Verslunartíðindi - 01.05.1927, Blaðsíða 4
50 VERSLUNARTlÐINDI
síðar en 1. maí 1929, en orkuvers 1.
júlí 1934.
Sjerleyfistíminn má vera 70 ár.
Lög um iðju og iðnað. petta er all-
mikill bálkur og eru lögin að efni mjög
svipuð lögum þeim, sem sett voru á Al-
þingi 1926 um verslunaratvinnu. pá
voru einnig sett lög um iðnaðarnám.
Lög um rjett erlendra manna til að
stunda atvinnu á íslandi. Með lögum
þessum eru takmörk sett fyrir innflutn-
ingi erlendra manna hingað til lands í
atvinnuleit. Var full þörf þessarar laga-
setningar, því vitanlegt er, að útlend-
ingar eigi allfáir hafa komist hjer í
vinnu, sem landsmenn voru sjálfir fær-
ir um að stunda, en atvinnuleysi ríkj-
andí hjer í landinu.
Lög um gjald af innlendum tollvöru-
tegundum. Auk þeirra vörutegunda,
sem taldar voru með lögum nr. 31/
1919 hafa neðangreindar vörutegundir
verið tollaðar, sem hjer segir: Kaffi-
bætir og óáfeng vín: hálft aðflutnings-
gjald; ávaxtasafi, öl, límonaði og aðra
samskonar drykki, sem ætlaðir eru ó-
blandaðir til drykkjar: i/3 aðflutnings-
gjalds. Af sódavatni greiðist ekkert
gjald. Efnivörur til framleiðslu inn-
lendrar tollvörugerðar skulu undanþegn-
ar verðtolli. J?au iðnaðarfyrirtæki, sem
reka vörugerð þeirra tegunda, sem tald-
ar eru hjer að ofan og stofnsett eru
fyrir 1. janúar 1927, skulu til ársloka
1935 njóta ívilnunar fyrir þann hluta
af árlegri framleiðslu sinni, sem sam-
svarar allri framleiðslu ársins 1926,
þannig að gjald fyrir þetta framleiðslu-
magn færist niður í Vq aðflutningsgjalds.
Samskonar ívilnanir má veita samkynja
iðnaðarfyrirtækjum, er taka til starfa á
tímabilinu frá 1. jan. til 1. júlí 1927 fyrir
vörumagn, er samsvarar fyrstu ársfram-
leiðslu þeirra, þó eigi fyrir meira vöru-
magn en ársframleiðslu eldri samkynja
fyrirtækja árið 1926.
Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina
til þess að innheimta ýmsa tolla og gjöld
með 25% gengisviðauka, voru fram-
lengd til ársloka 1928.
Lög um viðauka við lög nr. 18/1887,
um veð. Aftan við 4. gr. laganna komi:
,,Svo er og útgerðarmanni heimilt að
setja banka eða sparisjóði að sjálfs-
vörsluveði afla af skipi sínu á einu út-
gerðartímabili í senn, til tryggingar lán-
um, er hann tekur til útgerðarinnar á
því hjá stofnunum þessum.
Fjármálaráðuneytinu er heimilt að
lækka lögákveðin þinglestargjöld fyrir
skuldabrjef, sem út eru gefin samkvæmt
lögum þessum.“
pessa viðauka var mikil þörf, því
gömlu veðlögin heimiluðu eigi slíka veð-
setningu, en með því að einskorða þetta
við banka og sparisjóði er girt fyrir að
heimildin verði misbrúkuð.
pingsályktunartillögur voru afgreidd-
ar fjöldamargar. Af þeim má nefna:
pingsályktun um rannsókn á kostnaði
við að byggja fullkomna síldarverk-
smiðju á hentugum stað á Norðurlandi,
þingsályktun um, að landsstjórnin tryggi
veðurstofunni meiri veðurfregnir frá
Grænlandi, þingsályktun um lánsstofn-
un handa bátaútveg landsins og þings-
ályktun um verslanir ríkisins, þar sem
ríkisstjórninni er falið að hlutast til um,
að innheimtar verði og samið um úti-
standandi skuldir áfengisverslunar og
steinolíuverslunar og varúðar gætt um
útlán og gerð verði upp til fullnustu við-
skifti eldri landsverslunar og tóbaks-
einkasölunnar.