Verslunartíðindi - 01.05.1927, Blaðsíða 14

Verslunartíðindi - 01.05.1927, Blaðsíða 14
60 VERSLUNARTIÐINDI Breyting á spanska fisktollinum. Eins og kunnugt er, náðu íslendingar og Norðmenn samningum við Spánverja um fisktollinn 1922. Vegna þess að þessi ríki höfðu lögleitt vínbann hjá sjer, urðu þau að gjalda toll af fiski eftir I. tollflokki, 32 gullpeseta pr. 100 kg. en með því að skuldbinda sig til að kaupa ákveðið magn af Spánarvínum, fjellust Spánverjar á að setja nýjan tollflokk fyrir fisk frá þessum ríkjum, 24 gullpeseta pr. 100 kg. og hafa þau síðan greitt þann toll. Enskur fiskur var einnig tollaður eftir þessum flokki. Með viðauka við verslunarsamning Eng- lendinga og Spánverja, sem var undirritað- ur í London 5. apríl s.I. af sendiherra Spán- verja þar og Sir Austen Chamberlain, af- söluðu Englendingar sjer þeim fríðindum, sem þeir höfðu umfram önnur ríki, þau er bestu kjara nutu, í einstökum atriðum og sem tollurinn á íslenskum og norskum fiski var bygður á. Englendingar eiga hjereftir að njóta þeirra bestu tollkjara, sem Spán- verjar hafa veitt nokkru ríki. Samkvæmt gömlum samningi áttu Svíar, enda þótt þeir flytji ekki út fisk til Spánar, að fá 20% af- slátt af lágmarksfisktollinum og verður þetta ákvæði lagt til grundvallar við útreikning á fisktollinum að því er snertir England, Noreg og ísland. Þessi ríki verða því að greiða í toll af hverjum 100 kg. fisks 32 gullpeseta -f-20%, eða 25.60 gullpeseta í stað 24 gullpeseta áður. Sje talið að íslend- ingar flytji 25 þús. smál. af fiski til Spánar árlega, nemur þessi tollhækkun 400 þús. gúllpeseta á ári. Það er talið að Englend- ingar hafi með fyrnefndum samningsviðauka fengið einhverjar ívilnanir fyrir stál- og kola innflutning sinn á Spáni, en það hefir komið allhart niður á íslendingum og Norð- mönnum í fisktollshækkuninni. Enski mótoriðnaðurinn. Enski mótóriðnaðurinn hefir vaxið mikið síðustu árin. Árið 1907 var framleiðsla flutningatækja með mótorum talin 12 þús. Næsta ár var framleiðslan nokkru minni, en fór úr því að vaxa ört. 1925 var fram- leiðslan talin 310 þús. og síðastliðið ár er hún talin að vera um úa milj. Sjerstaklega er vert að gefa gætur að hvað mótorhjól- um hefir fjölgað. Síðastl. ár var framleiðslu- talan þessi: 157 þús. mótorhjól, 121 þús. mótorvagnar og 32 þús. flutningsbílar. Fram- leiðsluaukningin á þessu sviði hefir auðvit- að haft í för með sjer að atvinna hefir aukist við þessa iðnaðargrein. Árið 1907 höfðu 54 þús. menn atvinnu við mótoriðn- aðinn. 1911 er þessi tala orðin 99 þús., 1921 221 þús. og 1925 rúml. lU milj. Árs- kaupgjald nemur nú um 40 milj. sterlings- punda, en 7500000 árið 1914, og er þar aðeins átt við þá menn sem hafa beina atvinnu við mótorverksmiðjurnar. En þrátt fyrir það þótt framfarirnar hafi verið svo miklar í þessari iðnaðargrein á Englandi, er það þó fyrst á þrem—fjórum síðustu árunum, sem nokkuð að ráði hefir verið flutt út þaðan af mótorflutningatækj- um. Má þó sjerstaklega geta ársins 1926, þegar bílaútflutningurinn varð í fyrsta sinn meiri en innflutningurinn, og það jafnvel svo að talið er að muni um helming að verðmæti. Er þetta einkum mikils vert, þeg- ar þess er gætt að árið 1926 er mjög óhag- stætt fyrir iðnaðinn. Bílanotkun hefir einn- ig farið mjög mikið í vöxt. Er talið að þeir hafi aukist um 10% 1926; hafi verið 911 þús. 1925, en 1032 þús. 1926. Bensíneyðsla jókst þá líka uð sama skapi úr 495778352 upp í 699371421 gallon. Ennfremur má geta þess að verð á sumum bílategundum á Englandi er nú orðið lægra en það var fyrir stríðið,

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.