Verslunartíðindi - 01.05.1927, Blaðsíða 8

Verslunartíðindi - 01.05.1927, Blaðsíða 8
54 VERSLUNAF/i'ÍÐINDI Framfarir með tiibúinn áburð. Þrátt fyrir allar kvartanir um erfiða tíma, bæði hjer á landi og annarsstaðar, er þó enginn vafi á jiví, að efnaleg vel- líðan þjóðanna er víðast meiri nú en hún var fyrir stríðið. Er allvíða unnið að því af kappi að bæta framleiðsluaðferðir bæði við landbúnað og iðnað, og hefur þegar borið mikinn árangur. Þó verka- menn hafi nálega alstaðar fengið vinnu- tímann styttan, og þó margir hafi orð- ið að ganga atvinnulausir, vegna skorts á rjettu skipulagi, er framleiðslan þó orðin meiri nú að meðaltali á mann, en hún var fyrir stríðið, svo að betur verð- ur sjeð fyrir þurftum almennings en áð- ur var. Menn veita þessu ef til vill ekki eftirtekt, af því að framförunum miðar jafnt áfram. En þetta verður ljóst, ef lifnaðarhættirnir eru bornir saman fyr og nú. Fatnaður er betri og venjulega má segja hið sama um bústaði manna; meira um skemtanir og ennfremur má benda á, að meðalaldur manna hefur hækkað. Þessar framfarir stafa að miklu af uppgötvunum og umbótum, að segja má nálega á hverju einasta framleiðslusviði. Ótal sönnunardæmi þessa mætti nefna, en hjer skal aðeins eins getið, og það eru umbætur síðari ára með tilbúinn áburð. Þegar í byrjun fyrri aldar fór að vakna áhugi fyrir þessu máli. Menn kom- ust að raun um, að hinn venjulegi áburð- ur nægði ekki og jafnframt, hve mikið gagn var að saltpjetrinum frá Chile og ýmsum fleiri efnum, er komið gátu í stað áburðarins, er áður hafði verið notaður. Að vísu leið langur tími þar til notkun á tilbúnum áburði yrði almenn, en eftir því sem fólksfjölgunin varð meiri, þurfti einnig á meiri neysluvörum að halda, og það gerði aftur áburðarþörfina augljói- ari. T. d. má geta þess, að árið 1926 voru fluttar inn í Danmörku 500 þús. smál. af tilbúnum áburði eða hráefnum til þess að vinna hann, en ekki nema 98 þús. smál. 1925, og hefir eftirtekjan vaxið að sama skapi. Nú er orðið mikið áhugamál að fá þennan áburð sem ódýrastan; hefur mii ið verið að því unnið og með talsverðum árangri, er sjá má af því, að verðlag á þessari vörutegund er farið að nálgast það, sem var fyrir stríðið. — Þetta staf- ar mikið af því, að mönnum hefur .lærst að hagnýta betur og á ódýrari hátt á- burðarefnin. Mestum framförum hefir þó áburðarvinsla úr loftinu tekið. Norð- mennirnir Birkeland og Eyde stofnuðu stærstu loftsaltpjetursverksmiðjuna við Notodden á Þelamörk árið 1905, og í öðrum löndum risu svo smámsaman nýj- ar verksmiðjur upp, sem hagnýttu sjer þessar norsku aðferðir, er nú hafa tekið miklum framförum frá þeim tíma. — Stuttu eftir að Norðmennirnir höfðu fengið einkaleyfið, fann Þjóðverjinn Schönherz upp nýja aðferð, sem einnig hefur verið mikið endurbætt. En þrátt fyrir það þó loftáburðarvinsla hafi tekið miklum framförum, hefur hún þó ekki útrýmt Chilesaltpjetrinum. Notkun hans er í raun og veru meiri, þó að hún sje hlutfallslega minni samanborið við aðrar áburðartegundir. 1925 var þannig fram- leitt af honum rúmar 2 milj. smál., en ekki nema 1*4 milj. smál. árið 1900. 1 raun og veru er framleiðsla Chilesalt- pjetursins ódýrari, en útflutningsgjöldin gera hann dýrari. Þau eru meira en % verðs cif. á am. höfn. — Þannig hefur það verið til skamms tíma, en nú hefur heyrst, að ný aðferð sje fundin, er lækki að mun framleiðslukostnað Chile- saltpjetursins. Og þar sem því nú er

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.