Verslunartíðindi - 01.02.1925, Blaðsíða 18

Verslunartíðindi - 01.02.1925, Blaðsíða 18
28 VERSLUNARTlÐINDI margt til að hjer sje að ræða um alvar- lega samkepni á milli fisk- og kjötmark- aðanna. Spanskt fiskiveiðafjelag. í spanska blaðínu *Diario del Comer- cio«, sem gefið er út í Barcelona, er þess getið, að bráðlega muni verða myndað spanskt fiskiveiðahlutafjelag með 6 milj. peseta stofnfje og er áformað að stunda þorskveiðar við Newfoundland og Island. Fjelagið á að heita »Compania de Indu- strias del Mar«. Telur blaðið þörf á fleiri slíkum fjelögum, þar sem saltfiskinnflutn- ingur til Spánar er orðinn yfir 120 milj. peseta virði. Saltfisksinnflutningur til Spánar hefur verið þessi undanfarin ár: kg. Pesetas 1918 .... 28.762.642 21.859.608 1919 .... 44 979.401 34.184.345 1920 .... 55.245.321 41.986.444 1921 .... 59.942.909 106.038.949 1922 .... 54.098.814 95.754.901 1923 .... . 62.201.869 122.489.308 Mest af þessum fiski er frá Bretlandi, Noregi, Danmörku og íslandi; t. d. kom frá Bretlandi árið 1921 um 18 þús, tonn, frá Noregi 11 þús. og 500 tonn og frá Danmörku og íslandi um 19 þús. tonn. Þessar lágu tölur á árinu 1918—20 eru auðvitað afleiðing stríðsáranna. Saltfisksinnflutningur í Marokko. Árið 1922 er síðasta árið, er fullkomnar skýrslur hafa fengist frá Marokko, en það ár var flutt þangað 615 tonn af saltfiski, er nam hjer um bil l1/* miljón franka. Af þessum fiski fóru 348 tonn til spanska hlut- ans, um 180 tonn til frönsku hjeraðanna, og um 87 tonn til Tanger. Um 60% fiskinum var frá Englandi, 25 % frá Frakk- landi, um 8 % frá Spáni og um 6 % frá Portúgal. Enskir fiskútflytjendur selja talsvert af is- lenskum- og færeyiskum fiski, og því eng- in efi á að það sem Englandi er talið hjer að ofan er of mikið, og ætti nokkur hluti þess að teljast til íslands og Færeyja. Aðallega eru það Evrópumenn, sem neyta saltfiskjar þar suður frá, þó aðallega af lat- neska kynflokknum. Þarlendir Gyðingar neyta og nokkurs, en Arabar og Berbar sama og ekkert. Innflutningstollurinn er 12Va %, reikn- aður eftir cif verði. Hljóöfæri á sýningunni í Leipzig. Hia heimsfræga sönglistaborg, Leipzig, virðist vera næsta vel til þess fallin, að vera markaðs- miðstöð fyrir hljóðfæri og nótnagjörð. Á vor- sýningunni f Leipzig 1924, sýndu 274 stór verslun- arhús hljóðfæri á sjersýningunni fyrir þau, og þar á meðal má einkum nefná hiuar stóru heims- kunnu forte-piano verksmiðjur í Lei'pzig og öðrum þýskum borgum, og jafn framt hinar heimsfrægu hljóðfæraverksmiSjur í Rhingenthal og Markneu- kirchen. Nótnaútgáfan 1 Leipzlg skipaðl sæti sitt að maklegleikum á sjersýningunni fyrir bóka- og leturgjörö. Sýningin er aöallega haldin í sjer- stakri sýningarhöll (Musikmesshaus), en þó jafn- framt í mörgum öðrum sýnlngarhöllum. Það sem einkum eykur á gildl sýningar þessarar er það, að auk hinna eiginlegu hljóðfæra eru hjer elnnig vjelgeng hljóðfæri (sjálfspilandi hljóðfæri, piano og grammófónar, knúð af rafmagni o. s. frv.) af öllu tagi og vlð hæfi allra landa og lýða.

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.