Fréttablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 2
Veður Suðvestan strekkingur á morgun með rigningu á köflum eða skúrum, en talsverð rigning við Breiðafjörð. Hiti 7 til 12 stig. Bjartviðri og hiti að 16 stigum norðaustan til. sjá síðu 52 Evrópa til Suður Ameríku Sigling frá Barcelona til Buenos Aires | 21.nóv. - 13.des. Verð frá: 676.900 kr. VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS Á mann m.v. 2 í Concierge klefa með svölum á Celebrity Eclipse. Fararstjóri er Kristinn R. Ólafsson Fjörutíu árum síðar Leið 4 frá Högum að Sundi og leið 1 frá Hlemmi að Vallahverfi í Hafnarfirði áttu óvænt stefnumót við Hlemm í dag. Í gær voru 40 ár liðin frá því að Hlemmur opnaði dyr sínar fyrir vegfarendum. Af því tilefni var fólki boðið að stíga um borð upp í leið 4 og fræðast um sögu Hlemms. Strætó BS hefur vaxið og dafnað með Reykjavíkurborg. Þegar leið 4 flutti farþega á sínum tíma var til mynda ekkert Vallahverfi til. Fréttablaðið/ernir Fótbolti Katrín Jónsdóttir, leikja- hæsti leikmaður íslenska kvenna- landsliðsins í knattspyrnu, er borubrött fyrir leik Íslands gegn Þýskalandi í dag. Katrín sem er búsett í Svíþjóð verður límd við skjáinn þegar leikurinn fer fram, en hún hefur fulla trú á íslenskum sigri. Hún segir þróunina hvað varðar gæði og umgjörð hafa tekið stakkaskiptum frá því að hún hóf sinn landsliðsferil. „Ég er búin að vera mjög spennt alla vikuna og það kemst fátt annað að en þessi leikur í mínum huga þessa stundina. Það verður mjög gaman að fylgjast með þessu og við fjölskyldan og vinir munum fylgjast með leiknum hér úti. Ég horfði á fyrri leikinn ein og var að farast úr stressi undir lok leiksins. Ég hopp- aði og skoppaði um íbúðina og gól- aði á tölvuskjáinn af spennu,“ segir Katrín í samtali við Fréttablaðið. „Það hefur verið gaman að fylgjast með umfjöllun um leikinn og það er frábært að heyra af því að það verði uppselt. Ég öfunda stelpurnar ekkert smá af að fá að spila fyrir framan fullan völl og ég væri alveg til í að spila þennan leik, þó ekki í því formi sem ég er í núna, heldur eins og þegar ég var á hátindi ferils míns. KSÍ og fjölmiðlar eiga hrós skilið fyrir að hafa lyft umgjörðinni og umfjölluninni upp á það plan sem stelpurnar eiga skilið,“ segir hún enn fremur. „Ég hugsa að leikurinn muni þró- ast á svipaðan hátt og hann gerði úti í Þýskalandi. Íslenska liðið muni leika agaðan og þéttan varnarleik og vera þolinmóðar. Þær eru svo ban- eitraðar í skyndisóknum sínum sem eru alla jafna vel útfærðar. Þær skor- uðu til að mynda úr tveimur slíkum í leiknum ytra og það verður öflugt vopn í þessum leik,“ segir fyrrver- andi fyrirliði íslenska liðsins. „Stelpurnar í liðinu hafa bætt sig umtalsvert frá því þegar ég var í lið- inu og það hefðu bara verið draum- órar að velta því fyrir sér að leggja Þýskaland að velli á sínum tíma. Við náðum einu sinni að standa í þeim í úrslitakeppni EM, en framan af mínum ferli fengum við stóra skelli á móti þeim. Nú eigum við bara raunhæfa möguleika á að fara með sigur af hólmi. Við unnum þær á úti- velli og hvers vegna ættum við ekki að geta endurtekið leikinn? Ég hef allavega fulla trú á íslenska liðinu,“ segir þessi fyrrverandi varnarjaxl um leikinn. hjorvaro@frettabladid.is Hef fulla trú á að þeim takist ætlunarverk sitt Katrín Jónsdóttir hefur verið óvinnufær í vikunni sökum spennu fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Þýskalandi sem fram á Laugar- dalsvellinum í dag. Katrín lítur öfundaraugum til núverandi leikmanna liðsins. leikmenn íslenska liðsins eiga einkar mikilvægan leik fyrir höndum þegar liðið etur kappi við Þýskaland á laugardalsvellinum í dag. Fréttablaðið/ernir FjÖlMiðlAR Sigurður Nordal hefur látið af störfum sem fréttastjóri við- skipta hjá Morgunblaðinu. Hann sendi starfsfólki Morgun- blaðsins tölvupóst í gær þar sem hann greindi frá því að samkomu- lag hefði náðst á milli sín og stjórn- ar Árvakurs um starfslokin. Skapta Hallgrímssyni, blaðamanni til 40 ára hjá Morgunblaðinu, var síðan sagt upp í gær. Stefán Einar Stefánsson, aðstoð- arfréttastjóri á viðskiptaritstjórn Morgunblaðsins, mun taka við starfi fréttastjóra viðskipta, sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðs- ins. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá verðhækkun á áskrift að blað- inu. Full mánaðaráskrift er nú 6.960 krónur, en var 6.597 krónur. – sks Uppsagnir og verðhækkun hjá Morgunblaðinu Við unnum þær á útivelli og hvers vegna ættum við ekki að geta endurtekið leikinn. Ég hef fulla trú á íslenska liðinu. Katrín Jónsdóttir Fleiri myndir frá 40 ára afmæli Hlemms er að finna á Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Fréttablaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+Plús slys Konan sem lenti í háska í Steins- holtsá í gær er látin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu. Tvennt var í bíl sem reynt var að aka yfir ána, sem er á leið inn í Þórs- mörk. Þau voru á jepplingi. Bíllinn festist í ánni. Maðurinn komst á þurrt en konan flaut niður ána og stað- næmdist á grynningum. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti fólkið á sjúkrahús en konan var úrskurðuð látin þegar á Landspítal- ann var komið. Maðurinn mun hafa verið blautur og kaldur þegar björg- unarlið kom á staðinn. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar málið. – bg Hörmulegt slys í Steinsholtsá lÖgRegluMál Þrír menn á tvítugs- og fertugsaldri voru handteknir við verslun Krónunnar í Grafarholti um kvöldmatarleytið í gær, í tengslum við alvarlega líkamsárás. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var maður stunginn. Maðurinn var fluttur á slysadeild en er ekki talinn í lífshættu. Þegar Fréttablaðið fór í prentun höfðu mennirnir ekki verið yfirheyrðir. Viðbúnaður lögreglu var mikill vegna málsins. Sjónarvottur, sem Fréttablaðið ræddi við í gærkvöld, sagði að sjö til átta viðbragðsbílar hefðu verið á svæðinu. Hann sagð- ist hafa séð blóðugt handklæði, eða tusku, við strætóskýli á svæðinu. „Það var allt morandi í löggu- bílum,“ sagði sjónarvotturinn. – bg Þrír handteknir eftir stunguárás Frá vettvangi í Grafarholti í gærkvöldi. FrettablaDiD/siGtryGGur 1 . s e p t e M b e R 2 0 1 8 l A u g A R D A g u R2 F R é t t i R ∙ F R é t t A b l A ð i ð 0 1 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 B 7 -4 F C 0 2 0 B 7 -4 E 8 4 2 0 B 7 -4 D 4 8 2 0 B 7 -4 C 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.