Fréttablaðið - 08.09.2018, Page 96
Keflavíkurflugvelli, 29. ágúst 2018.
F.h. Skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar
Sveinn Valdimarsson, skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar.
A U G LÝ S I N G U M T I L L Ö G U A Ð B R E Y T T U
D E I L I S K I P U L A G I Á K E F L A V Í K U R F L U G V E L L I
O G B R E Y T I N G U Á A Ð A L S K I P U L A G I
K E F L A V Í K U R F L U G V A L L A R .
Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar auglýsir hér með í samræmi við 1. mgr. 41. greinar
skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi á flugþjónustusvæði Keflavíkur-
flugvallar. „Vestursvæði - Flugstöðvarsvæði “.
Deiliskipulagssvæðið er um 250 ha og afmarkast til suðurs og vesturs af flugbrauta-
kerfi flugvallarins, til norðurs af opnu svæði og til austurs af opnu svæði
og deiliskipulagsmörkum NA-svæðis. Deiliskipulagssvæðið nær yfir flugstöð Leifs
Eiríkssonar og þjónustusvæði umhverfis flugstöðina. Deiliskipulagið byggir á aðal-
skipulagi Keflavíkurflugvallar 2013–2030 ásamt breytingu á því sem kynnt er samhliða
deiliskipulagsbreytingunni.
Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingu
á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2013–2030.
Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar hefur samþykkt að gera breytingu á aðalskipulagi
Keflavíkurflugvallar 2013–2030 þannig að byggingarheimildir á svæði FLE2 verða auknar
úr 65.000 m2 í 190.000 m2.
Deiliskipulagstillaga þessi og breytingartillaga að aðalskipulagi verða til sýnis á skrifstofu
skipulagsfulltrúa Keflavíkurflugvallar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á heimasíðu
Keflavíkurflugvallar https://www.isavia.is/skipulag-i-kynningu frá og með 6. september
2018. Einnig verður aðalskipulagstillagan til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b
í Reykjavík.
Kynningarfundur vegna breytinga verður haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3, Sandgerði
fimmtudaginn 4. október kl. 16.30.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við
tillögurnar. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 23. október 2018. Skila skal
skriflegum athugasemdum til: Skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar, Flugstöð Leifs
Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli eða sveinn.valdimarsson@isavia.is.
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Laugardagur
hvar@frettabladid.is
8. september 2018
Tónlist
Hvað? Matador bash á Prikinu
Hvenær? 22.00
Hvar? Prikið, Bankastræti
Rapparinn Birnir kemur fram á
Prikinu laugardaginn 8. septem-
ber. Tilefnið er fagnaður vegna
fyrstu útgáfu hans, plötunnar
Matador, nú á dögunum. Ásamt
öðrum gestum er það Young Naz-
areth sem verður á spilurunum og
Birni til halds og trausts frá 22.00
til miðnættis.
Hvað? Helgi Björns | Ammæli í Höll-
inni
Hvenær? 20.00
Hvar? Laugardalshöll
Helgi Björns varð 60 ára þann 10.
júlí og af því tilefni blæs hann til
glæsilegra stórtónleika í Laugar-
dalshöllinni laugardaginn 8. sept-
ember. Sérstakir gestir: Emmsjé
Gauti, Högni og Ragga Gísla.
Helgi fer yfir allan ferilinn dyggi-
lega studdur af húsbandi skipuðu
færustu hljóðfæraleikurum lands-
ins og ekkert verður til sparað í
umgjörðinni til að tónleikarnir
verði sem eftirminnilegastir.
Hvað? Skítamórall á Spot
Hvenær? 23.55
Hvar? Spot, Bæjarlind
Skímó skella eftir gott langt sumar-
frí í trylliskemmtibombu á Spot
laugardaginn 8. september. Einn
allra síðasti séns að sjá bandið í
Reykjavík þetta árið þannig það er
eins gott að bursta tönnina, setja
smjör í hárið og trekkja upp góða
skapið.
Hvað? Invincible a Glorious Tribute to
Michael Jackson
Hvenær? 20.00
Hvar? Harpa
Michael Jackson, „konungur
poppsins“ og einn vinsælasti
skemmtikraftur allra tíma, hefði
orðið 60 ára þann 29. ágúst á
þessu ári hefði hann lifað. Af því
tilefni verður tónleikasýningin:
Invincible: A Glorious Tribute to
Michael Jackson sett upp í Eld-
borgarsal Hörpu laugardaginn 8.
september.
Hvað? Banco De Gaia – Extreme Chill
Festival 2018
Hvenær? 20.30
Hvar? Húrra, Tryggvagötu
Extreme Chill Festival er í blúss-
andi gangi um þessar mundir og
eru það Banco De Gaia og margir
fleiri sem sjá um öfgakenndu
afslöppunina í kvöld á skemmti-
staðnum Húrra.
Hvað? Marcin Wasilewski Trio –
Reykjavik Jazz Festival
Hvenær? 21.30
Hvar? Grand hótel, Sigtúni
Eitt áhugaverðasta djasstríó Evr-
ópu leikur á Jazzhátíð Reykjavíkur
8. september kl. 21.30 og fagnar
um leið nýjum live disk á ECM.
Sýningar
Hvað? Tryggvi Ólafsson – grafíkverk
á Mokka
Hvenær? 08.00
Hvar? Kaffi Mokka, Skólavörðustíg
Tryggvi Ólafsson sýnir grafíkverk á
Mokka frá 24. ágúst til 3. október.
Þetta er fimmta einkasýning
Tryggva á Mokka á einum 40 árum.
Verkin sem hann sýnir nú eru
offset-litógrafíur og öll unnin hér
á landi á síðustu fjórum til fimm
árum.
Hvað? Ólöf Nordal: Tilraun um torf
Hvenær? 12.00
Hvar? Ráðagerði, Seltjarnarnesi
„Tilraun um torf“ er skúlptúr-
innsetning Ólafar Nordal í kjallara
hússins Ráðagerðis vestast á Sel-
tjarnarnesi. Verkefnið er hluti af
samsýningunni Earth Homing:
Reinventing Turf Houses sem
stendur yfir á Seltjarnarnesi
8. ágúst til 9. september 2018
og er í sýningarstjórn Annabelle
von Girsewald.
Kynntu þér Opel og bókaðu
reynsluakstur á grandland.opel.is
Sýningarsalir
Krókháls 9, Reykjavík, 590 2000
Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ, 420 3330
Opnunartímar
Virka daga 9–18
Laugardaga 12–16
Opel Crossland X
Verð frá: 3.090.000 kr.
Tilboðsverð frá: 2.890.000 kr.
Aðeins örfá eintök eftir
á þessu frábæra tilboði!
Nýr Grandland X fullkomnar flokk
sportjepplinga frá Opel.
Hver þeirra þriggja hentar þér best?
Opel Grandland X
Verð frá: 3.990.000 kr.
Tilboðsverð frá: 3.790.000 kr.
UPPSELDUR!
Ný sending væntanleg
Opel Mokka X
Verð frá: 4.990.000 kr.
Tilboðsverð: 4.490.000 kr.
Reynsluaktu Opel og þú
gætir unnið Opel Karl
til afnota í heilt ár.
Skítamórall tryllir lýðinn á Spot.
8 . S e p T e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r52 m e n n i n G ∙ F r É T T A b L A ð i ð
0
8
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:2
9
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
C
4
-2
F
8
8
2
0
C
4
-2
E
4
C
2
0
C
4
-2
D
1
0
2
0
C
4
-2
B
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
1
1
2
s
_
7
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K