Fréttablaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 27
Í dag, laugardag, efnum við til sölusýningar í verslun okkar, Nóatúni 4, frá kl. 10 til 16. Þar gefst þér tækifæri til að skoða allt hið nýjasta sem við höfum á boðstólum. Meðal annars nýju VarioStyle kæli- og frystiskápana sem skipta má um framhlið á hvenær sem er og eru hvorki fleiri né færri en nítján litir í boði. Veldu lit sem hentar innréttingunni þinni, lit sem poppar upp eldhúsið eða náðu þér í lit sem hæfir árstíðinni. Fagnaðu haustinu með haustlit og jólunum með gylltri eða rauðri framhlið. Mjög auðvelt er að skipta um framhliðina. Það tekur í raun aðeins nokkrar sekúndur. VarioStyle-skáparnir frá Bosch hlutu þýsku hönnunarverðlaunin (German Design Award) nú í ár, 2018. Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Veittur verður afsláttur af öllum vörum sem ekki eru nú þegar á Tækifærisverði. Komdu og njóttu dagsins með okkur! Skoðaðu nýja Tækifærisbæklinginn okkar! Tæki fæ ri Kælitæki / Uppþvotta vélar / Eldu nartæki / Þ vottavélar og þurrkar ar / Ljós / S ímtæki / R yksugur / S mátæki Það verða Tækifæris dagar hjá o kkur allan septembe rmánuð. Kæ litæki, þvo ttavélar, þurrkarar, e ldunartæk i ásamt fle iri gæðavö rum frá Siemen s og Bosch á Tækifær isverði. Sölusýning verður í ve rslun okka r laugarda ginn 8. septemb er. Þann d ag veitum við afslátt af öllum vöru m sem ekk i eru þega r á afslætt i. Opið frá kl . 10 til 16 laugardagi nn 8. septe mber. 2016 - 2017 Sölu- s ý n i n g Ef miðað er við allra nánustu fjöl- skyldu og vini og gengið út frá því að á bak við þessa 963 nemendur sem hafa reynt sjálfsvíg séu allt að 10 manns, þ.e. tveir foreldrar, tvær ömmur, tveir afar, eitt til tvö systk- ini, og tveir til þrír vinir, þá er hægt að reikna út að um 8.667 manns verði fyrir áhrifum. Hvert sjálfsvíg er harmleikur, ótal spurningum er ósvarað og sorgarferlið flókið. Búast má við að á hverju ári séu um 35-40 sjálfsvíg, oftast fólk á besta aldri sem hefur verið komið í öngstræti með líf sitt. Reikna má með að um 2-3.000 manns fari í jarðarfarir tengdar sjálfsvígum ár hvert. „Það eru í kringum þrír til átta sem syrgja verulega mikið og sjálfs- víg nákomins ættingja eða vinar hafa áhrif á allt lífið. Sumir hætta í skóla, aðrir eiga erfitt með að fóta sig á vinnumarkaði. Við viljum ekki sjúkdómsgera sorgina en það eru um það bil 150-200 manns sem þyrftu að fá sorgarúrvinnslu en eru ekki að fá þá þjónustu sem skyldi, meðal annars vegna þess að þeir vita ekki hvert eigi að leita og/eða að þjónustan er af skornum skammti. Þessi hópur einstaklinga er oft falinn og með mikla vanlíðan í langan tíma. Öðrum aðstandendum og vinnufélögum finnst oft erfitt að nálgast þá, þar sem dauðinn og þá einkum sjálfsvíg eru tabú að ræða um. Ef ekki er unnið með sorgina er hætta á einangrun, kvíða og þung- lyndi sem hægt væri að milda með snemmtækri íhlutun,“ segir Sal- björg. „Ef sjálfsvígstilraun verður í skóla- umhverfinu er það fljótt að spyrjast út í skólanum og sögusagnir fara út um víðan völl. Það getur verið erfitt fyrir ungmenni að koma í skólann á nýjan leik og mikilvægt er að taka vel á móti viðkomandi. Þess vegna er mikilvægt að viðbragðsáætlun sé til staðar inni í skólanum, þar sem námsráðgjafi, umsjónarkennari og einhver þriðji aðili taka á málunum. Ef um sjálfsvíg er að ræða þá er mjög mikilvægt að vinna vel með bekk- inn og nánustu vini til að forðast smitáhrif.“ Innleiða heilsueflandi skóla „Við bíðum spennt eftir því hvað ráðherra segir á mánudag og von- umst til að hún komi með eitthvað tengt þessari aðgerðaáætlun,“ segir Salbjörg. „Það sem við vitum er að það eru yfir 80-85% ungmenna sem líður vel, en það eru í kringum 15% sem þarf að hlúa mun betur að. Þetta er ekki bara á ábyrgð heil- brigðisþjónustunnar, heldur þarf allt samfélagið að vinna að því að leyfa fólki að vaxa og dafna og líða vel. Það er gríðarlega mikilvægt að staldra við og skoða hvað við getum gert betur. Einnig þarf að fá foreldra betur inn í foreldra- starf í skólanum með tilliti til þess að fjölskyldur eru mismunandi. Það er engin ein lausn sem hentar öllum.“ Hér áður var ekki talað um heilsu- eflandi skóla, sem þykir núna eðli- legt. Salbjörg segir að nú sé kominn tími á að innleiða slíka hugsun í allt samfélagið. Sum sveitarfélög séu orðin heilsueflandi samfélög og er það vel. „Heilsueflandi skóli og heilsu- eflandi samfélag. Við þurfum líka að skoða fjölskyldustefnu ríkis- stjórnarinnar árið 2016 sem er ekki enn búið að samþykkja á Alþingi. Við þurfum fjölskyldustefnu til að ná til allra barna og fjölskyldna. Vinnumarkaðurinn þarf einnig að koma til móts með sveigjanlegum vinnutíma. Þetta er stór pakki en þarf að ráðast í hann strax. Ef við gerum þetta almennilega þá fáum við heilsteyptan einstakling út úr skólakerfinu,“ segir Salbjörg. „Þá var einnig þingsályktun um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheil- brigðismálum til fjögurra ára sam- þykkt á Alþingi í apríl 2016. Það er liðið á seinnihluta 2018 og einungis hluti hennar orðinn að veruleika. Það er byrjað á sumu en annað er brotakennt. Það þarf að spýta í lóf- ana með ákveðna hluti. Við verðum Aðstoðin þarf að vera aðgengileg og ekki með löngum biðlistum Menntaskólinn við Hamrahlíð er einn af þeim framhaldsskólum sem hafa ráðið inn sálfræðing til að þjónusta nemendur. Nemendur geta því fengið innan skólans ókeypis sálfræðiþjónustu á sínum forsendum. Bóas Valdórsson sál- fræðingur siglir nú inn í þriðja árið sitt þar. Þarna skarast heilbrigðis- og menntamál. „Þessi mál hafa verið að þróast í skólakerfinu á síðastliðnum þremur árum. Það virðist vera skilningur og áhugi fyrir að þessi tvö ráðuneyti starfi saman og verði samstíga,“ segir Bóas. „Það hefur verið að aukast að sálfræðingar séu aðgengilegir í framhaldsskólum og sýnt sig að þörf er á þessi þjónustu.“ Bóas segir að margir nemendur nýti sér þjónustuna. „Mér finnst þetta frábær kynslóð sem er að alast upp. Þau eru meðvituð um að takast á við sína hluti og eru með- vitaðri um að takast á við tilfinn- ingar sínar. Forvarnir og fræðsla síðustu árin hefur miðað að því að hvetja fólk til að leita sér aðstoðar ef fólki líður illa eða glímir við erfiðleika en þá þarf aðstoðin að vera opin og aðgengileg og ekki með of löngum biðlistum,“ segir Bóas. „Auðvitað eru nemendur inn á milli sem eru að takast á við erfiðleika sem eru krefjandi og svo vísum við nemendum áfram í heilbrigðiskerfið ef þörf er á frekari úrræðum vegna flóknari og stærri erfiðleika. Hvar byrjar maður? er viðamikil spurning þegar maður er ungur.“ að sinna forvörnum, snemmtækri íhlutun og allri meðferð mun betur. Horfa á styrkleika fólks og getu þess og gefa öllum tækifæri til að njóta sín í umhverfinu.“ Sigrún tekur í sama streng. „Geð- heilbrigðisþjónusta er ekki nógu aðgengileg sem gengur þvert á það sem við erum að segja unga fólkinu okkar. Ef við viljum hvetja það til að leita sér hjálpar þá verðum við að tryggja að það sé auðvelt og ein- falt að gera það. Það er mikilvægt að fólk leiti sér hjálpar og að þá sé hjálpin til staðar. Við leggjum til lausnir í aðgerðaáætluninni sem verður vonandi tekin í notkun von bráðar,“ segir Sigrún. h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 27l A U g A R D A g U R 8 . s e p T e m B e R 2 0 1 8 0 8 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 1 1 2 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 C 4 -5 B F 8 2 0 C 4 -5 A B C 2 0 C 4 -5 9 8 0 2 0 C 4 -5 8 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 1 2 s _ 7 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.