Fréttablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 24
Ég þori ekki að vera ein, ég er alltaf að líta í kringum mig og alltaf á tánum bara,“ segir Mirjam van Twuyver sem ætti að vera að njóta nýfengins frelsis á ökklabandi eftir afplánun þyngsta dóms sem fallið hefur yfir burðardýri hérlendis. Mirjam var dæmd í 11 ára fang- elsi í Héraðsdómi Reykjaness árið 2015. Dómurinn var mildaður í 8 ár í Hæstarétti og hefur Mirjam setið inni í kvennafangelsinu í Kópavogi, í fangelsinu á Akureyri, á Hólms- heiði, Kvíabryggju og Sogni. Fyrir þremur mánuðum lauk hún vist sinni á Vernd og taldi sig vera að stíga inn í síðasta tímabil afplán- unarinnar, ökklabandið, þegar hún fékk símtalið. „Mér var bara tilkynnt þetta í símtali. Ekkert bréf eða svoleiðis. Þú átt að koma aftur í afplánun á morgun. Hvort viltu heldur fara á Kvíabryggju eða Sogn?“ Eftir að hafa haft betur hjá kæru- nefnd útlendingamála, sem felldi úr gildi ákvörðun Útlendingastofn- unar um brottvísun Mirjam úr landi og 20 ára endurkomubann, ákvað Fangelsismálastofnun að boða hana aftur í fangelsi. Í stað afplánunar á helmingi dómsins eins og áður var ákveðið vegna brottvísunarinnar, verður henni gert að hefja afplánun í fangelsi að nýju. Hún á að mæta á föstudaginn og ljúka afplánun á tveimur þriðju hlutum dómsins. Það bætir tveimur árum við biðina eftir frelsinu. Í þekktu mynstri burðardýrs Eins og ekki er óalgengt í tilvikum burðardýra voru það félagslegar aðstæður Mirjam sem ráku hana til að taka að sér að flytja fíkniefni til Íslands gegn greiðslu vorið 2015. „Ég er ekki glæpamaður. Ég var bara í hræðilegri stöðu,“ segir Mirjam. „Ég hef alltaf verið ein með stelp- urnar tvær og í Hollandi getur verið mjög erfitt að halda sér á floti fjár- hagslega. Á þessum tíma var ég á kafi í skuldum og var lömuð af kvíða og áfallastreitu eftir kynferðis ofbeldi sem ég hafði orðið fyrir. Ég var alveg lokuð tilfinningalega. Eiginlega með vegg fyrir framan mig og hrædd við allt. Ég opnaði ekki póstinn minn, þorði hvorki að svara símanum né fara til dyra ef það var bankað. Ég var ekki hrædd við neitt glæpsam- legt, bara kvíðin vegna leigunnar, rafmagnsreikningsins og skatta sem ég skuldaði. Svo komu þeir bara einn daginn og hentu okkur út á götu. Eldri dóttir mín var þá flutt að heiman en ég stóð úti á götu með yngri dóttur mína 15 ára. Dóttir mín fékk að vera hjá vinkonu sinni í smá tíma og ég var inn og út af heimili foreldra minna. Við vorum bara heimilislausar og allslausar og það er auðvelt að misnota fólk í þannig aðstæðum og þótt ég hafi þá aldrei flækst í neitt ólöglegt þá þekkti ég alveg fólk sem ég vissi að var í ýmsu vafasömu. Og í ráðaleysinu sem ég var í varð rangt fólk á vegi mínum sem taldi mér trú um að það væri akkúrat rétta fólkið sem ég þyrfti á að halda.“ Það voru þessir kunningjar Mir- jam sem buðu henni lausn á fjár- hagsvandanum. Mirjam kom tvisvar til Íslands, sitthvorum megin við áramótin 2015, áður en örlaga- ferðin var farin vorið 2015. „Í fyrstu ferðinni var ég ekki með neitt sjálf heldur fór ég með öðrum til að dreifa grunsemdum. Ég fékk greitt fyrir það, nóg til að geta farið að leigja íbúð. Svo komu þeir aftur og buðu mér að fara sjálfri og nefndu upphæðina. Og ég hugsaði, ef ég geri þetta get ég byrjað upp á nýtt með dóttur minni, með hreint borð. Því þó að ég væri komin í húsnæði voru skuldirnar enn á sínum stað. Ég hugsaði bara um að ég gæti borgað allar skuldirnar mínar og ég sá ekk- ert annað. Mér fannst þetta vera minn eini möguleiki.“ Mirjam bað um leyfi til að taka dóttur sína með til Íslands. Hún lýsti því þannig fyrir dómi að þær mæðgur hefðu átt svo erfitt tímabil og aldrei farið tvær saman í frí. Hún vildi líta á ferðina sem eins konar lokun á erfiðu tímabili. Mirjam var hins vegar allslaus og átti ekki einu sinni ferðatösku. Henni var boðið að pakkað yrði niður í töskur fyrir þær mæðgur, enda þurfti að koma efnunum fyrir og tók hún því til föt og annað nauðsynlegt til þriggja daga ferðar og afhenti skipuleggjendum. Hún hafði fallist á að í sinni tösku yrði falið svipað magn fíkniefna og flutt hafði verið í fyrri ferðunum tveim- ur; tvö til þrjú kíló. Hún ítrekaði hins vegar að halda yrði dóttur sinni og hennar farangri utan við smyglið. Þær mæðgur tóku svo við töskunum fyrir innritun á flugvellinum í Amst- erdam. Þegar þær voru stöðvaðar af tollverði í Leifsstöð kom í ljós að það voru 10 kíló af Amfetamíni í tösku Mirjam og önnur 10 kíló af MDMA-dufti í tösku dóttur hennar. Götuverðmæti efnanna var sam- kvæmt dóminum á bilinu 400 til 600 milljónir. „Ég var göbbuð. Ég var með miklu meira af efnum en mér var sagt og það átti ekki að vera neitt í tösku dóttur minnar. Það var nánast eins og þeir vildu að ég næðist,“ segir Mirjam. Veistu hvort málið hefur haft ein- hverjar afleiðingar fyrir þá? „Nei, ég veit það ekki og í sann- leika sagt vil ég ekkert vita af því.“ Hefurðu eitthvað að óttast ef þú ferð aftur heim? „Ég veit það ekki en ég mun ekki fara aftur til míns gamla heima- bæjar og ætla mér ekki að verða á vegi þeirra sem áttu hlut að málinu.“ En dóttir þín, hvernig fór þetta með hana? „Eins óskiljanlegt og það er þá hefur hún aldrei verið mér reið fyrir þetta og skildi af hverju ég gerði þetta. Hún varð í rauninni fyrir miklu meira áfalli þegar okkur var hent út af heimili okkar í Hollandi.“ Fór hún svo aftur til Hollands? „Við vorum náttúrulega báðar handteknar í Leifsstöð og hún var með mér í fangelsinu fyrst. Svo var henni komið fyrir hjá fósturfor- eldrum sem reyndust henni mjög vel. Ég á þeim mikið að þakka. Svo fór hún aftur til Hollands. Hún vildi fara til foreldra minna, en hún getur ekki farið til okkar gamla heima- bæjar vegna málsins. Það er ekki öruggt. Þannig að hún fór til pabba síns. Núna er hún komin í háskóla- nám og er að læra fjölmiðlafræði í Amster dam.“ Mirjam gerði allt sem í hennar valdi stóð til að hjálpa lögreglunni að upplýsa málið. Sagði frá því sem hún gat upplýst og tók þátt í tál- beituaðgerð en það dugði þó ekki til að upplýsa málið að fullu. Áfall að koma á Hólmsheiði Eftir komuna til landsins var Mirjam fyrst vistuð í kvennafang- elsinu í Kópavogi en þegar því var lokað var hún flutt norður á Akur- eyri ásamt öðrum kvenföngum. „Þegar ég lít til baka, þá var tím- inn á Akureyri besti tími afplánun- arinnar. Fangahópurinn var góður og fangaverðirnir á Akureyri frá- bærir. svo var Guðmundur Ingi, Mirjam bíður þess að storminn fari að lægja til að hún geti byrjað að leggja drög að framtíðinni. Fréttablaðið/ErNir Hún taldi að kílóin væru þrjú en ekki tutt- ugu og fékk þyngsta dóm burðardýrs í Íslandssögunni. Eftir afplánun í fimm fang- elsum á Íslandi var Mirjam farin að njóta aukins frelsis þegar símtalið kom. Hún á að mæta aftur til afplánunar á föstudaginn. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ég þekkti alveg fólk sem var í ýmsu vafa- sömu og í ráðaleysinu sem Ég var í varð rangt fólk á vegi mínum sem taldi mÉr trú um að það væri akkúrat rÉtta fólkið sem Ég þyrfti á að halda. ↣ frá því mirjam kom til landsins vorið 2015 hefur hún dvalið í fimm fangelsum, farið í opna hjartaaðgerð, fundið ástina, gift sig og eignast íslenska hesta. hún bíður nú úr- skurðar um frelsi sitt. Fallvalt frelsi Mirjam 1 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r24 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 1 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 B 7 -9 4 E 0 2 0 B 7 -9 3 A 4 2 0 B 7 -9 2 6 8 2 0 B 7 -9 1 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 1 2 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.