Verslunartíðindi - 01.09.1934, Síða 7
VERSLUNARTÍÐINDI
63
Innflutningshöft
og gjaldeyrishömlur.
Eitt af þeim frumvörpum, sem ríkis-
stjórnin leggur nú fyrir alþingi, nefnist:
,,frumvarp til laga urn gjaldeyrisversl-
un o. fl.“. I greinargerð er þess getið, að
frumvarpinu sje ætlað að koma í stað
laga nr. 1 frá 1920, um heimild handa
landstjórninni til að takmarka eða banna
innflutning á óþörfum varningi, laga nr.
48 frá 1924, um gengisskráningu og
gjaldeyrisverslun, nema að því er snert-
ir ákvæði þeirra laga um gengisskrán-
ingu, og ennfremur bráðabirgðalaga um
gjaldeyrisleyfi, innflutning o. fl. frá 8.
mars 1934. En í heild er frumvarpið til-
raun til að leggja enn strangari hömlur
á innflutninginn og utanríkisverslunina,
en hingað til hefir verið.
Frumvarpið er svohljóðandi:
1. gr. Landsbanki íslands og Útvegs-
banki íslands h.f. hafa einkarjett til þess
að versla með erlendan gjaldeyri, þang-
að til öðruvísi kann að verða ákveðið af
fjármálaráðherra með reglugerð. Bönk-
unum skal skylt að hlíta þeim reglum um
gjaldeyrisverslunina, sem fjármálaráð-
herra setur.
Með reglugerð er heimilt að setja þau
ákvæði, er þurfa þykir til þess að tryggja,
að íslenskar afurðir, sem fluttar eru til
útlanda, verði greiddar með erlendum
gjaldeyri og að hann renni til bankanna.
2. gr. Með reglugerð er heimilt að á-
kveða, að engar vörur megi flytja til
landsins og að engan erlendan gjaldeyri
megi láta af henni, nema með leyfi gjald-
eyris- og innflutningsnefndar, sbr. 4. gr.
3. gr. Gjaldeyris- og innflutningsnefnd
skal skipuð fimm mönnum, sem fjármála-
ráðherra skipar. Skal einn þeirra skip-
aður samkvæmt tilnefningu bankastjóra
Landsbanka Islands, einn samkvæmt til-
nefningu bankastjóra Útvegsbanka ís-
lands h.f. og þrír af fjármálaráðherra án
tilnefningar, og sé einn þeirra formaður
og framkvæmdarstjóri nefndarinnar. Ef
nefndarmaður forfallast um lengri tíma,
skipar fjármálaráðherra varamann um
stundarsakir eftir sömu reglum og aðal-
menn eru skipaðir.
4. gr. Fjármálaráðherra setur nefnd-
inni reglur um það, á hvern hátt hún skuli
haga störfum sínum. Heimilt er að veita
nefndinni með reglugerð vald til þess að
setja þau skilyrði fyrir leyfisveitingum,
sem ástæða þykir til.
5. gr. Lögreglustjórar, hver í sínu um-
dæmi, og tollstjórinn í Reykjavík skulu
láta gjaldeyris- og innflutningsnefnd í tje
nákvæma skýrslu um magn, tegund og
söluverð útfluttrar vöru jafnskjótt sem
skip það, er vörurnar flytur, leggur frá
landi. Ennfremur skulu þeir eigi síðar en
5. hvers mánaðar láta nefndinni í tje
skýrslu um innflutning í næsta mánuði
á undan; skal skýrslan vera í því formi,
er nefndin ákveður í samráði við hag-
stofustjóra.
6. gr. Brot á lögum þessum eða reglu-
gerðum þeim og auglýsingum, er settar
kunna að verða samkvæmt þeim, varða
sektum alt að kr. 50000.00, nema þyngri
refsing liggi við. Sömu hegningu varðar
það, ef leyfishafi brýtur þau ákvæði, er
gjaldeyris- og innflutningsnefnd kann að
hafa sett sem skilyrði fyrir leyfisveiting-
um. Ennfremur er upptækur sá ágóði, er
fæst við brot á lögum þessum, reglugerð-
um og auglýsingum eða skilyrðum gjald-
eyris- og innflutningsnefndar fyrir leyfis-
veitingum.
7. gr. Með mál út af brotum á lögum
þessum, reglugerðum þeim og auglýsing-
um, er settar kunna að verða samkvæmt
þeim, skal farið sem almenn lögreglumál.