Fréttablaðið - 08.09.2018, Síða 34

Fréttablaðið - 08.09.2018, Síða 34
 Hver eru þau og hvar Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að komast á skrá lögreglunnar um horfna menn? Til hvers er skráin og hverja vantar á hana? Frétta- blaðið rýnir í horfinna- mannaskrá og þekkt mannshvörf sem ekki komast á skrána. 21 31963 Tveir menn hurfu í Reykjavík sumarið 1963. Vitað er að þeir tóku leigubíl heiman frá öðrum þeirra að næturlagi. Daginn eftir uppgötvaðist að trilla föður annars þeirra var horfin. Talið var að þeir hefðu ætlað út í amerískt skip sem lá við akkeri utan við Engey. Ekkert hefur sést af bátnum síðan og mennirnir eru enn týndir. 1974 Aldraður maður hvarf á Snæ­ fellsnesi árið 1974. Hann var með barnabarni sínu og tengdasyni í berjamó og hugðist ganga að bíl þeirra og sækja sér kaffisopa. Hann skilaði sér ekki til baka og hefur aldrei sést síðan. Spor­ hundar röktu spor hans upp á þjóðveg. Hvarf hans hefur alla tíð verið mönnum ráðgáta. 1978 Fjórir piltar á aldrinum 16 til 18 ára sáust sigla út úr höfn­ inni á Dalvík með stefnuna á Hrísey í sumarblíðu í júní 1978. Fylgst var með þeim í sjónauka sigla inn fyrir hafnar­ garðinn í Hrísey. Síðan hefur ekkert til þeirra spurst. Enginn varð bátsins var í Hrísey. Síðar fannst skór eins þeirra í sjónum og ár úr bátnum. ✿ Mannshvörfin eru mörg hver dularfull og engar skýringar á þeim finnast ? 120 1974 Á skrá kennslanefndar yfir horfið fólk eru 120 manns sem horfið hafa frá árinu 1945 og aldrei fundist. Færeyingurinn Willy Peter­ sen hvarf árið 1974 en er ekki á skrá lögreglu þrátt fyrir rannsókn á sínum tíma. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is E in ástsælasta söguper-sóna Arnaldar Ind-riðasonar, Erlendur Sveinsson, er heilluð af mannshvörfum á sama hátt og svo margir Íslendingar, með blöndu af forvitni og samlíðan. Erlendur drekkur í sig allt um skipskaða, fjallgöngumenn sem aldrei koma aftur til byggða og fólk sem heldur sig mest í þéttbýli en hverfur sporlaust án nokkurra skýringa. Um allt Ísland eru sjálfskipaðir einkaspæjarar sem liggja á timarit. is og grúska í gömlum gögnum um menn sem horfið hafa sporlaust. Þeir leita Geirfinns og reyna að skilja örlög þeirra sem hvarf hans hafði áhrif á. Horfinnamannaskrá lögreglu Haldnar eru skrár yfir horfið fólk. Ein þeirra er hin formlega horf- innamannaskrá sem kennslanefnd heldur. Hún var nýlega gerð opin- ber, án þess þó að nöfn þeirra sem á henni eru séu birt. Fréttablaðið grennslaðist fyrir um tilurð þessarar skrár hjá Gylfa Gylfasyni, formanni kennslanefndar Ríkislögreglustjóra. Gylfi segist hafa fundið fyrir því að misskilnings gæti um tilgang skrárinnar. Til að kennsl verði borin á lík eða líkamsleifar sem finnast er afar mikilvægt að haldin sé fullkom- in skrá um horfna menn og upplýs- ingum haldið um þá á einum stað. „Skráin er hjá kennslanefnd af því að við höfum það hlutverk að bera kennsl á óþekkt lík og líkamsleifar sem finnast.“ Kennslanefnd starfar eftir reglu- gerð 350/2009, leiðbeiningum frá Interpol og starfslýsingu Ríkislög- reglustjóra. Í nefndinni sitja rann- sóknarlögreglumenn, tæknimenn lögreglu, þar á meðal sérfræðingur á líftæknisviði, réttarlæknir, réttar- tannlæknir og meinafræðingur. Nefndin er kölluð til þegar lík eða líkamsleifar finnast og þá fer mjög formlegt ferli í gang. Hún fer jafnvel á vettvang, er viðstödd krufningu og vinnur úr gögnum sem koma fram við rannsókn lögreglu og nefndar- innar. Nefndin kemur svo saman á fundi þar sem sérfræðingar gera grein fyrir niðurstöðum sínum. Þeir þurfa að komast að samhljóða niðurstöðu og þegar hún liggur fyrir er gefið út vottorð um að kennsl séu staðfest. Eitt þriggja aðalskil- yrða fyrir því að borin séu kennsl á látinn einstakling þarf að vera fyrir hendi. Það eru upplýsingar um tennur, fingraför eða erfðaefni (DNA). Viðbótarskilyrði geta verið læknisfræðilegar upplýsingar, upp- lýsingar úr tæknirannsókn og upp- lýsingar frá ættingjum. Hverjir fara á skrána? Það er hlutverk lögreglunnar að fara með rannsókn mannshvarfa. Leiði rannsókn í ljós að viðkomandi er horfinn og talinn látinn er kennsla- nefnd tilkynnt um hvarfið. Nefndin færi ítarlegar upplýsingar um við- komandi sem skráðar eru á sérstakt eyðublað sem byggir á stöðlum Inter pol. Lögregla aflar umræddra upp- lýsinga hjá ættingjum hins horfna. Eyðublaðið er margar blaðsíður og á það eru skráðar upplýsingar sem nýtast kennslanefnd við að bera kennsl á viðkomandi: nafn, fæðingar dagur, sérkenni eins og húðflúr, ör, gervilimir og upplýs- ingar um hver var læknir og tann- læknir viðkomandi. Í dag er líka tekið DNA-strok, helst hjá móður. Á listanum er fólk af ýmsum þjóð- ernum sem týnst hefur hér á landi. Tveir eru skráðir á listann sem hurfu erlendis; annar árið 2013 og hinn fyrr á þessu ári. Gylfi skýrir þetta þannig að í ríkjum sem hafa ekki trausta innviði, til dæmis þar sem stríð hafa geisað, sé ekki unnt að treysta því að haldið sé með fullnægjandi hætti utan um þessar upplýsingar. Því sé talið öruggara að Hvar er Willy Petersen? Bjarki Hólmgeir Hall, sem legið hefur yfir mannshvörfum um ára­ bil og heldur úti síðunni manns­ hvorf.is og er með bók um þau efni í smíðum, lagðist yfir lista kennslanefndar um leið og hann var birtur. Hann segist hissa á því að nokkuð mörg nöfn á hans lista séu ekki skráð hjá lögreglunni. „Ég skil ekki af hverju þeir eru ekki með Willy Petersen á sínum skrám, enda var það lögreglumál á sínum tíma.“ Willy Petersen hvarf snemma í september 1974. Vitað er að Willy hringdi í vin sinn um miðjan dag en símtalið slitnaði. Síðan hefur hvorki vinurinn né aðrir ætt­ ingjar heyrt frá Willy. Af gögnum Geirfinnsmálsins er þó ljóst að lögreglan hafði mál Willys til rannsóknar á þessum tíma því mappa um mál hans fylgdi málsgögnum Geirfinns­ máls en varð viðskila við þau síðar. Mun lögregla hafa spurt Sævar Ciesielski um Willy og nafn hans er einnig nefnt í yfirheyrslum yfir Kristjáni Viðari Júlíussyni og þess getið að Willy hafi horfið um svipað leiti og Geirfinnur og ekkert til hans spurst síðan. Aðspurður kannast Gylfi Gylfason hjá kennslanefnd ekki við nafn Willys og segir nafn hans ekki á skrám. Það kemur Bjarka mjög á óvart. Aðspurður segist Bjarki að sjálfsögðu upplýsa lögreglu um einstök tilfelli sem ekki eru á skrá hennar, leiti lögregla til hans með fyrirspurnir. ✿ 120 einstaklingar eru skráðir horfnir hér á landi, þar af hafa 64 horfið á sjó 1940 1 1 1 1 1 1 1 12 2 2 2 2 2 2 2 3 3 1 2 2 1 1 2 2 21 1 1 1 51 1 1 1 1 2 5 1970 2000 1950 1980 2010 2018 1960 1990 Horfnir á landi Horfnir á sjó 1 32 1 4 13 2 2 5 1 1 1 2 5 4 3 7 3 2 Fjöldi tilvika halda upplýsingum um viðkomandi í skrám hér á landi. Orsakir þeirra mannshvarfa sem skráð eru hjá kennslanefnd eru ýmsar; sjóslys, slæm veður og voveiflegir atburðir. Á listanum má til dæmis finna rúm- lega þrítugan karlmann sem týnd- ist í Keflavík árið 1974. Sama ár er skráður 18 ára piltur sem hvarf í Hafnarfirði. Þeir sem þekkja til geta þarna borið kennsl á Guðmund og Geirfinn Einarssyni. Þeir eru týndir samkvæmt horfinnamannaskrá, enda hafa lík þeirra aldrei fundist. Niðurstaða Hæstaréttar breytir því ekki. Þeir sem ekki eru á skránni Hin formlega horfinnamannaskrá kennslanefndar er hins vegar ekki eina skrá landsins um horfið fólk. Bjarki Hall, einn þeirra einkaspæj- ara sem fyrr var vísað til, heldur úti síðunni mannshvorf.is. Á lista Bjarka má finna nöfn sem ekki eru á horfinnamannaskrá. Fréttablaðið spurði Gylfa hvort hann hefði séð lista Bjarka og hverju þetta mis- ræmi gæti sætt. Gylfi segir málið flóknara en svo að safna megi saman öllum sem týnst hafa og setja saman lista. Sumir geti reynst á lífi í öðrum löndum, borin hafi verið kennsl á líkamsleifar annarra án þess endilega að greint hafi verið frá því opinberlega og einhverjir séu jafnvel skráðir í sambærilegar skrár erlendis sé talið að þeir hafi horfið þar. Kennslanefnd sé kunnugt um málin og hafi upplýsingar um hina erlendu skráningu. „Listinn sem birtur var nýverið er ekki endanlegur og verður hann uppfærður reglulega,“ segir Gylfi. Lögreglan taki enn við ábendingum frá fólki, eftir að listinn var birtur. Unnið sé að því að sannreyna þær og að viðkomandi einstaklingar séu í raun og veru týndir. Gylfi segir þetta geta verið mikla vinnu og tímafreka. Áratugagömul manns- hvörf eru erfiðust og þótt listinn byggi á eldri skrám lögreglu séu upplýsingar í mörgum tilvikum bæði gamlar og oft mjög ófull- komnar. Í sumum tilvikum hafi ef til vill aldrei verið formlega tilkynnt um mannshvarf og lögregla jafnvel bara skráð upplýsingar í dagbók sína. „Unnið hefur verið að því að færa eldri mál inn í nýja skrá og áfram er unnið í upplýsingaöflun í þeim tilgangi að bæta skrána.“ Gylfi segir að reglulega sé haft samband við lögreglu vegna lík- amsleifa eða beina sem talin eru af manni. Öll bein fari í rannsókn og oft komi í ljós að um dýrabein sé að ræða. Sé niðurstaðan eftir rannsókn að líkamsleifar séu af manni eru þær sendar í aldursgreiningu og séu þær ekki of gamlar, frá miðöldum til dæmis, geti nákvæm skráning í skrá Listinn sem birtur var nýverið í ársskýrsLu ríkisLögregLustjóra er ekki endanLegur og verður uppfærður regLuLega. Gylfi Gylfason, formaður kennslanefndar 8 . s e p t e M b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r34 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 8 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 1 1 2 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 C 4 -7 9 9 8 2 0 C 4 -7 8 5 C 2 0 C 4 -7 7 2 0 2 0 C 4 -7 5 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 7 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.