Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.09.2018, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 08.09.2018, Qupperneq 84
Ég er komin í borgina og með annan fótinn út úr henni aftur,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræð-ingur sem er sextug í dag. „Við hjónin fluttum búferl- um frá Ísafirði í fyrrahaust en nú var maðurinn minn að ráða sig sem kennara við Menntaskólann á Laugarvatni. Ég er bara í sjálfstæðum verkefnum sem rit- höfundur og fræðimaður og get unnið hvar sem er.“ Ólína er dóttir Þorvarðar Kjerúlf Þor- steinssonar og Magdalenu Thoroddsen. Hún kveðst hafa slitið barnsskónum í Reykjavík og gengið í Hlíðaskóla. „Ég flutti á Ísafjörð fjórtán ára þegar pabbi var ráðinn þar sýslumaður. Svo gekk ég í Menntaskólann á Ísafirði og kynntist þar manninum mínum. Við vorum einn vetur á Húsavík eftir stúdentspróf, kenndum þar einn vetur og fórum svo í háskólanám til Reykjavíkur. Fluttum vestur aftur 2001 þegar ég var ráðin skólameistari Mennta- skólans á Ísafirði. Svo varð ég alþingis- maður 2009. Eftir að þingmennskunni lauk fluttum við suður. Þetta hefur verið svona kaflaskipt hjá okkur.“ Eiginmaður Ólínu er Sigurður Péturs- son sagnfræðingur og á Laugarvatni ætlar hann að kenna sögu og félagsgrein- ar, að sögn Ólínu. Sjálf er hún að skoða elstu heimildir um íslenskar lækningar og vonar að niðurstöður rannsóknar hennar líti dagsins ljós, í formi bókar, innan tíðar. En hver eru helstu áhuga- málin fyrir utan fræðin? „Útivist, hundar og hestar. Ég og björg- unarhundurinn minn hann Skutull höfum verið leitarteymi á útkallslista Landsbjargar í fjöldamörg ár. Eigum að baki eitthvað á fimmta tug útkalla og mörg hundruð æfinga. Eftir að ég hætti í hestamennskunni fór ég í hundana, eins og ég orða það stundum. Svo er tónlistin mikill gleðigjafi í mínu lífi og ég syng í kvennakórnum Cantabile sem Margrét Pálmadóttir stjórnar. Ætlarðu að halda upp á afmælið? „Já, ég held upp á það á föstudagskvöldið með nánum vinum og samstarfsfólki, svo það teiti verður afstaðið þegar þetta viðtal birtist. En ég ætla á tónleika að kvöldi afmælisdagsins (í kvöld) með eiginmanninum. Við ætlum að hlusta á Helga Björns, skólabróður okkar, eins og fleiri Ísfirðingar sem munu fjölmenna þangað. Auk þess verður sennilega lítið kökuboð fyrir barnabörnin um helgina, svo þau fái líka afmælisveislu með ömmu sinni.“ gun@frettabladid.is Ólína fagnar nýjum áratug á Suðurlandi Útivist, hundar og hestar eru helstu áhugamál Ólínu sem er á útkallslista hjá Landsbjörg. FréttabLaðið/Sigtryggur ari Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Theodór Jóhannesson lést á hjúkrunarheimilinu Mörk mánudaginn 3. september. Útförin fer fram í kyrrþey. Björn Theodórsson Valgerður Kristjónsdóttir Helga Theodórsdóttir Örn Friðrik Clausen barnabörn og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Unnsteinn Þorsteinsson Miðleiti 3, lést föstudaginn 31. ágúst á Landspítalanum í Fossvogi. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 13. september kl. 15.00. Rut Árnadóttir Þorsteinn Unnsteinsson Árni S. Unnsteinsson Anna Guðmundsdóttir Sigurlaug K. Unnsteinsdóttir Þorsteinn J.J. Brynjólfsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Sigurðar Karls Leóssonar Sérstakar þakkir fyrir góða umönnun fá læknarnir Friðbjörn Sigurðsson, Nicholas Cariglia og hjúkrunarfræðingar Heimahlynningar á Akureyri. Hólmfríður Guðmundsdóttir Lára Ósk Sigurðardóttir Jóhannes H. Ásbjarnarson Ingunn Karen Sigurðardóttir Jóhann Sigurðsson Bryndís Gunnarsdóttir Bjarni Jónsson Guðmundur Viðar Gunnarsson Margrét Svanlaugsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Katrín Stella Briem Mörkinni, Suðurlandsbraut 58, áður Laugarásvegi 54, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 27. ágúst sl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 14. september klukkan 15.00. Friðrik Á. Guðmundsson Rúna Hauksdóttir Hvannberg Pétur Alan Guðmundsson Snorri Örn Guðmundsson Lisa Knutsson Rúna Friðriksdóttir Mattia Pozzi Katrín Stella Briem Friðriksdóttir Maja Snorradóttir Arna Snorradóttir Leo Guðmundur Leif Snorrason Kærar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýju og samhug við andlát og jarðarför Hiltrudar Hildar Guðmundsdóttur sem jarðsett var á Akranesi þriðjudaginn 4. september síðastliðinn. Guðmundur Guðmundsson börn, tengdabörn og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar og amma, Kristjana Jóna Brynjólfsdóttir frá Broddadalsá, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík 1. september. Útför hennar fer fram frá Hólmavíkurkirkju 13. september kl. 14. Brynja Guðbjörg Valgeirsdóttir Sæmundur Gunnarsson Guðrún Gígja Karlsdóttir Hafdís Gunnarsdóttir Hjörtur Númason Brynjólfur Gunnarsson Fanney Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Kransar, krossar og kistuskreytingar Blóm í miklu úrvali Vefverslun: Bjarkarblom.is Ólína Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur og fyrrver- andi þingmaður, er sextug í dag. Hún hefur flakkað milli Reykjavíkur og Ísa- fjarðar. Nú hefur hún upp- götvað Suðurlandið. Ég er í sjálfstæðum verk- efnum sem rithöfundur og fræðimaður og get unnið hvar sem er. 8 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r40 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót 0 8 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 1 1 2 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 C 4 -4 8 3 8 2 0 C 4 -4 6 F C 2 0 C 4 -4 5 C 0 2 0 C 4 -4 4 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 1 2 s _ 7 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.