Verslunartíðindi - 01.05.1927, Blaðsíða 11

Verslunartíðindi - 01.05.1927, Blaðsíða 11
VERSLUNARTÍÐINDI 57 verðið helst, en eins og vant er, má búast við harðri samkepni innlends fisks fyrsta Iiriðjung- ársins. Eins og kunnugt er er öflug hreyfing í landinu um að efla innlendu fiskiveið- arnar. Nefnd, sem hefir setið á rökstól- um undanfarið hefir nú sett fram víð- tækar tillögur um styrk til þessa atvinnu- vegar, sumpart með beinum fjárstyrk og skattaívilnun o. s. frv. og sumpart með l>ví að hækka aðflutningstoll á erlendum fiski. Það má búast við að þessar ráð- stafanir geri það að verkum, að þorsk- veiðar Portúgala við Nýfundnaland, sem á síðari árum hefir hrakið, aukist að mun, en það mun eðlilega draga úr inn- flutningi erlends fisks til landsins. Þess- ara áhrifa mun þó ekki gæta fyr en á næsta ári. Vjer ættum að gefa þessu at- riði gaum. (Norges Utenrikshandel). Burmeister & Wain. Þrátt fyrir erfiðleikana hafa tekjurnar hjá Burmeister & Wain fyrir unnin verk verið nokkru meiri 1926 en árið á und- an, og stafar það aðallega af því, að verkefni hefur fallið talsvert í verði. Ennfremur hafa vinnulaun lækkað dálít- ið, en lækkunarinnar gætir mjög lítils á stjórnarkostnaði. Af skýrslunni má sjá, að vjelaverk-,, stæðið hefur haft nóg að starfa síðastl. ár. Fyrri hluta ársins varð það jafnvel að auka vinnukraft talsvert til þess að afgreiða pantanirnar, sem lágu fyrir. Eftirspurn eftir stál- og járnsmíðum hef- ur farið vaxandi. Skipasmíðastöðin hafði nóg að starfa fyrri hluta ársins með nýjar skipabyggingar, en sú atvinna fór heldur minkandi, þegar kom fram á árið, en batnaði svo aftur síðari hlut- ann og komu þá svo margar pantanir, að talið er, að bæði vjelaverkstæði og skipa- smíðastöð muni hafa nóg að gera árið 1927. En jafnframt er talið að samn- ingar hljóði upp á svo lágt verð, að vafa- samt verði um hagnaðinn. Síðastl. ár lauk skipasmíðastöðin við að byggja átta ný skip. Aftur á móti voru viðgerðir ekki eins miklar það ár eins og árið á undan. Ársreikningurinn fer hjer á eftir, og til samanburðar reikningar tveggja næstu ára á undan. Hlutafje .......... Varasjóður ........ Veðsk. og skuldabrj. Yfirfærsla ........ Jöfnuður .......... Byggingar ......... Verk, byrjuð ...... Vörubirgðir ....... Tekjur samtals . . , Stjórn ............ Til frádráttar .... Arður ............. 1924 1925 1926 15000 20000 20000 16931 17285 18120 5534 12798 11730 295 238 459 71635 70445 59632 43718 44874 43946 19596 15535 5480 3342 2941 2477 6137 6460 7661 1454 1386 1574 671 1880 2077 12% 8% 8% Verðlagsbreytingar í útlöndum. Vísitölur Finanstíðinda fyrir aprílmán- uð sýna, að verðlag hefur hækkað í Dan- mörku um 1 stig, upp í 139. Verð á smjöri, eggjum, járni og einstaka fleiri vörutegundum hefur lækkað, en kornmat- ur hefur aftur á móti hækkað þó nokkuð í verði, sem stafar af því, að búist er við, að birgðirnar verði litlar í haust, og það þess heldur vegna skemdanna, sem orðið hafa af vatnavöxtum í Ameríku. Verðlagsbreytingar í Danmörku má sjá af eftirfarandi yfirliti:

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.