Fréttablaðið - 08.09.2018, Side 2

Fréttablaðið - 08.09.2018, Side 2
Veður Suðaustan og austan 5-13 og rigning á Suðausturlandi í dag, rigning með köflum sunnan og vestan til. Úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti 8 til 16 stig. Hlýjast fyrir norðan. sjá síðu 48 Sæmundur NÚ BROSIR NÓTTIN Hin rómaða ævisaga Guðmundar Einarssonar refaskyttu er komin út á ný. Mikið aukin með ítarefni um þetta einstaka náttúru- barn og héraðshöfðingja. ÚTGÁFUHÓF í Safnaðarheimili Grensáskirkju í dag klukkan 14.00–17.00 BÓKIN Á TILBOÐSVERÐI, AÐEINS 5.000 KR. (6.490) SÖNGUR OG GAMANMÁL VEITINGAR Í BOÐI uMHVERFIsMáL Loftslagsgöngur verða gengnar víða um heim í dag. Í Reykjavík verður gengið fyrir lofts- lagið í þriðja sinn frá Hallgríms- kirkju klukkan 14.00 og niður Skóla- vörðustíg, Laugaveg og Bankastræti að Lækjartorgi. Að sögn skipuleggjenda er krafa göngunnar í ár einföld, að tafarlaust verði gripið til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Við teljum að það sé stjórnvalda að skapa og leggja leikreglur fyrir samfélagið sem draga úr losun, við köllum eftir aðgerðaáætlun frá stjórnvöldum,“ segir Hildur Knúts- dóttir, einn skipuleggjenda. „Ríkis- stjórnin verður að draga vagninn og greiða götuna fyrir sjálfbæru sam- félagi,“ segja skipuleggjendur. – khn Loftslagsgangan farin í dag Frá Loftslagsgöngunni í Reykjavík árið 2014. FRéttabLaðið/VaLLi Þingsetning undirbúin 149. löggjafarþing verður sett þriðjudaginn 11. september næstkomandi. Dagskrá verður með hefðbundnu sniði. Guðsþjónusta verður í Dómkirkj- unni klukkan 13.30 og forseti Íslands ávarpar þingheim rúmum hálftíma síðar. Þá verða ættjarðarlögin á sínum stað. Að því loknu draga þingmenn um sætaskipan og fjárlagafrumvarpi verður útbýtt. Starfsfólk Alþingis var í óðaönn að undirbúa þingfundinn í gær. FRéttabLaðið/SiGtRYGGUR aRi FótboLtI Íslenska karlalandsliðið hefur leik í nýrri keppni, Þjóðadeild UEFA, í dag þegar það mætir Sviss á Kybunpark-vellinum í St. Gallen. Er þetta ný keppni sem Evrópska knatt- spyrnusambandið setti á laggirnar til að fækka þýðingarlausum æfinga- leikjum. Góður árangur Íslands á undan- förnum árum, ferðirnar tvær á loka- mót HM og EM þýða að við erum í deild með stóru strákunum. Belgía vann til bronsverðlauna á nýafstöðnu HM og Sviss hefur verið meðal 20 efstu þjóða á heimslista FIFA undan- farin tíu ár. Talsverð skakkaföll hafa orðið á liðinu vegna meiðsla, Alfreð Finn- bogason, Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru fjar- verandi vegna meiðsla og mun Gylfi Þór Sigurðsson bera fyrirliðabandið í fjarveru Arons. Aðspurður segist Gylfi taka því fagnandi að fá strax keppnis- leiki í stað æfingaleikja og að honum lítist vel á Þjóðadeildina. „Þessi keppni hljómar vel, þetta er skemmtilegra en vináttuleikir því í þessari keppni er eitthvað undir í hverjum leik. Þetta er annar mögu- leiki fyrir minni liðin til að komast inn á Evrópumótið og á sama tíma fáum við að prófa okkur gegn tveimur frábærum liðum.“ Þetta verður í sjöunda skiptið sem þessi lið mætast og hefur Íslandi aldr- ei tekist að vinna Sviss. Þrátt fyrir það er greinilegt að Vladimir Petkovic, þjálfari Sviss, ber mikla virðingu fyrir Íslandi og afrekum liðsins síðustu ár. „Ísland hefur náð frábærum árangri undanfarin ár, vann riðilinn í undan- keppni HM með silfurliði Króatíu og var svo óheppið að fara ekki áfram í riðlakeppninni. Íslenska liðið er með góða blöndu af ungum og eldri leik- mönnum og nýjan þjálfara sem ég þekki vel og veit hvað hann getur. Framtíðin er björt hjá íslenska lands- liðinu og við eigum von á erfiðum leik þó að við förum í hann til að vinna.“ Honum finnst magnað að lítil eyja á borð við Ísland eigi jafn marga leik- menn í fremstu röð og raun ber vitni. „Að eiga marga góða leikmenn frá jafn lítilli eyju og Ísland er, er ansi hreint magnað. Undanfarin ár hafa sífellt fleiri íslenskir leikmenn verið að koma fram og hafa þegar öðlast reynslu í fremstu röð.“ kristinnpall@frettabladid.is Býst við erfiðum leik gegn íslenska liðinu Ísland mætir Sviss í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar ytra í dag og segir Gylfi Þór Sigurðsson að leikmenn taki þessu fagnandi frekar en æfingaleikjum. Þjálfari Sviss segir það magnað hversu marga frábæra leikmenn á Ísland eigi. Gylfi Þór Sigurðsson mun bera fyrirliðabandið í dag. FRéttabLaðið/EYÞóR Að eiga marga góða leikmenn frá jafn lítilli eyju og Íslandi er ansi hreint magnað. Vladimir Petkovic, landsliðsþjálfari Sviss bANDARíKIN George Papadopoulos, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var í gær dæmdur í fjórtán daga fangelsi fyrir að ljúga í yfirheyrslum hjá FBI. Papadopoulos var fyrsti ráðgjafi Trumps sem var handtekinn af FBI í tengslum við rannsókn FBI á afskiptum Rússa af forsetakosning- unum í Bandaríkjunum árið 2016. Í yfirheyrslum sagði hinn dæmdi ekki satt og rétt frá ferðum sínum til og frá Moskvu. Hann játti sök í október í fyrra. Auk fangelsisvistarinnar þarf Papa- dopoulos að halda skilorð í tólf mán- uði og sinna 200 klukkustunda sam- félagsþjónustu. Þá var hann dæmdur til greiðslu 9.500 dollara sektar, and- virði rúmlega milljón íslenskra króna á gengi dagsins í dag. – jóe Papadopoulos dæmdur í 14 daga fangelsi 8 . s E p t E M b E R 2 0 1 8 L A u G A R D A G u R2 F R é t t I R ∙ F R é t t A b L A ð I ð 0 8 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 C 4 -2 A 9 8 2 0 C 4 -2 9 5 C 2 0 C 4 -2 8 2 0 2 0 C 4 -2 6 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 7 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.