Verslunartíðindi - 01.05.1927, Blaðsíða 5

Verslunartíðindi - 01.05.1927, Blaðsíða 5
VEHsLtíNABTÍÐINDÍ 51 Landsbankalögin. Eitt af merkustu lögunum, sem síð- asta þing afgreiddi voru lög um Lands- banka íslands, sem skipa eiga til fram- búðar seðlaútgáfurjett hjer á landi. Menn hafa alment verið sammála um það, að ríkið ætti að hafa í sínum hönd- um útgáfu seðla hjer á landi. — Fyrir- komulag það, sem áður var hjer — að seðlaútgáfurjetturinn væri í höndum einkabanka — hefur sýnt sig að vera óheppilegt, einkum eftir að augu manna hafa opnast fyrir því, hver vandi fylgir seðlaútgáfunni með tilliti til þess að halda uppi gullgengi seðlanna. Um hitt hafa verið skiftar skoðanir, á hvern hátt seðlaútgáfunni skyldi fyrir komið, hvort heldur skyldi stofna sjer- stakan seðlabanka eða fela Landsbanka Islands seðlaútgáfuna og þá í sambandi við hið síðarnefnda, á hvern hátt þyrfti að breyta fyrirkomulagi Landsbankans til þess að búast mætti við, að hann væri fær um að leysa þetta vandaverk af hendi svo í lagi væri. Milliþinganefnd sú, er skipuð var til að athuga málið klofnaði. — Meiri hluti hennar lagði til að Landsbankanum væri falin seðlaútgáfan og að jafnframt yrðu gerðar ýmsar breytingar á fyrirkomu- lagi hans og stjórn. Minni hlutinn lagði hinsvegar til að stofnaður yrði sjerstakur sjerbanki. Með nefndaráliti meiri hlutans fylgdi álit erlendra fræði- og bankamanna, er hnigu í þá átt, að rjett væri að fela Landsbankanum seðlaútgáfuna. Hefur að vonum verið lagt mikið upp úr þessum álitum og jafnvel meira en rjett er, — því þó sjerþekking manna þessara sje ekki dregin í efa, þá eru þeir þó gjörsamlega ókunnir peninga- og bankamálum hjer á landi og þegar svo er, hlýtur það, hvernig málið er lagt fyrir þá að hafa mikið að segja og gæti auðveldlega haft mikil áhrif á tillögur þeirra. pað er á engan hátt meiningin að gera lítið úr álitum þessara manna, en hinu verður ekki neitað, að álit flestallra þeirra manna sem við kaupsýslu og pen- ingamál fást hjer á landi, er það, að seðlaútgáfurjettinum sje þá fyrst komið á tryggan grundvöll er hann er fenginn í hendur sjerstökum seðlabanka. — Banka, sem ekkert innlánsfje þarf að ávaxta, sem er algjörlega hlutlaus í pólitík og á enga fortíð. — pví því verð- ur sennilega ekki neitað með rökum, að ekki muni bankarnir hafa algjörlega hreinsað fyrir sínum dyrum með afskift- um á lögum, sem þeir sumpart hlutu að verða fyrir vegna erfiðleika atvinnuveg- anna á verðfallstímunum eftir stríðið og sumpart urðu fyrir af öðrum orsökum. Stjórn sú, er við völd situr fjelst á skoðun meiri hluta nefndarinnar um að fela Landsbankanum seðlaútgáfuna, þó þannig, að ýmsar gagngerðar breytingar þyrfti að gera á fyrirkomulagi hans og lagöi frumvarp í þá átt fyrir Alþingi. Kom þar í ljós, sem í fleiri stórmálum á þinginu, að flokkarnir riðluðust og var frv. það, sem nú verður skýrt frá niður- staða málsins á Alþingi. Umræður urðu að sjálfsögðu miklar um mál þetta, sjerstaklega einn lið þess, ábyrgð ríkissjóðs og skal nokkrum orð- um farið um það atriði. (Frh.)

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.