00 Hvar? Prikið Tónlistarmennirnir Trausti, Seint og Dadykewl koma fram á Prikinu. Sálarmessa, af miklu að missa og er áskilið er að mæta snemma. Hvað? Tónlist í garðinum Hvenær? 18.00 Hvar? Center Hótel, Laugavegi 120 Framúrskarandi djasstónlistar- menn munu flytja vel þekkta djass slagara og popp lög í djass- búningi. Happy hour verð á drykkjum og 20% afsláttur af barmatseðli á meðan á viðburði stendur. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Hvað? Dillon Fönk Hvenær? 21.30 Hvar? Dillon Hljómsveitin Mókrókar mun steikja allra heitustu og sveittustu fönk-lumm- urnar í matreiðslubókinni á fimmtudögum á Dillon. Hver veit nema þeir fái til liðs við sig góða gesti. Gleðin hefst stundvíslega klukkan 21.30, þannig að það er eins gott að allir séu búnir að stilla vasaúrið sitt. Aðgangur er ókeypis.  Hvað? Eyþór Ingi og allir hinir – Bæjarbíó Hvenær? 20.30 Hvar? Bæjarbíó Það er ekkert lát á vinsældum Eyþórs Inga. Uppselt víðsvegar um landið og kemur hann nú fram í fimmta sinn í Bæjarbíói í Hafnar- firði. Eyþór Ingi er án efa einn af okkar fremstu söngvarum í dag. Hann hefur einnig getið sér gott orð fyrir að vera mögnuð eftir- herma. Hér er á ferðinni alveg hreint mögnuð blanda af þessu tvennu og gott betur. Eyþór hefur farið sigurför um landið, einn síns liðs, með píanóið, gítarinn og röddina að vopni. Hvað? Helgi Björns syngur óð um lífið Hvenær? 21.00 Hvar? Skyrgerðin, Hveragerði Helgi Björns fagnar 60 ára afmæli um þessar mundir en hann á far- sælan tónlistarferil að baki. Það má enginn missa af því að heyra þennan ástsæla söngvara flytja sín bestu lög. Miðaverð kr. 3.500. For- sala á bæjarskrifstofum. Viðburðir Hvað? Flamenco í Gamla kaupfélag- inu Hvenær? 20.00 Hvar? Gamla kaupfélagið, Akranesi Ólíkir menningarheimar samein- ast í eldheitum dansi, tilfinninga- þrungnum söng og suðrænum gítarleik undir formerkjum flamenco. Flamenco hefur numið land á Íslandi og verða settar á svið fjórar sýningar víðsvegar um landið. Listamennirnir sem koma frá Spáni, Mexíkó og Íslandi sameinast undir formerkjum flamenco. Alejandra P. de Ávila, dans – Jacób de Carmen, söngur – Julian Fernández, gítar – Reynir Hauksson, gítar. Hvað? Technology and Touch Hvenær? 17.00 Hvar? Tryggvagata 17 Félagið Íslensk grafík kynnir Technology and Touch (Tækni og snerting) í Grafíksalnum, Tryggva- götu 17, hafnarmegin. Sýnendur koma frá Íslandi og San Francisco en sýningin hefur áður verið sýnd í San Francisco og Las Vegas. „Tækni og snerting“ er titill á sam- vinnuverkefni grafíklistamanna í Reykjavík og í San Francisco á sviði grafíklistar. Markmið og þema verkefnisins er að rannsaka og sýna nýsköpun í aðferðum sem tengjast hefðbundnum tækni- legum útfærslum í grafíklist og unnið er með á tveimur landfræði- legum stöðum. Hvað? Futurama Quiz at Lebowski Bar Hvenær? 21.00 Hvar? Lebowski bar Búist er við fullu húsi og því um að gera að bóka borð fyrirfram í síma 552-2300. Hvað? Menningar- og heilsuganga: Núvitund við Hvaleyrarvatn Hvenær? 20.00 Hvar? Hvaleyrarvatn Bryndís Jóna Jónsdóttir frá Núvit- undarsetrinu leiðir í núvitund um Hvaleyrarvatn. Gengið frá bílastæði vestan við vatnið. Hvað? Blómstrandi bjórbingó Hvenær? 21.00 Hvar? Ölverk, Hveragerði Við munum spila nokkra leiki þvers og kruss um spjaldið og hafa mjög gaman saman. Bingóstjóri kvöldsins verður Sigurður Páll bjórspekúlant ásamt leynigesti. Ókeypis aðgangur en bjór spjald fylgir með hverjum seldum bjór frá kl. 20.30 (eitt spjald á mann – takmarkað magn af spjöldum í boði). 20 ára aldurstakmark & mætið tímanlega vegna þess að sætaframboð verður takmarkað. Námskeið Hvað? Hrað-námstækninámskeið Hvenær? 10.00 Hvar? Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands, Sæmundargötu 4 Stofa Ht-301. Skráning: Þjónustu- borð Háskólatorgs (s. 525-5800) Á þessum námskeiðum er farið yfir kjarnaatriði varðandi góðar námsvenjur og öfluga námstækni eins og markmiðssetningu, tíma- stjórnun, lestur og glósuaðferðir. Verð: 6.000 kr. Sýningar Hvað? Sýning á verkum barna á sumarnámskeiðum Hafnarborgar Hvenær? 17.00 Hvar? Hafnarborg Að baki er skapandi og skemmti- legt myndlistarsumar í Hafnar- borg þar sem börn sem tóku þátt í myndlistarnámskeiðum á vegum safnsins unnu að mörgum fjöl- breytilegum verkefnum. Sýning á afrakstri námskeiða sumarsins verður opnuð fimmtudaginn 16. ágúst kl. 17-19 í Apótekssal Hafnarborgar á jarðhæð safnsins, boðið verður upp á léttar veitingar og allir eru hjartanlega velkomnir. Auk opnunardagsins verður sýningin opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-17 til 24. ágústí Helgi Björns fagnar 60 ára afmæli og syngur óð um lífið í Skyrgerðinni klukkan 21.00 í kvöld. fréttaBlaðið/anton Brink flamenco dansar í Gamla kaupfélaginu, akranesi, í kvöld klukkan 20.00 fréttaBlaðið/þórarinn gæði... ending… ánægja. skoðaðu úrvalið á Weber.is Blekhylki.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind Ódýr blekhylki og tónerar! VIÐ SÉRHÆFUM OKKUR Í ASÍSKRI MATARGERÐ. HOLLUR OG LJÚFFENGUR MATUR. Vietnamese restaurant Laugavegi 27 og Suðurlandsbraut 8 sími: 588 6868 pho.is 1 6 . á g ú S T 2 0 1 8 F I M M T U D A g U R32 M e N N I N g ∙ F R É T T A B L A ð I ð 1 6 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 9 6 -2 6 F 4 2 0 9 6 -2 5 B 8 2 0 9 6 -2 4 7 C 2 0 9 6 -2 3 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.