Verslunartíðindi - 01.05.1927, Blaðsíða 6

Verslunartíðindi - 01.05.1927, Blaðsíða 6
52 YEkSLÚNAIiTÍÐINDÍ Markaðsfrjettir. Tíð hefir verið mjög hagstæð í maí- mánuði og er nú allmikið komið af stað af sólhurkuðum þessa árs fiski. Birgðir af fyrra árs fiski munu nú vera sára litl- ar eftir í landinu, en allmikið fyrirliggj- andi af þeim í neyslulöndunum. 2. júní, voru fyrirliggjandi í Bilbao 1750 smál. af ísl. fiski og verðið talið 65/68 pes. pr. 50 kg. Á sama tíma er verð á norskum fiski talið þar 70—75 pr. 50 kg., en þar mun vera átt við þessa árs framleiðslu. Verðið fór sílækkandi frá áramótum fram í miðjan maí, en talið hafa hækkað lítið eitt seinni hluta mán- aðarins. Talið er að innflutningur á ísl. fiski til Bilbao hafi verið 2000 smál. minni síðastl. ár en 1925. í Barcelona eru birgðir af ísl. fiski tald- ar 1400 smál. í maílok og verðið 52/58 pes. pr. 40 kg. fyrir gamlan fisk, en 65/68 fyrir nýjan. Verðlækkunin þar svipuð og í Bilbao. Ítalíumarkaðurinn má segja að hafi verið sæmilegur; salan hefir gengið all- greiðlega. Verð hefir raunar verið fall- andi á fiski þar miðað við Lira, en þess ber að gæta að gengi Lirans hefir hækk- að mikið í vetur og vor. Nokkuð af þessa árs fiskframleiðslu mun nú selt og er verðið talið hjer 100— 106 kr. pr. skippund af stórfiski, en 75 kr. af Labrador Style. Er það von manna að verðið lækki ekki úr þessu, enda má telja það óeðlilega lágt, miðað við aðrar matvörur. Fiskafli hefir verið góður á vetrarver- tíð víðast hvar, einkum er afli togaranna betri en í fyrra. Hinn geysimikli afli Norðmanna við Lofoten í vetur skaut út- gerðarmönnum skelk í bringu, en svo hef- ir afli brugðist við Finnmörkina í vor, að í maílok er aflafengur Norðmanna talinn 20 milj. stykkja minni en á sama tíma í fyrra. Er ekki talið ólíklegt að þetta mætti verða til þess að styrkja .verðlag fiskjar hjer á landi. Verð á lýsi hefur hækkað stórum í vor. Mun því valda, að Finnmerkurveið- in brást í vor og svo það, að Lofoten- fiskurinn var óvenju lifrarlítill í vetur. Er verð á meðalalýsi í Kaupmannahöfn nú talið 100 danskar kr. pr. 100 kg. þang- að komið, en besta iðnaðarlýsi alt að 70 kr, d. Verð á hrognum mun láta nærri að hafi verið upp og ofan 30 ísl. kr. fyr- ir fulla tunnu f. o. b. hjer. Stórsíld sú, sem lá óseld, var nú loks í vor send í umboðssölu til Svíaríkis með 15 króna fyrirframgreiðslu á tunnu. Enn liggja í Kaupmannahöfn nokkur hundr- uð tunnur af Austurlands millisíld frá síðastl. sumri, sem búist er við að ekki verði hægt að selja. Um verð á næstu síldarframleiðslu er ekkert hægt að segja enn. Um kjötið er það að segja, að það mun nú vera selt að mestu, en verðið var orð- ið afarlágt, 50—60 norskar kr. pr. tunnu komið til Noregs. Frá Danmörku hafa borist fregnir um það, að búist sje við eitthvað hærra verði á hvítri vorull en í fyrra, en verðið er ekki fastákveðið enn. Æðardúnn er í svipuðu verði, 42 d. kr. pr. kg. fyrir úrvalsvöru. Verð á selskinn- um hefur hækkað mikið og jafnvel talið að greitt hafi verið 25 d. kr. fyrir stykkið. Markaðsverð á útlendri kornvöru fer hækkandi og er Kaupmannahafnarskrán- ing 31. maí á dönsku hveiti 31 eyrir, rúgmjöli 23 aurar, hrísgrjónum 33 og hafragrjónum 34 pr. kg.

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.