Fréttablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 106

Fréttablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 106
H jón in Haf steinn Júlí us son og Kar ­itas Sveins dótt­ir, eigendur HAF Studio, opnuðu nýverið verslun í gömlu verbúðunum við Geirs­ götu 7 sem ber nafnið HAF Store. Á neðri hæðinni bjóða þau upp á eigin vörulínu í bland við sérhönn­ uð húsgögn, listaverk, ljósmyndir og einnig sérvalda hönnunarvöru sem þau kaupa á ferðalögum um heiminn. Á efri hæðinni er vinnu­ stofa þeirra. Þau segjast vinna náið saman og geta tekist á um hugmyndir eða leiðir í verkefnum sínum. „Við erum algjörar samlokur, getum rifist og verið ósammála, tekist á. En það er aldrei alvarlegt. Ég er kannski í tölv­ unni og hún kemur og rífur hana af mér og segir: Nei, svona! Við erum gott teymi,“ segir Hafsteinn. „Við erum mjög vön því að vinna saman. Við erum svo auð­ vitað stærra teymi því hér starfa þrír hönnuðir og arkitektar hjá okkur í öllum verkefnum, það gefur okkar vinnu meiri dýpt,“ segir Karitas. Þau segjast stefna að því að sem flestar vörur í búðinni verði þeirra eigin hönnun. „Það er framtíðarpæl­ ingin. Að rýmið verði fullt af okkar vörum, en það tekur tíma og er þolinmæðisverk,“ segir Hafsteinn. „Þangað til veljum við inn fallegar vörur, ljósmyndir og listaverk. Við erum ekki í fjöldaframleiðslu heldur viljum bjóða upp á fágæta hluti. Við viljum hafa ríka umhverfis­ og samfélagsvitund, viljum frekar að fólk kaupi fáa en góða hluti frekar en að fylla Sorpu af drasli. Þetta eru fallegir hlutir og munir sem við kaupum á ferðalögum,“ segir hann. Hvaða strauma og stefnur skynja þau í hönnun? „Falleg heimili eru þannig að þar er að finna blöndu af gömlum og nýjum húsgögnum og munum. Þar er að finna persónulega hluti sem hafa merkingu fyrir fólk og því þykir vænt um. Heimili ættu ekki að vera þannig að það sé eins og málunum hafi verið reddað í einni búð. Dýpt og gæði,“ segir Hafsteinn eftir smá umhugsun. „Ég get aldrei svarað þessari spurningu, um strauma og stefnur. Það er allt í gangi. Auðvitað eru alltaf einhverjir litir vinsælir eða efni. Við leggjum mikið upp úr nátt­ úrulegum efnum,“ segir hann. „Ég tek undir það,“ segir Kar­ itas sem segist einnig klóra sér í kollinum þegar hún fær þessa spurningu. „Tökum sem dæmi fal­ legt parket úr gegnheilum viði. Það verður bara fallegra með árunum og eftir því sem það lætur á sjá. Því fylgir saga. Plastparket rispast líka, en eru rispurnar fallegar? Nei, það held ég nú ekki. Það er líka gaman Fallegir munir setja sterkan svip. Hjónin kaupa fallega muni á ferðalögum sínum. Fréttablaðið/SteFán HaF Studio hannaði Skelfiskmarkaðinn með ágústi reynissyni. Hjónin Karitas og Hafsteinn í nýopnaðri verslun og vinnustofu sinni við Gömlu höfnina í reykjavík, Geirsgötu 7. Fréttablaðið/SteFán PlastParket risPast líka, en eru risPurnar fallegar? nei, það held ég nú ekki. það er líka gaman að sjá marmara eldast og leður sem mýkist og er auðsjáanlega notað er fallegt. Karitas gæði, líf og sál Hjónin og hönnunartvíeykið karitas og haf- steinn hafa átt annasamt ár og hafa nýlokið við tvö stór og krefjandi verkefni á árinu. Framtíðarsýn Í framtíðinni verður rýmið fullt af hönnun þeirra. að sjá marmara eldast og leður sem mýkist og er auðsjáanlega notað er fallegt,“ bendir hún á. „Gefur heimil­ inu líf og sál. Mér finnst meira varið í að velja vel, nota gæðaefni og láta svo hlutina endast árum saman. Svo á að vera líf á heimilum, við eigum fimm ára gamla dóttur sem mætti halda að fengi borgað fyrir að rusla út,“ segir hún og hlær. „Já, lengri tíma hugsun en líka að gefa rýminu líf. Litir koma og fara. Það er alltaf betra að reyna að forð­ ast það að fylgja síbreytilegri tísku og halda frekar í sinn persónulega stíl,“ segir Hafsteinn. Karitas og Hafsteinn hafa hannað fjölda íslenskra og sænskra veitinga­ staða og verslana. Í vikunni var einn þeirra opnaður, Skelfiskmarkaður­ inn, nýr veitingastaður í eigu Hrefnu Sætran og fleiri. HAF Studio sá um hönnun staðarins ásamt einum eigandanum Ágústi Reynissyni. Þau hönnuðu staðinn frá grunni og einnig ljós, stóla, borð og fleira. Ferlið frá því þau hófu hönnun á staðnum þar til hann var opnaður var stutt, eða sjö mánuðir, og á sama tíma stóðu þau í undirbúningi við opnun verslunar sinnar og árið hefur því reynst þeim annasamt. „Opnun verslunarinnar og vinnu­ stofunnar og hönnun á Skelfisk­ markaðnum eru tvö stærstu verk­ efni sem við höfum leyst af hendi,“ segir Karitas frá. „En einnig með þeim ánægjulegustu. Hópurinn sem stendur að Skelfiskmarkaðnum og þeir sem unnu með okkur að undir­ búningi var svo góður,“ segir hún og Hafsteinn tekur undir. kristjana@frettabladid.is Ítarlegra viðtal við Hafstein og Karitas má lesa á +Plús síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er eingöngu í Fréttablaðs- appinu eða í PDF- útgáfu blaðsins sem er aðgengi- leg á frettabladid.is. +PlúS 1 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r62 L í f i ð ∙ f r É t t A b L A ð i ð Lífið 0 1 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 B 7 -8 6 1 0 2 0 B 7 -8 4 D 4 2 0 B 7 -8 3 9 8 2 0 B 7 -8 2 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 1 2 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.