Verslunartíðindi - 01.05.1927, Blaðsíða 3
[ VERSLUNARTIÐINDI
= MÁNAÐARRIT, GEFIÐ ÚT AF VERSLUNARRÁÐI ÍSLANDS
Verslunartíðindi koma út einu sinni i mánuði, venjul. 12 blaðsíður.
Árgangurinn kostar kr. 4.50. — Ritstjórn og afgreiðsla:
Skrifstofa Verslunarráðs íslands, Eimskipafjelagshúsinu.
Talsími 694. Pósthólf 514. — Prentstaður: ísafoldarprentsmiðja h.f.
al
\r.
10. ár
Maí—júní 1927
5.-6. tbl.
Alþíngí Í927.
pinglausnir voru fimtudaginn 19. maí.
Hafði Alþingi þá staðið 100 daga og er
það í annað sinn að þing hefur staðið
svo lengi.
Mörg mál lágu að vanda fyrir þing-
inu, sum harla mikilsverð, t. d. lög um
Landsbanka íslands, sem nú voru loks
afgreidd eftir mikið þref, utan þings og
innan. Verður rakið efni þeirra laga sjer-
staklega hjer í blaðinu.
Fjárlögin fyrir 1928 voru afgreidd
tekjuhallalítið. Útgjöldin eru áætluð kr.
10453877,97 en tekjurnar kr. 10451-
600,00. petta er að vísu nokkur lækk-
un frá fjárhagsáætlun yfirstandandi árs,
en mörgum ægir útgjaldabyrðin og ef-
ast um, að landsmenn fái risið undir á-
lögunum. Framleiðsluvörur þeirra hríð-
falla í verði, en framleiðslukostnaður
nálega óbreyttur.
Breyting á stjórnarskránni. Veiga-
mestu breytingarnar eru þessar: Reglu-
legt Alþingi kemur saman annaðhvort
ár og fjárhagstímabilið verður 2 ár.
Aldurstakmarkið til kosningarrjettar og
kjörgengis við landskjör verður 30 ár í
stað 35 ár, eins og nú er. Kjörtímabil
landskjörinna þingmanna verður 4 ár.
Pingrof nær til landskjörinna þingmanna
á sama hátt og hinna hjeraðskjörnu.
Kosning landskjörinna þingmanna fer
fram á sama tíma og almennar kosn-
ingar. Allir frambjóðendur á landskjörs-
lista, nema þeir, sem kosningu ná, koma
til greina sem varamenn. Varamenn
skulu vera á sama hátt fyrir Reykjavík.
ping hefir verið rofið og ákveðið, að
almennar kosningar fari fram 9. júlí
næstkomandi.
Fossaf jelagið „Titan“. pingið af-
greiddi heimildarlög til handa atvinnu-
málaráðherra til þess að veita fjelaginu
,,Titan“ sjerleyfi til járnbrautarlagning-
ar milli Reykjavíkur og pjórsár, og til
þess að virkja Urriðafoss. Mikið var
rætt um þessa sjerleyfisbeiðni ,,Titans“
og voru skoðanir ærið skiftar. Munu
sumir þingmenn mjög hafa dregið í efa,
að fjelagið geti útvegað nægilegt fje til
byggingar járnbrautarinnar og orku-
vers, en á hinn bóginn eigi viljað synja
um leyfið vegna vonar um heppilega
lausn járnbrautar austur á þessum
grundvelli. Ákveðið er, að ríkissjóður
leggi fram, eftir nánari skilyrðum, %
kostnaðai' við lagningu brautarinnar, þó
eigi meira en 2 milj. króna. Ráðherra
ákveður öll flutningsgjöld og getur rík-
ið hvenær sem er á sjerleyfistímanum
tekið við járnbrautinni eftir mati.
Bygging brautarinnar skal hafin eigi