Fréttablaðið - 08.09.2018, Síða 82

Fréttablaðið - 08.09.2018, Síða 82
Árið 1952 hóf nýtt dagblað göngu sína í borginni Ham-borg í Vestur-Þýska-landi. Það nefndist Bild Zeitung og varð skjótt víðlesnasta dagblað í landinu. Raunar er blaðið enn í dag það dag- blað í Evrópu sem selst í stærstu upplagi. Heiti þess, Mynd, vísaði til þess hversu ríkulega myndskreytt það var. Á meðan hefðbundnari dagblöð beittu ljósmyndum á frekar ómarkvissan hátt sem hálf- gerðu uppfyllingarefni innan um greinar og fréttir, var Bild með virka myndaritstjórn og á köflum virtist það fremur vera textinn sem hafður væri til uppfyllingar. Synd væri að segja að Bild hafi haft á sér gott orð. Það fékk óðar á sig „götublaðs“-stimpilinn, enda einkenndist það af upphrópunar- stíl og krassandi fyrirsögnum til að laða að sér kaupendur. Þýsk dag- blöð voru yfirleitt formföst og á vönduðu máli, en á síðum Bild mátti sjá bregða fyrir slangri, blótsyrðum og klúrum orðaleikjum. Ritstjórar hefðbundnu blaðanna sökuðu jafn- framt blaðamenn Bild um að „búa til fréttir“, með því að blása upp smámál í stað þess að halda sig við eldri hugmyndir um hvað ætti í raun erindi við almenning. Hvað sem hneykslun gömlu blaðamannanna leið, hafði Bild gríðarleg áhrif á þýska þjóð- félagsumræðu og blaðamarkaðinn, ekki bara í Vestur-Þýskalandi heldur um alla Vestur-Evrópu. Þau áhrif hlutu á endanum að berast til Íslands og þar kom við sögu kornungur útgefandi. Afskipti Hilmars A. Krist- jánssonar af blaða- og tíma- ritaútgáfu hófust þegar á táningsárum. Árið 1955 var hann nemandi í Verzlunar- skólanum, en jafnframt með flugdellu á háu stigi, stundaði svifflug og lét sig dreyma um stórafrek á sviði flugrekstrar. Hann setti á stofn tímaritið Flugmál, sem kom út næstu árin og naut talsverðra vin- sælda, enda flugheimurinn um þær mundir mikil deigla tækninýjunga og stórra fram- tíðardrauma. Ferskir vindar Eftir útskrift dvaldi Hilmar í Vestur-Þýskalandi um nokkurra mánaða skeið og kynntist þar blaðamark- aðnum. Þegar heim var komið, sneri hann sér að blaðadreifingu til hliðar við útgáfu Flugmála. Árið 1959 bauðst honum svo að kaupa Vikuna, hið gamalgróna tímarit, sem átti í talsverðum rekstrarvandræðum. Hinn nýi eig- andi blés í herlúðra og margfaldaði upplagið strax í sínu fyrsta tölublaði og allt seldist upp. Næstu misserin fjölgaði titlunum. Fyrirtækið hóf að gefa út tímaritið Úrval, sem byggð- ist á hinu kunna bandaríska riti Reader’s Digest og Landbúnaðar- blaðið, sem öðrum þræði var notað til að auka sölu á Vikunni í sveitum landsins. En þótt tímaritaútgáfan gengi vel, blundaði í útgefandanum unga draumurinn um að reyna fyrir sér á dagblaðamarkaðnum. Dagblaða- útgáfa hefur aldrei verið auðveld á Íslandi, en í byrjun sjöunda áratug- arins var hún sérstaklega óárennileg fyrir sjálfstæða aðila. Öll dagblöð voru tengd stjórnmálaflokkum með einum eða öðrum hætti. Flest voru hrein flokksmálgögn, sem treystu að miklu leyti á áskriftartekjur frá flokksmeðlimum og auglýsinga- tekjur frá aðilum sem voru mál- staðnum velviljaðir. Hilmar sá fyrir sér blað sem laust væri við flokkslínur. Það hlaut nafn- ið „Mynd“ og hafði einkennisorðin: „Óháð – Ofar flokkum!“ Nafnið var sótt til þýska stórblaðsins, en annað gilti um ritstjórnarstefnuna. Blaðamennskan skyldi vera í hæsta gæðaflokki og voru fengnir nokkrir kornungir og efnilegir blaðamenn. Ritstjóri var ráðinn Björn Jóhanns- son blaðamaður af Alþýðublaðinu, en hann varð síðar um áratuga skeið fréttastjóri og ritstjórnarfulltrúi á Morgunblaðinu. En þótt aðstandendur Myndar vildu ekki tileinka sér fréttastefnu Bild, gilti öðru máli um allt sem að útlitinu sneri. Myndanotkun skyldi vera í öndvegi og uppsetning blaðs- ins byggjast á vestur-þýsku fyrir- myndinni. Högni Torfason, sem ráð- inn var fréttastjóri, var til að mynda sendur til Hamborgar og fékk að kynna sér störfin á ritstjórnarskrif- stofum Bild. Íslensk dagblöð voru um þessar mundir almennt lítið fyrir augað. Þau reyndu að keppa hvert við annað í síðufjölda, sem þýddi að óhemjumiklum pappír og prentsvertu var sóað í pólitíska langhunda, myndanotkun var til- viljanakennd og umbrotið sömu- leiðis. Þannig var alvanalegt að seinni hluta greina og frétta væri holað niður á víð og dreif um blaðið þar sem finna mátti pláss. Stórt brot, betra útlit Dagblaðið Mynd nálgaðist málið á allt annan hátt. Það var prentað í stærra broti en hin blöðin, með átta dálka á síðu og hvert tölublað ekki nema fjórar síður. Fréttum var raðað hverri innan um aðrar og lítil tilraun gerð til efnisflokkunar. Þannig voru erlendar jafnt sem inn- lendar fréttir hlið við hlið, íþróttir, tíðindi af frægðarfólki, mynda- sögur og sjónvarpsdagskrá – öllu var slengt saman. Fréttirnar urðu að vera hnitmiðaðar og nánast undan- tekningarlaust myndskreyttar. Ekk- ert pláss var fyrir uppfyllingarefni á borð við afmælis- og dánartilkynn- ingar svo dæmi sé tekið. Á sama hátt setti blaðið sér skýrar reglur um hlutfall auglýsinga: það mætti ekki fara yfir 25%. Útgáfa nýs dagblaðs þótti vita- skuld stórtíðindi í íslensku sam- félagi þegar fyrsta tölublaðið kom út í ágúst 1962. Um 25 þúsund ein- tök seldust fyrsta daginn. Sú sala var að langmestu leyti á höfuðborgar- svæðinu, enda var dreifikerfið úti á landi veikburða og ekki um neina áskrifendur að ræða. Aðstandend- um gömlu blaðanna virtist brugðið og lítt gefið um þessa nýju sam- keppni. Meðal nýjunga sem dagblaðið Mynd kynnti til sögunnar, var að merkja fréttir almennt með upp- hafsstöfum blaðamanns. Það hafði ekki tíðkast í blaðaútgáfu, en fljót- lega tóku gömlu blöðin upp þennan sið. Fyrirsagnir þótti fjörlegri og meira grípandi í nýja blaðinu en þeim eldri, sem áttu eftir að fylgja í kjölfarið. Áhrifin á myndanotkun og umbrot voru sömuleiðis augljós. En ævintýrið reyndist skammlíft. Einungis 28 blöð komu út af dag- blaðinu Mynd og sagðist ritstjóri Mánudagsblaðsins hafa heimildir fyrir því að síðasta tölublaðið hafi einungis komið út í 7 þúsund ein- tökum eða innan við fjórðungi þess sem byrjað var með. Kjaradeilur og ólánspressa Ýmsir samverkandi þættir ollu því að tilraunin varð jafn enda- slepp og raun bar vitni. Í fyrsta lagi hefur sumarið alltaf verið erfiður tími í blaðaútgáfu á Íslandi og því hæpið að hrinda nýju blaði af stokkunum í ágúst- mánuði. Í öðru lagi hófst útgáfan í skugga yfirvofandi prentara- verkfalls, sem átti eftir að raska allri blaða- útgáfu um nokkurt skeið. Þótt verkfallið yrði ekki langvinnt, þá truflaði það upptaktinn sem nauðsynlegur var fyrir nýtt blað sem ætl- aði sér að vinna nýjan lesendahóp. A ð s t a n d e n d u r Myndar töldu einnig að bolabrögð keppi- nauta hefðu haft sitt að segja um niður stöðuna. Þannig hafi útvarpsráð skyndilega tekið upp á því að breyta reglum um auglýsingar dag- blaða nánast um leið og útgáfa blaðsins hófst. Það gæti varla verið tilviljun, enda útvarpsráð pólitískt skipað og margir fulltrú- ar þess nátengdir flokks- blöðunum. Tæknivandamál urðu hins vegar útgáfunni erfiðust. Keypt hafði verið ævagömul blaðapressa sem reyndist til sífelldra vandræða og ekki bætti úr sök þegar eini maður- inn sem kunni í raun á gripinn lenti inn á spítala. Dyntirnir í pressunni gerðu það að verkum að stór hluti upplagsins var útklíndur af prentsvertu, sem gerði bæði blaðið ólæsilegra og lesendur svarta á fingrunum. Verra var þó að ómögulegt var að segja til um útgáfutímann. Þegar vel lá á pressunni var hægt að koma blaðinu út fljótlega upp úr hádegi en aðra daga var það ekki tilbúið fyrr en um kvöldmat. Þessi hringlanda- háttur bitnaði vitaskuld á sölunni og gerði það líka að verkum að erfitt var að halda í blaðasölubörn, sem þó voru lífæð blaðsins. Í viðtölum hafa gamlir blaðamenn Myndar og Hilmar sjálfur allir nefnt prentunar- vandræðin sem meginskýringuna á falli blaðsins. En ef til vill voru ástæðurnar flóknari. Þegar Mynd hætti að koma út birtu hin dagblöðin kurteislegar kveðjugreinar um fallinn félaga. Í Þjóðviljanum velti Magnús Torfi Ólafsson fyrir sér ástæðum þess hvers vegna svo illa fór. Hann tiltók tæknivandamál og prentaraverkfall – en benti líka á að landsmönnum hefði þótt hið stóra brot óþægilegt og örstuttu fréttirnar full efnisrýrar, þar sem lesa mætti um sömu mál í öllum hinum blöðunum. Aðalástæðuna taldi Magnús Torfi þó vera þá að blaðið hefði í raun haft mjög lítið að segja. Það væri ekki nóg fyrir blað að kalla sig óháð og ofar stjórnmálaflokkum, það yrði að taka sína óháðu afstöðu til manna og málefna sem efst væru á baugi á hverjum tíma. Þetta hafi Mynd alltof oft látið undir höfuð leggjast. Almenningur hafi keypt það í byrjun af forvitni, en síðan misst áhugann þegar í ljós kom að blaðið var að mestu laust við sjónar- mið eða afstöðu í nokkrum hlut. Að mörgu leyti má taka undir greiningu Magnúsar Torfa. Hrað- lestur í gegnum tölublöðin 28 sem út komu af Mynd skilur ekki eftir sig skýra mynd af boðskap eða mark- miði. Helsta róttæknin fólst í því að birta dagskrá Kanasjónvarpsins, sem önnur dagblöð þorðu ekki að prenta – auk þess sem ritstjórninni var augljóslega mjög uppsigað við áfengislöggjöfina og þess fullviss að reykvískir bareigendur hlunnfæru viðskiptavini sína með fölskum sjússamælum! Það var þó kannski ekki með öllu óvænt lína frá rit- stjórn einvörðungu skipaðri ungum blaðamönnum … KOMDU Í – dásamleg deild samfélagsins OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17 K V IK A Svipmynd frá sjöunda áratugnum Saga til næsta bæjar Stefán Pálsson skrifar um metnaðarfulla blaðaútgáfu. … Stór hluti uPPlagSinS var útklíndur af PrentSvertu. 8 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r38 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 8 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 1 1 2 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 C 4 -3 4 7 8 2 0 C 4 -3 3 3 C 2 0 C 4 -3 2 0 0 2 0 C 4 -3 0 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 1 2 s _ 7 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.