Fréttablaðið - 08.09.2018, Side 20

Fréttablaðið - 08.09.2018, Side 20
1. Valur Eftir vonbrigði síðasta tíma- bils náðu Valsmenn í ⅔ af útilínu Íslandsmeistara ÍBV og markvörðinn Daníel Frey Andrésson. Helstu veikleikar Vals í fyrra voru markvarslan og skortur á skotógn fyrir utan. Þeir löguðu það í sumar. Valsmenn eru með öfluga vörn, mikla breidd og spennandi unga leikmenn. Kröfurnar eru mikl- ar en Valur er með lið til að standa undir þeim. Árangurinn á heimavelli verður að vera betri en í fyrra. 2. Haukar Eftir tvö ár án titils eru Hafn- firðingar hungraðir. Haukar hafa litið vel út á undirbún- ingstímabilinu og Ásgeir Örn Hallgrímsson styrkir liðið gríðar- lega mikið. Breiddin er góð og vörnin sterk. Björgvin Páll Gústavsson er farinn og ungir og efnilegir mark- verðir þurfa að fylla hans stóra skarð. Haukar verða að vera sterkari á ögur- stundum en undanfarin tvö tímabil. 3. ÍBV Eyjamenn unnu þrefalt í fyrra og byrjuðu þetta tíma- bil á því að vinna Meistarakeppnina. Róbert Aron Hostert og Agnar Smári Jónsson fóru til Vals en Fannar Þór Friðgeirsson og Kristján Örn Krist- jánsson komu í þeirra stað. Erlingur Richardsson er tekinn við af Arnari Péturssyni og á að halda ÍBV á sigur- braut. Markvarslan gæti reynst haus- verkur. 4. Selfoss Strákarnir frá Selfossi slógu í gegn í fyrra og voru í baráttu um alla titla. Þeir eru árinu eldri og komnir með meiri reynslu. Pressan er jafnframt meiri. Markakóngur síðasta tíma- bils, Teitur Örn Einarsson, er farinn í atvinnumennsku og leikmenn á borð við Elvar Örn Jónsson og Hauk Þrastarson spila ekki mikið lengur hér á landi. Nýi markvörðurinn frá Póllandi á að leysa helsta vandamál Selfyssinga í fyrra og reynist hann góður getur liðið farið alla leið. 5. FH Silfurlið síðustu tveggja ára missti fjóra lykilmenn í sumar. FH verður varla sterkara en í fyrra en liðið verður alltaf sterkt, vel skipulagt og leikmenn með sín hlut- verk á hreinu. FH-ingar eru byrjaðir að spila í Evrópukeppni og komnir með smá forskot á önnur lið. Mikið mun mæða á Bjarna Ófeigi Valdi- marssyni sem þarf að fylgja góðu tímabili í fyrra eftir. 6. Afturelding Mosfellingar tóku skref aftur á bak í fyrra eftir að hafa barist um titla fyrstu þrjú árin eftir að þeir komu upp. Markvarslan var ekki góð í fyrra en Arnór Freyr Stefánsson á að bæta úr því. Liðið er með frábæra horna- menn en breiddin vinstra megin fyrir utan er ekki mikil. Afturelding þarf að nýta línumanninn Einar Inga Hrafnsson miklu betur en í fyrra. Og lykilmenn þurfa að haldast heilir. 7. ÍR Breiðhyltingar áttu ágætt tímabil í fyrra en markið er sett hærra í ár. Sterkir leik- menn hafa bæst við hópinn og ef Björgvin Hólmgeirsson er heill heilsu er það mikil búbót fyrir ÍR. Breiðhyltingar unnu ekki leik gegn liðunum sem enduðu fyrir ofan þá í fyrra og það þarf að breytast í vetur. 8. Stjarnan Það vantar ekki hæfi- leikana hjá Stjörnunni og liðið er afar vel mannað. En stemningin fyrir liðinu er við frostmark og Stjarnan vann aðeins þrjá heimaleiki á síðasta tímabili. Sveinbjörn Pétursson þarf að eiga betra tímabil og Egill Magn- ússon og Aron Dagur Pálsson að sýna meiri stöðugleika. Rúnar Sigtryggs- son er fær þjálfari sem mun setja sitt mark á liðið. 9. Fram Síðan Guðmundur Helgi Pálsson tók við Fram hefur liðið komist í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn og bikar- úrslit. Spilamennska Fram er hins vegar eins og skapsveiflur Kanye West; stöðugleikinn er enginn. Arnar Birkir Hálfdánsson skilur eftir sig risastórt skarð en Fram ætti að vera með nógu gott lið til að halda sjó. 10. KA Í fyrsta sinn frá tímabilinu 2005-06 er KA með lið í deild þeirra bestu. Það er mikil nostalgía sem fylgir því að fá þá gulu upp í efstu deild og stemningin á leikjum liðsins í Grill 66 deildinni í fyrra var fín. Liðið er með nokkuð öfluga útlendinga og leikmenn með reynslu í efstu deild. KA-menn munu samt eiga fullt í fangi með að halda sér uppi. 11. Grótta Líkt og fyrir síðasta tímabil hafa orðið miklar breyt- ingar hjá Gróttu, bæði á leikmannahópnum og svo er kominn nýr maður í brúna (Einar Jónsson). Liðið virðist veikara en í fyrra og þá slapp það naumlega við fall. 12. Akureyri Vann Grill 66 deildina í fyrra en það er ekki sami meðbyr með liðinu núna. Akureyr- ingar hafa verið að safna liði á síðustu dögum og það gæti tekið tíma að sjóða alla bitana saman. Akureyri vann alla heimaleiki sína í fyrra og heimavöllurinn verður að gefa vel í vetur. Handboltinn hefst á nýjan leik Olís-deild karla hefst á morgun með þremur leikjum. Deildin var gríðarlega sterk í fyrra og er jafn góð, ef ekki betri, í ár. Fréttablaðið spáir um gengi liðanna. Kári Kristján og félagar unnu allt á síðasta tímabili. FRéttABlAðið/ERniR Dagur Gautason KA Gríðarlega flinkur hornamaður og öflugur í hraðaupphlaupum. Mætir væntanlega fullur sjálfstrausts til leiks eftir að hafa verið valinn í úrvalslið EM U-18 ára þar sem Ísland endaði í 2. sæti. Fylgstu með þessum í Olís-deildinni í vetur Sveinn Andri Sveinsson ÍR Leikstjórnandinn átti prýðisgott fyrsta tímabil í efstu deild og þarf nú að taka annað skref fram á við. Fílhraustur, með mikinn sprengi- kraft og leikskilning. Afbragðs varnarmaður. Má skila fleiri stoð- sendingum. Bjarni Ófeigur Valdimarsson FH Var góður með Gróttu í fyrra og átti stóran þátt í að liðið hélt sæti sínu í Olís-deildinni. Þarf að fylla stórt skarð hjá FH og pressan á honum verður meiri en hjá Gróttu. Öflugur jafnt í vörn sem sókn. tumi Steinn Rúnarsson Afturelding Gekk í raðir Aftureldingar frá Val í sumar. Lykilmaður í U-18 ára lands- liðinu sem vann silfur á EM. Skyn- samur leikstjórnandi sem gerir fá mistök og samherja sína betri. Gæti sprungið út í vetur. Sveinn Jóhannsson ÍR Meiðsli gerðu Sveini erfitt fyrir í fyrra. Eftir tímabilið fór hann til ÍR þar sem hann ætti að geta tekið skref fram á við. Gríðarlega efni- legur línumaður sem sýndi góða takta á HM U-20 í sumar. Birgir Már Birgisson FH Stóð upp úr hjá Víkingi í fyrra og fór svo til FH þar sem hann á að fylla skarð Óðins Þórs Ríkharðssonar. Spilaði afar vel á EM U-20. Snöggur fram, klárar færin sín vel og á alla möguleika á að springa út hjá FH. # ol is de ild in 09. sept. Fram – Valur 10. sept. KA – Akureyri 12. sept. Haukar – FH 15. sept. ÍBV – Stjarnan 18. sept. Selfoss – Fram 18. sept. HK – Haukar OLÍS-DEILD KARLA OLÍS-DEILD KVENNA HEFST OLÍS-DEILDIN 1.UMFERÐ 8 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r20 s p o r t ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 8 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 1 1 2 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 C 4 -4 8 3 8 2 0 C 4 -4 6 F C 2 0 C 4 -4 5 C 0 2 0 C 4 -4 4 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 1 2 s _ 7 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.