Verslunartíðindi - 01.06.1931, Síða 14

Verslunartíðindi - 01.06.1931, Síða 14
56 VERSLUNARTÍÐINDI að þegar kröfuhafar mæta með kröfur sínar, fá þeir sífelt sama svarið hjá skuld ara. ,,Jeg skal greiða svo og svo mikið upp í kröfu yðar. Ef þjer gangið ekki að því, þá skuluð þjer reyna, hvað þjer get- ið fengið með því að fara til dómstól- anna“. Svalbarðakolin. Norðmenn eru ekki ánægðir með, hvernig gengið hefir með Svalbarðakol- in, eins og sjá má af grein, sem stóð í „Norsk Handels- og Söfartstidende“. Fáum kom til hugar, að kolanámu- reksturinn á Svalbarða myndi verða til óhappa fyrir útflutninginn frá norður- hluta Noregs. En þetta hefir samt átt sjer stað í æði stórum stíl, þar sem út- flutningur verður erfiðari og dýrari, vegna þess að kolaskip koma ekki frá út- löndum. Áður fyr, þegar þessi skip komu hlaðin kolum, tóku þau allskonar flutn- ing með sjer aftur, og varð það til þess að flutningsgjöldin urðu tiltölulega lág, auk þess sem smærri flutningaskip, 1000 —3000 smál., fengu með þessu meira að gera. En nú, þegar norðurhluti Noregs fær nálega öll sín kol frá Svalbarða, veld- u r það miklum erfiðleikum með flutn- inga til Vestur- og Miðevrópu. Skipin verða að jafnaði að fara lítið fermd frá Bergen eða Þrándheimi, og leiðir það til þess, að flutningsgjöldin á útflutnings- vörum frá norðanverðum Noregi verða óhæfilega há. Kolareksturinn á Sval- barða verður þannig til aukaútgjalda fyrir stórt svæði af Noregi, og hefir lam- andi áhrif á atvinnuvegi þessa lands- hluta. — Svalbarðakolin verða að minsta kosti jafn-dýr og útlend kol, þegar þau eru komin til Norður-Noregs, og á þeim lið er því ekki neitt sparað. Á meðan ein- staklingar eingöngu höfðu þennan rekst- ur með höndum, varð lítið við gert, en þegar ríkisstuðningur kemur til, þá horf- ir málið alt öðruvísi við. Ríkið hefir lagt og leggur árlega fram stórfje til kola- rekstursins á Svalbarða, og þau útgjöld verða að nást aftur með sköttum. Þegar svo aftur er tekið tillit til þessara ó- beinu útgjalda, þá er auðsætt, að kola- reksturinn á Svalbarða leggur þannig stórum hluta þjóðarinnar miklar byrðar á herðar. — Greinarhöfundur fer samt ekki fram á það, að hætt sje alveg við kolarekstur inn þar norður frá, heldur leggur hann til, að hann sje takmarkaður að miklum mun. Telur hann, að gott sje að hafa námurnar, ef á þeim þurfi að halda á verkfalls- eða stríðstímum, en undir öll- um kringumstæðum eigi norðurhluti Nor- egs eigi að vera ver settur í þessu efni, en aðrir hlutar landsins. Ítalía. Genúa. Búlkakostnaður lækkaður. Tilraunir þar á staðnum hafa borið þann árangur að kostnaður við búlkun hefir lækk- að. Fyrirkomulagið í höfn er það, að sjer- stök skrá hefir verið gjörð um laun handa verkamönnum. Sá sem hefir tekið að sjer búlkunina og stundum umboðsmenn skips- ins, sem ráða menn til að sjá um ferming eða afferming skipsins, leggja viss gjöld á fyrir vátryggingu og umsjón í viðbót við verkalaunin. Þetta gjald hefir verið lækkað úr 12°/0 niður í 6°/p. — Skrárnar

x

Verslunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.