Verslunartíðindi - 01.06.1931, Síða 6

Verslunartíðindi - 01.06.1931, Síða 6
48 . VERSLUNARTÍÐINDÍ nokkru leyti, af orsökum utan iðngrein- arinnar, eins og t. d. uppástunga Hoovers forseta um striðsskuldirnar, en nefna má ýms önnur atvik, sem hafa átt sinn þátt í að létta undir. Fyrst og fremst verða menn að muna, að það er ekki einungis bómullarversl- unin, sem á við örðugleika að stríða. 1 sömu andránni hrakar ýmsum öðrum löndum, sem á seinni árum hafa grætt á kostnað Englands. Tökum t. d. Japan, aðalkeppinaut Englands í Asíu í bómull- ariðnaði. Ástæða Englands á heimsmark- aðinum hefir undanfarna mánuði skán- að, borin saman við þetta land. Síðasta mánaðarskýrsla frá hagstofu bómullar- verslunarinnar sýnir, að útflutningur bómullarvöru frá Englandi óx í apríl og maí, en aptur á móti hrakaði útflutning Japans. í nóvember 1930 var enski út- flutningurinn 130,3 milj. kvadrat. Yards, en í Japan 124 mill. og í apríl 135,2 mill., en í Japan 98,5 mill. kvadrat Yard. Þegar litið er til Indlands, hefir útflutn- ingurinn einnig aukist; í nóvember voru fluttir inn 13% mill. Yards frá Englandi, en í apríl voru fluttar inn næstum því 36 milliónir. Þó að nú verslun heimsins hafi mikið batnað, þá er þessi uppgang- ur frekar að þakka sparnaði þeim, sem hefir orðið við samtök og skynsamlegan samdrátt. „Lancashire Cotton Corpora- tion“ sem ensku bankarnir undir forustu ,,Bank of Egnland“, komu á, fyrir nokkr- um árum síðan, heldur áfram að vinna að þeirri framstígu stefnu, sem miðar að því að færa niður reksturskostnaðinn. Vinnuveitendur og verkamenn hafa um hríð rætt það fyrirkomulag, að fleiri vjelar komi á hvern vefara, og menn gjöra sjer vonir um betri árangur en áð- ur. Verksmiðjum þeim, sem vinna fína bómullarvörur, gengur sæmilega vel, og þótt þær verksmiðjur, sem vinna grófari bómullarvöru geti tæplega unnið alt upp aftur, sem þær hafa tapað, þá er íyrir- komulag það um mælikvarða, sem Cott- on Corporation vill koma á garn og efni vafalaust gagnlegt. Fyrra misserið 1931, var innlenda bómullarverslunin yfirleitt fremur góð, og það er full ástæða til að halda, að jafnskjótt og fjárhagurinn batnar al- ment, komi ávöxtur endurskipunar þess- arar í ljós. Skuldareigandi — skuldari. Þögn er gull — en gull getur kæft menn, og sennilega er það þessvegna að íloover Bandaríkjaforseti hefir talað fyr ir munn þjóðarinnar. Menn hafa ekki get aðað lengur horft á það steinþegjandi, að gullið hrúgast upp í fjárhirslum Fed- eral Reserve bankans; menn hafa loks ■jeð, hversu hagir Bandaríkjanna eru ná- tengdir högum Evrópu; hvað stoðar leikni og hraði, þegar kyrstaðan skellur á, og umheimurinn getur ekki tekið við þeim vörum, sem Bandaríkin framleiða. Verslunarskýrslur sýna hve átakanlega þokar fram og aftur á þessu sviði. Út- flutningur Bandaríkjanna hefir þannig síðastliðinn maímánuð verið aðeins 205 milj. dollarar, en var 320 milj. doll. í maí í fyrra og innflutningurinn hefir á sama hátt færst niður í 182 milj. doll. en var 320 milj. doll. Atvinnuleysið ligg- ur eins og mara á þjóðinni og fjeð liggur ónotað. Þetta og margt annað hefir orð- ið til þess að Bandaríkin hafa dregið sig út úr því að einangra sig sjálf, og veita nú hjálp eingöngu til að hjálpa sjálfum sjer. Að vísu hefir vorið varpað nokkurri birtu á f járhagslíf Bandaríkjanna, en um sumar mánuðina er venjan sú, að dofni yfir öllu aftur, og þótt ýmsar afurðagrein

x

Verslunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.