Verslunartíðindi - 01.05.1927, Blaðsíða 16
62
VEflSLUNARTÍÐINDÍ
pappírsvörur, 18. Husgögn, 19. Byggingar-
tæki og byggingarvörur, 20. Ýmiskonar strá-
vörur, 21. Kemiskarvörur, þarmeð sápur, litir,
olíur o.fl.,22. Skotfæri o.fl., 23. Matvörur.sæl-
gætisvörur, ýmiskonar garðávextir, niður-
suðuvörur o. fl., 24. Ýmsar fóðurtegundir,
25. Nýjar norskar uppfundingar og einka-
leyfi, 26. Ýmsar upplýsingar viðvíkjandi
norskri framleiðslu og norskum viðskiftum.
Veiðar Frakka
við Newíoundland 1926,
Á Newfoundlands-banka stunduðu 40
frakkneskir togarar veiðar og varð afli þeirra
saintals um 57.000 tonns virtur á um 70
miljónir franka. 36 af togurunum lögðu
38.000 ton af fiski á land í Saint Pierre.
Bátar þeir og doríur, sem stunduðu veiðar
frá Saint Pierre og Miquelon öfluðu einkar
vel. Voru bátarnir 268 að tölu og bátverjar
536 og er sagt að afli þeirra samtals hafi
orðið um 7000 smál. af fiski, sem virtur var
á 6 miljónir franka.
(Alt miðað við nýjan fisk).
(Ægir).
Velmegunin í Ameríku.
Hver sá er ferðast um í Bandaríkjunum,
kemst fljótt að raun um að velmegun er
þar mikil. Neysluvörur eru þar að visu
nokkuru dýrari en í Evrópu, en aftur á móti
eru tekjurnar meiri. Getur alþýðufólk veitt
sjer þar ýms þægindi, er þá stjett skortir
í Evrópu. Þessi mismunur var að vísu til
áður en stríðið kom, en hann hefir aukist
mikið á síðari árum. í Evrópu eru skýrslur
um þjóðartekjur ófullnægjandi, en í Ameríku
eru þær nákvæmari og hefir »NationaI
Bureau of Economic Research« nýlega birt
skýrslu um þjóðartekjur þar síðan 1914.
Er hjer í eftirfarandi yfirliti taldar bæði
heildatekjur og einstaklingatekjur:
milj. doll. doll. á mann.
1914 31600 320
1922 65567 597
1923 76769 689
1924 79365 700
1925 86461 752
1926 89682 770
Eftir þessu ætti þjóðatekjurnar að hafa
vaxið úr 31,6 miljarð doll frá 1914 upp í
89,7 miljarð doll. 1926. En það verður bæði
að taka tillit til verðlagsbreytinganna og
hinsvegar fólksfjölgunarinnar. Hefir bæði
þessa o. fl. verið gætt í skýrslunni og þar
komist að þeirri niðurstöðu, að kaupgeta
manna hafi aukist um 44°/0.
Sem dæmi velmegunarinnar má geta
þess að sparisjóðsfje hjá peningastofnunum
hefur aukist frá 1922—1926 úr 13,3 miljarð
doll. upp í 21,2 miljarð doll. — Reiknings-
viðskifti Ameríku við útlönd hafa einnig
breytst mikið á síðari árum. Var talið að
Ameríka ætti erlendar kröfur fyrir stríðið er
námu 202 miljarð doll., en skuldaði mun
meira, jafnvel um 8 miljarð doll. Nú er
talið, að amerískir borgarar eigi erlendis
13 miljarð doll., og ríkið 3Ú2 miljarð hjá
öðrum ríkjum, eða samtals I6V2 miljarð
doll., en skuldirnar hafa minkað mjög mikið,
Inn- og útflutningur ýmsra landa.
í töflunni sem hjer fer á eftir, sjest hve,
mikill inn- og útflutningur ýmsra landa
hefir verið siðustu 6 árin og samanburður
á því, hvernig þetta hefir verið síðasta árið
fyrir stríðið.