Verslunartíðindi - 01.05.1927, Blaðsíða 13

Verslunartíðindi - 01.05.1927, Blaðsíða 13
5Ó VERSLUNARTÍÐINDI 31. des. 1926 með 38.12 milj. kr., og er l>að meira en undanfarið, þrátt fyrir þó krónan hafi hækkað og reksturstekj ur hafi minkað. Marga örðugleika hefur fjelagið haft við að stríða, og viðskiftaáhættan ekki lítil. Má þar t. m. minnast á einkaleyfin. Ríkin hafa nú meir en áður vakandi auga á því, að erlend fjelög græði sem minst á viðskiftunum, og herða á skilmálunum þegar leyfin eru endurnýjuð. St. norræna fjelagið starfar mikið í Rússlandi, Síberíu og Kína, og eru þau viðskifti alláhættusöm um þessar mund- ir. Er þess getið í skýrslunni, að fjelag- ið búist við ennþá meiri erfiðleikum í Kína en síðastl. ár, og hvað Rússland snertir, má búast við, að viðskiftin verði ekki ábatavænleg, þar sem stöðugt er krafist meiri og meiri skatta af atvinnu- vegum af hálfu ]>ess opinbera. Smjör,- eggja ogfleskútflutningur frá Svíþjóð. Smjörútflutningurinn í Svíþjóð var 15,2 milj. kg. árið 1926, en ekki nema 9,22 milj. kg. árið 1925. Smjörverslunin er samt talin að hafa gengið heldur ver en í meðallagi síðastl. ár, og er það talið stafa að nokkru af því, að ekki hafi verið nógu góð regla með sendingarnar og tals- verður gæðamunur á vörunni; ennfrem- ur að útflutningurinn hafi verið á of margra höndum og eftirlitið því ekki nægilegt. I ársbyrjun 1926 voru miklar smjör- birgðir í Englandi og viðskiftin því dræm. Þetta lagaðist ]>ó aftur, þegar kom fram í febrúar, er innflutningurinn frá ensku nýlendunum minkaði. Útflutningur frá ýmsum Evrópulöndum fór þá að auk- ast. Smjörútflutningurinn frá Svíþjóð tvöfaldaðist fyrra árshelminginn og sömu- leiðis Letlands fyrstu fjóra mánuði ársins. Estland jók útflutninginn um 60% og Finnland um 25%. Frá Danmörku og Hollandi jókst útflutningurinn einnig mikið. Enska kolaverkfallið breytti ]>essu aftur, og var verðið töluvert, lægra í nóvembermánuði, en ]>að var 1925. í des- ember hækkaði verðið aftur og var svip- að og í desember 1925. Meðalverð var á sænsku smjöri kr. 2.77 pr. kg. 1926, en kr. 3.19 1925. Eggjaútflutningur frá Svíþjóð var 12,8 milj. stk. 1925, en 1926 30,5 milj. stk. Árið 1925 var fleskverðið hátt, og mun það hafa ýtt undir framleiðendur að auka framleiðsluna. 1926 var fleskútflutning- urinn 13,9 milj. kg., en 1925 7,6 milj. kg. Af lifandi svínum voru flutt út 21618 tals. 1926, ]>essi útflutningur var aðallega til Danmerkur. Verðið mátti heita gott á enska mark- aðinum framan af árinu 1926, en lækkaði mikið er kolaverkfallið kom, og varð tölu- vert lægra í árslokin, en á sama tíma 1925. Nýr stálhringur í Bandaríkjunum. í stáliðnaðinum í Bandaríkjunum hefir mest kveðið að tveim fjelögum, Belhlehem Steel Corporation og United States Steel Corporation. En nú er ráðgert að mynda nýjan hring. í honum eru meðal annars þessi fjelög nafngreind: Republic Iron and Steel Co., með 55 milj. doll. hlutafje, Trumbull Steel Co., með I6V2 milj. doll. og Central Alloy Steel Co. — Þessi nýji hringur er talinn hafa 300 milj. doll. yfir að ráða.

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.