Fréttablaðið - 08.09.2018, Side 37

Fréttablaðið - 08.09.2018, Side 37
Mér finnst ég finna mikinn mun þegar ég tek ensímin því það er eins og það sé alltaf eitthvað sem meltingin er ekki alveg að þola. Anna Steinsen Anna Steinsen er ein af fjórum eigendum fyrirtækisins KVAN þar sem fjöldi fólks hefur sótt námskeið til þess að þroska sig í samskiptum og sam- vinnu við annað fólk. Áður vann Anna lengi vel sem þjálfari og fyrir- lesari hjá Dale Carnegie en vinnur nú í fullu starfi við fyrirtækið sitt og sinnir því ábyrgðarmikla hlutverki að vera fjögurra barna móðir og sjá um velferð þeirra ásamt eigin- manni sínum. Svefn og félagsleg samskipti Sýn Önnu á lífið og tilveruna er afar skýr og telur hún góðan svefn vera grunninn að góðri heilsu, bæði líkamlegrar og andlegrar. „Félagsleg samskipti við fólk koma strax í kjölfarið en rannsóknir hafa sýnt fram á að mikilvægi félags- legra samskipta vega þungt þegar kemur að heilsu manna og langlífi. Mataræði og hreyfing skipta líka gríðarlega miklu máli en ekkert af þessu verður í lagi ef svefninn er ekki í lagi. Ef þú ferð seint að sofa og borðar drasl, hefur það gífurleg áhrif á heilsuna. Bara með því að laga svefninn og fara fyrr að sofa þá ertu búin að bæta andlega heilsu töluvert sem auðveldar svo að fara í aðrar lífsstílsbreytingar. Það hjálpar lítið að ætla að borða bara hollt ef það vantar svefn.“ Stólajóga Anna tekur sér ýmislegt fyrir hend- ur og hún hefur m.a. lært kundalini jóga hjá Auði Bjarnadóttur. „Í dag er ég með jóga fyrir eldri borgara en það er stólajóga þar sem elstu þátt- takendur eru yfir 90 ára gamlir. Það er dansað í stólunum, tekin öndun og farið með möntrur en þetta er ótrúlega gefandi og skemmtilegt því þessi hópur er bæði þakklátur og ótrúlega skemmtilegur.“ Máttur matarins Anna hefur alltaf verið heilsuhraust. Fyrir u.þ.b. 10 árum kynntist hún konu sem hafði tekið mataræðið afar föstum tökum vegna ristilsjúk- dóms og náð að laga ýmislegt en dóttir Önnu þjáist af sama sjúk- dómi. „Það varð til þess að ég hellti mér út í þau fræði, fór að kynna mér þau og læra um mátt matarins. Ég prófaði mig áfram sjálf, tók út óhollustu, unna matvöru, sykur, glútein og mjólkurvörur og þegar ég var búin að hreinsa mig, prófaði ég að taka inn aftur þessar vörur og fann muninn. Þessi þekking og reynsla nýtist mér enn í dag og nú veit ég hvað ég þarf að forðast til að mér líði sem best. En það er aldrei neitt bannað því um leið og eitt- hvað má ekki, þá get ég ekki hætt að hugsa um það og ég held að það eigi við um ansi marga.“ Hvað varðar bætiefni þá tekur Anna daglega inn D-vítamín, magnesíum, ómega-3, B12 og svo Digest Gold meltingar- ensímin sem hún er afar hrifin af. „Mér finnst ég finna mikinn mun þegar ég tek ensímin því það er eins og það sé alltaf eitthvað sem meltingin er ekki alveg að þola, ég verð útþanin og fæ óþægindi sem ég losna algerlega við þegar ég tek þau inn með matnum.“ Finna okkar tilgang og hafa gaman Anna hefur ákveðið lífsmottó sem hún fylgir og má yfirfæra það í nokkur heilræði sem flestir ef ekki allir geta nýtt sér. l Fá nægan svefn og vera í félags- legum samskiptum við fólk. l Anda djúpt og fá ferskt loft. l Passa mataræðið og fá hreyfingu. Það er aldrei neitt bannað Hvað varðar bætiefni þá tek- ur Anna daglega inn D-vítamín, magnesíum, ómega-3, B12 og svo Digest Gold meltingar- ensímin sem hún er afar hrifin af. Digest Gold Enzymedica er fyrir fólk með fjölþætt meltingarvandamál. Heildræn nálgun er það sem þarf til að byggja upp og viðhalda góðri heilsu. Svefninn er mikilvægastur en mataræði og góð melting leika líka lykilhlutverk til að koma á jafnvægi. l Finna okkar tilgang og hafa gaman af lífinu. l Vera fylgin okkur sjálfum – þetta er okkar vegferð. l Melta betur og hraðar. Meltingarensím á bætiefna- formi geta dregið úr ýmiss konar óþægindum sem fylgja neyslu á ákveðnum matvælum og dregið úr einkennum fæðuóþols. Þau geta haft afar jákvæð áhrif á líkamsstarf- semina, aukið næringarupptöku og hjálpað þörmunum að ná eðlilegri virkni þannig að þeir virki betur en nokkru sinni fyrr. Meltingar- ensímin frá Enzymedica eru 100% náttúruleg og án allra aukaefna. Þau vinna á mismunandi pH-gildum og ná þannig að melta hvert orku- efni mun betur og hraðar. Digest Gold er sérstaklega gott fyrir fólk sem glímir við fjölþætt meltingar- vandamál og einnig þá sem þurfa stuðning við starfsemi gallblöðru. Digest Gold er jafnframt söluhæsta meltingarvaran í Bandaríkjunum. Sölustaðir: Apótek, heilsuhús og heilsuhillur verslana. Sogrör fyllt með vítamínkúlum sem leysast upp þegar drukkið er og tryggja að börnin fá bæði þau næringarefni sem eru þeim nauðsynleg sem og ríkulegt magn af vatni. Fyrir börn frá 3 ára aldri - án sykurs, glútens og laktósa Apple: C vítamín og sink Cherry: Magnesíum og B6 Raspberry: Kalk og D vítamín Orange: Fjölvítamín Forest fruit: Fjölvítamín vitasip - vítamínfyllt sogrör Breyttu vatnsglasi í heilsusamlegan, sykurlausan og bragðgóðan drykk. Nýtt! Fæst í flestum apótekum, Hagkaup, Nettó og Fjarðarkaup Vitasip 5x10 copy.pdf 1 28/08/2018 15:38 FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 L AU G A R DAG U R 8 . S e p t e m b e r 2 0 1 8 0 8 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 1 1 2 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 C 4 -9 C 2 8 2 0 C 4 -9 A E C 2 0 C 4 -9 9 B 0 2 0 C 4 -9 8 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 7 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.