Verslunartíðindi - 01.09.1934, Side 11

Verslunartíðindi - 01.09.1934, Side 11
67 VERSLUNARTÍÐINDÍ ingsbanni, og hins vegar er því ætlað að ná sama tilgangi með ákveðnum fyrir- mælum um meðferð og verzlun erlends gjaldeyris. í ofanrituðu hefir Verslunar- ráðið þegar látið álit sitt í ljós á skaðsemi þeirri, sem innflutningsbönn hafa í för með sér, og virðist óþarft að færa að því frekari rök. Verslunarráðið leggur það því eindregið til og skorar á Alþingi að samþykkja ekki lög, sem heimiía eða jafnvel ákveða innflutningsbann á vör- um. Telur það slíkt hættulegt, enda þess ekki þörf, jafnvel ekki að áliti þeirra, sem annars hafa trú á þessum ráðstöfun- um, ef ákvæði frumvarpsins um meðferð og verzlun erlends gjaldeyris ná fram að ganga. Það bendir ekkert til þess, að sá stakkur, sem versluninni og viðskiftun- um við útlönd er sniðinn með ákvæðum þessum, gefi innfiutr*ingnum of mikið svigrúm. Sú viðbára, að hætta sé á, að vörur verði fluttar hingað til landsins með láni erlendra verslunarfyrirtækja, og muni slíkt eyðileggja lánstraust lands- ins út á við, er bygð á misskilningi. Er- lend verslunarfyrirtæki fylgjast það vel með íslenskum lagafyrirmælum, sem viðskifti þeirra snerta, að þau munu áður en langt um líður engar vörur selja hing- að til landsins, hvað þá lána, án þess að viðkomandi innflytjandi sýni fram á, að hann hafi leyfi til að „yfirfæra" andvirði vörunnar. Nú kann það að sönnu að koma fyrir, að innflytjandi reynist vanskilamað- ur við erl. lánardrottna, en þá má hér einn- ig vekja athygli á því, að slíkt er ríkinu með öllu óviðkomandi og bakar því ekki tjón. Is- lenska genginu þarf heldur ekki að stafa hætta af því, þó vörur séu fluttar inn í heimildarleysi, því að það er algerlega á valdi . bankanna, sem samkv. frumvarp- inu eiga að ráða yfir öllum erlendum gjaldeyri landsmanna, hve mikið fram- boð verður á íslenzkum ^jaldeyri erlend- is. Þetta atriði er alveg sérstaklega at- hyglisvert öllum þeim, sem gera sjer grill- ur út af því, að innflutningur einstakl- inganna g.eti, án vilja ríkisins, þýtt fjár- hagslegt hrun eða voða fyrir öryggi og festu íslensku krónunnar.. Um hina aðalhlið frumvarpsins, ákvæð- in um meðferð og verzlun erlends gjald- eyris, vill Verslunarráðið taka fram, að af- staða þess til málsins he’fir að nokkru breytst frá því ’31. Verslunarr. er samt enn sem fyr þeirrar skoðunar, að gjaldeyris- skamtarnir og ófrjáls verslun með er- lendan gjaldeyri séu óheppilegar ráð- stafanir til að koma á jafnvægi í viðskift- um við útlönd, alment sjeð. En eins og háttv. fjárhagsnefnd er kunnugt, hafa ýms lönd, er við skiftum við, lagt þær hömlur á ísl. útflutning, að okkur er nauðsynlegt að beina utanríkisverslun- inni, og þá sjerstaklega innflutningnum, á vissa markaði. Þetta virðist í fljótu bragði vart hægt með öðru en ákveðnum fyrirmælum um meðferð og notkun þess erlenda gjaldeyris, sem við ráðum yfir. Verslunarráðið lýsir sig því samþykt þeim ákvæðum frumvarpsins, sem ganga í þá átt, með fyrirmælum um notkun gjaldeyrisins, að hafa áðurnefnd áhrif á utanríkisverslunina, þó með þeirri athuga- semd, að þetta sje skoðað sem bráða- birgðaráðstöfun, sprottin af vandræðum núverandi ástands sjerstaklega. Um hinar einstöku greinar frumvarps- ins vill Verslunarráðið leyfa sér að taka þetta fram: 1. gr. Samkvæmt því, sem að ofan er sagt, virðist liggja beinast við, að til- greindum bönkum sje veittur einkarjettur til þess að versla með erlendan gjaldeyri. En í sambandi við þetta ákvæði, þykir Verslunarráðinu ástæðulaust að veita fjármálaráðherra heimild til að breyta þessum fyrirmælum með reglugerð. Meö

x

Verslunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.