Verslunartíðindi - 01.05.1927, Blaðsíða 10
56
VERSLUNAHTÍÐINDÍ
1923 1924 1925 1926
Til Lissabon: ca. 11.994 ca. 12.241 ca. 13,357 ca. 15.509
— Porto : — 23.960 — 212.78________— 23.479________— 29.451
Samtals ca. 35.957 ca. 33.519 ca. 36.836 ca. 44.960
Innflutningurinn skiftist þannig á framleiðslulöndin, talið í smálestum:
Lisssabon Porto Samtals
1925- 4926 1925- -1926 1925- -1926
Norskur íiskur. 9.224 14.200 6.364 6.331 15.558 20.531
.slcnskur — 1.529 586 730 178 2.259 764
Nýfundnalands — . 1.330 19 12.508 17.294 13.838 17.313
Skotskur — . 1.095 352 424 162 1.519 514
Þýskur — . 83 263 2.414 1.596 2.497 1.859
Ósundurliðað .... 3.625 3.625
13.357 15.509 23.479 29.451 36.836 44.960
Tafla þessi sýnir, að fiskinnflutningur
til Portúgals hefir aukist um rúmar 8000
smál., úr 36836 smál. 1925 í 44960 smál.
1926. Árið 1922 nam innflutningurinn
aðeins 22219 smál. og er innflutningur-
inn 1926 því meir en helmingi meiri. Að
venju hefir 14 af innflutningnum farið
til Lissabon, en % til Porto.
Innflutningur á norskum og nýfundna-
landsfiski hefir aukist stórkostlega, en
innflutningi á íslenskum, skoskum, frönsk
um, og þýskum fiski hrakað stórum.
Þenna aukna innflutning má vafalaust
þakka því, að verðið hefir verið lágt. Það
er ánægjulegt að sjá það, að bein afleið-
ing þess er sú, að fiskur er nú orðinn
þjóðrjettur, þó er hans mest neytt af al-
þýðu manna. Fiskurinn er hjer í landi
matreiddur með olivenolíu, sem hefir
hækkað mjög í verði vegna uppskeru-
brests. Má vera að þetta verði til þess að
draga úr neyslunni. Því ríður á að kaupa
ekki fiskinn of dýrt á næstu vertíð í
Noregi, því það mundi hafa þau áhrif á
neysluna hjer og minka umsetninguna.
Neyslan hjer í Lissabon hefir venju-
lega verið kringum 500 smál. á hálfum
mánuði. í ársbyrjun 1926 voru farmar
sendir hingað í umboðssölu til mikils
baga fyrir hina reglulegu innflytjendur,
sem kaupa í fastan reikning. Þess hefir
oft verið getið í skýrslum sendisveitar-
innar síðari hluta ársins, að umboðssölu
fiskur hafi verið séndur frá Porto til
Lissabon og orsakað ókyrð á markaðnum,
en eins og kunnugt er, er ekki bannað að
gera samning um umboðssöiu á fiski í
Porto.
Sendisveitin leyfir sér enn einu sinni,
að vara alvarlega við því að senda nr. 1
og 2 af Lófót og Sunnmærafiski í um-
boðssölu til Porto, heldur aðeins lakari
tegundir, sem meira er neitt norður frá
og ekki eins hætt við að verði sendar
hingað suður til Lissabon.
Það, að portugalska gengið hefir verið
stöðugt á árinu, á vafalaust sinn þátt í
því, að innflutningurinn hefir verið mik-
ill. Aftur á móti hefir hækkun norsku
krónunnar líklega dregið eitthvað úr inn-
flutningnum, einkum að útflytjendur
komu sjer saman um verð og fyrirkomu-
lag á umboðssölu.
í fyrri skýrslum hefir verið drepið á
það, að norskir útflytjendur gangi fram
hjá hinum portugölsku innflytjendum og
selji beint til smákaupmanna. Þetta átti
sjer stað á árinu 1926. Æskilegt væri að
þessi verslunaraðferð legðist niður, því
hún hefir alt annað en góð áhrif á hinn
reglulega innflutning.
Útlit er ekki slæmt á þessu ári, ef lága