Verslunartíðindi - 01.06.1931, Síða 7

Verslunartíðindi - 01.06.1931, Síða 7
Verslunartíðindi 49 'ir hafi hækkað, þá hefir alt verið í sama horfi á kauphöllunum. Mr. Melton benti Washington á neyðarástandið í Evrópu. Að vísu hefir stórum skánað í öllum stál-, ullar- og postulínsiðnaði nú um tíma, en heldur áfram að versna í bóm- ullar-, skipasmíða- og kolaiðnaðinum. Af því að ríkið þurfti á svo miklu fje ao halda til að hjálpa atvinnulausum, voru forvextir Englandsbanka 3% þang- að til í miðjum maí. í Þýskalandi hefir atvinnuleysið minkað lítið eitt og á það að þakka þeim styrk sem landbúnaður- inn fjekk, sem þarmeð gat veitt ýmsum atvinnu, en vinna við iðnað fer óðum minkandi og utanríkisverslunin er í aft- urför. í Frakklandi kom kreppan seinna en annarsstaðar í Evrópu og atvinnuleysi þar er óvenjulega lítið, jafnvel þótt fram- leiðslan hafi teppst á ýmsan hátt. Aust- urríki hefir ekki ennþá náð sjer eftir bankahrunið mikla, sem auðvitað kom niður á iðnaðinum og dróg gífurlega úr útflutningnum. í Póllandi, Ungverja- landi og Rúmeníu er landbúnaðurinn í kalda koli. Holland, Belgíu og Sviss, sem eru aðallega útflutningslönd, hamlar það rnest hve kaupgeta landbúnaðarins í Ev- rópu og Ameríku er lítil. Spurningin um hvort þessi kreppa lag- ist er sú, hvort komið sje til botns í þessu öngþveiti, og að tillögur Hoovers tákni gagnger umskifti, og hvort frestur sá, sem gefinn er heiminum viðvíkjandi stríðsskuldunum sje nógur til þess að veita fjárstraumnum í rjettan farveg og koma skriði á framleiðsluna og umsetn- inguna. Frestur á skuldagreiðslum hefir það í för með sjer, að Þýskaland þarf ekki næsta ár að greiða Ameríku og Bandaríkjamönnum iy2 milliard krón- ur og að bandamenn þurfa ekki að greiða Ameríku 1 milliard kr. Milli banda- manna innbyrðis er svo um hnútana bú- ið, að England greiðir Ameríku nú ca. 650 mill. árlega, en fær í staðinn ca 350 mill. frá bandamönnum og ca. 320 mill. frá Þýskalandi. Frakkland greiðir Amer- íku árlegar afborganir hækkandi úr 120 mill. upp í 450 mill., en Ítalía greiðir Bc.ndaríkjamönnum afborganir af stríðsskuldunum, sem hækka úr ca. 60 mill. upp í 300 mill. kr. 1987. Víst er um það, að með þessu er ekki bundinn endir á vandræðum Þjóðverja. Neyðarráðstafanir þýska ríkisins munu ekki verða óþarfar og bjartsýni má það heita að leggja of mikið upp úr frestinum fyrir atvinnulíf Þjóðverja, þó að fram- leiðsla sje árlega að fyrirferð meiri en 60 mill., en hjer er miklu slysi afstýrt og vonandi komast allir á rjettan kjöl, Þýski verslunarjöfnuðuriim. Utanríkisverslun Þýskalands fer meir og meir minkandi, en það sem meira er flutt út en inn fer vaxandi. Árið 1929 námu erlendu viðskiftin að meðaltali á mánuði 2,245 milj. rm., en 1930 1,869 milj. rm., og fyrstu 5 mánuði ársins 1931 aðeins 1,444 milj. rm. í maímánuði voru þessi viðskifti ekki nema 1,368 rm. Það, sem meira hefir verið flutt út en inn hefir farið vaxandi, eins og getið var um, og nam sá mismunur 1929, 3 milj. rm. að meðaltali á mánuði, 1930 137 milj. rm„ og fimm fyrstu mánuðina 1931 164 milj. rm. í maímánuði var þessi tala ca. 200 milj. rm. Þessi mismunur er því nægur til við- gerðanna, samkvæmt Young-áætluninni, en mikið vantar samt til annara greiðslna, einkum þó í vexti og afborgr anir af lánum, og er því ekki lítill ljett- ir í bili, ef greiðslufresturinn fengist. Hvað innflutninginn snertir, þá hefir

x

Verslunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.