Fréttablaðið - 08.09.2018, Page 20
1. Valur
Eftir vonbrigði síðasta tíma-
bils náðu Valsmenn í ⅔
af útilínu Íslandsmeistara
ÍBV og markvörðinn Daníel Frey
Andrésson. Helstu veikleikar Vals í
fyrra voru markvarslan og skortur á
skotógn fyrir utan. Þeir löguðu það
í sumar. Valsmenn eru með öfluga
vörn, mikla breidd og spennandi
unga leikmenn. Kröfurnar eru mikl-
ar en Valur er með lið til að standa
undir þeim. Árangurinn á heimavelli
verður að vera betri en í fyrra.
2. Haukar
Eftir tvö ár án titils eru Hafn-
firðingar hungraðir. Haukar
hafa litið vel út á undirbún-
ingstímabilinu og Ásgeir Örn
Hallgrímsson styrkir liðið gríðar-
lega mikið. Breiddin er góð og vörnin
sterk. Björgvin Páll Gústavsson er
farinn og ungir og efnilegir mark-
verðir þurfa að fylla hans stóra skarð.
Haukar verða að vera sterkari á ögur-
stundum en undanfarin tvö tímabil.
3. ÍBV
Eyjamenn unnu þrefalt í
fyrra og byrjuðu þetta tíma-
bil á því að vinna Meistarakeppnina.
Róbert Aron Hostert og Agnar Smári
Jónsson fóru til Vals en Fannar Þór
Friðgeirsson og Kristján Örn Krist-
jánsson komu í þeirra stað. Erlingur
Richardsson er tekinn við af Arnari
Péturssyni og á að halda ÍBV á sigur-
braut. Markvarslan gæti reynst haus-
verkur.
4. Selfoss
Strákarnir frá Selfossi
slógu í gegn í fyrra og voru
í baráttu um alla titla. Þeir
eru árinu eldri og komnir með
meiri reynslu. Pressan er jafnframt
meiri. Markakóngur síðasta tíma-
bils, Teitur Örn Einarsson, er farinn
í atvinnumennsku og leikmenn á
borð við Elvar Örn Jónsson og Hauk
Þrastarson spila ekki mikið lengur
hér á landi. Nýi markvörðurinn frá
Póllandi á að leysa helsta vandamál
Selfyssinga í fyrra og reynist hann
góður getur liðið farið alla leið.
5. FH
Silfurlið síðustu tveggja
ára missti fjóra lykilmenn í
sumar. FH verður varla sterkara en í
fyrra en liðið verður alltaf sterkt, vel
skipulagt og leikmenn með sín hlut-
verk á hreinu. FH-ingar eru byrjaðir
að spila í Evrópukeppni og komnir
með smá forskot á önnur lið. Mikið
mun mæða á Bjarna Ófeigi Valdi-
marssyni sem þarf að fylgja góðu
tímabili í fyrra eftir.
6. Afturelding
Mosfellingar tóku skref
aftur á bak í fyrra eftir að
hafa barist um titla fyrstu
þrjú árin eftir að þeir komu upp.
Markvarslan var ekki góð í fyrra en
Arnór Freyr Stefánsson á að bæta
úr því. Liðið er með frábæra horna-
menn en breiddin vinstra megin
fyrir utan er ekki mikil. Afturelding
þarf að nýta línumanninn Einar Inga
Hrafnsson miklu betur en í fyrra. Og
lykilmenn þurfa að haldast heilir.
7. ÍR
Breiðhyltingar áttu ágætt
tímabil í fyrra en markið er
sett hærra í ár. Sterkir leik-
menn hafa bæst við hópinn
og ef Björgvin Hólmgeirsson er heill
heilsu er það mikil búbót fyrir ÍR.
Breiðhyltingar unnu ekki leik gegn
liðunum sem enduðu fyrir ofan þá í
fyrra og það þarf að breytast í vetur.
8. Stjarnan
Það vantar ekki hæfi-
leikana hjá Stjörnunni og
liðið er afar vel mannað.
En stemningin fyrir liðinu
er við frostmark og Stjarnan vann
aðeins þrjá heimaleiki á síðasta
tímabili. Sveinbjörn Pétursson þarf
að eiga betra tímabil og Egill Magn-
ússon og Aron Dagur Pálsson að sýna
meiri stöðugleika. Rúnar Sigtryggs-
son er fær þjálfari sem mun setja sitt
mark á liðið.
9. Fram
Síðan Guðmundur Helgi
Pálsson tók við Fram hefur
liðið komist í undanúrslit um
Íslandsmeistaratitilinn og bikar-
úrslit. Spilamennska Fram er hins
vegar eins og skapsveiflur Kanye
West; stöðugleikinn er enginn. Arnar
Birkir Hálfdánsson skilur eftir sig
risastórt skarð en Fram ætti að vera
með nógu gott lið til að halda sjó.
10. KA
Í fyrsta sinn frá tímabilinu
2005-06 er KA með lið í
deild þeirra bestu. Það er
mikil nostalgía sem fylgir því
að fá þá gulu upp í efstu deild og
stemningin á leikjum liðsins í Grill
66 deildinni í fyrra var fín. Liðið er
með nokkuð öfluga útlendinga og
leikmenn með reynslu í efstu deild.
KA-menn munu samt eiga fullt í
fangi með að halda sér uppi.
11. Grótta
Líkt og fyrir síðasta tímabil
hafa orðið miklar breyt-
ingar hjá Gróttu, bæði á
leikmannahópnum og svo er
kominn nýr maður í brúna (Einar
Jónsson). Liðið virðist veikara en í
fyrra og þá slapp það naumlega við
fall.
12. Akureyri
Vann Grill 66 deildina í fyrra
en það er ekki sami meðbyr
með liðinu núna. Akureyr-
ingar hafa verið að safna liði
á síðustu dögum og það gæti tekið
tíma að sjóða alla bitana saman.
Akureyri vann alla heimaleiki sína
í fyrra og heimavöllurinn verður að
gefa vel í vetur.
Handboltinn hefst á nýjan leik
Olís-deild karla hefst á
morgun með þremur
leikjum. Deildin var
gríðarlega sterk í fyrra og
er jafn góð, ef ekki betri,
í ár. Fréttablaðið spáir
um gengi liðanna.
Kári Kristján og félagar unnu allt á síðasta tímabili. FRéttABlAðið/ERniR
Dagur Gautason KA
Gríðarlega flinkur hornamaður og
öflugur í hraðaupphlaupum. Mætir
væntanlega fullur sjálfstrausts
til leiks eftir að hafa verið valinn
í úrvalslið EM U-18 ára þar sem
Ísland endaði í 2. sæti.
Fylgstu með þessum í
Olís-deildinni í vetur
Sveinn Andri Sveinsson ÍR
Leikstjórnandinn átti prýðisgott
fyrsta tímabil í efstu deild og þarf
nú að taka annað skref fram á við.
Fílhraustur, með mikinn sprengi-
kraft og leikskilning. Afbragðs
varnarmaður. Má skila fleiri stoð-
sendingum.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson FH
Var góður með Gróttu í fyrra og átti
stóran þátt í að liðið hélt sæti sínu
í Olís-deildinni. Þarf að fylla stórt
skarð hjá FH og pressan á honum
verður meiri en hjá Gróttu. Öflugur
jafnt í vörn sem sókn.
tumi Steinn Rúnarsson Afturelding
Gekk í raðir Aftureldingar frá Val í
sumar. Lykilmaður í U-18 ára lands-
liðinu sem vann silfur á EM. Skyn-
samur leikstjórnandi sem gerir fá
mistök og samherja sína betri. Gæti
sprungið út í vetur.
Sveinn Jóhannsson ÍR
Meiðsli gerðu Sveini erfitt fyrir í
fyrra. Eftir tímabilið fór hann til
ÍR þar sem hann ætti að geta tekið
skref fram á við. Gríðarlega efni-
legur línumaður sem sýndi góða
takta á HM U-20 í sumar.
Birgir Már Birgisson FH
Stóð upp úr hjá Víkingi í fyrra og fór
svo til FH þar sem hann á að fylla
skarð Óðins Þórs Ríkharðssonar.
Spilaði afar vel á EM U-20. Snöggur
fram, klárar færin sín vel og á alla
möguleika á að springa út hjá FH.
#
ol
is
de
ild
in
09. sept. Fram – Valur
10. sept. KA – Akureyri
12. sept. Haukar – FH
15. sept. ÍBV – Stjarnan
18. sept. Selfoss – Fram
18. sept. HK – Haukar
OLÍS-DEILD KARLA OLÍS-DEILD KVENNA
HEFST
OLÍS-DEILDIN
1.UMFERÐ
8 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r20 s p o r t ∙ F r É t t A b L A ð i ð
0
8
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:2
9
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
C
4
-4
8
3
8
2
0
C
4
-4
6
F
C
2
0
C
4
-4
5
C
0
2
0
C
4
-4
4
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
1
1
2
s
_
7
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K