Verslunartíðindi - 01.09.1934, Blaðsíða 12

Verslunartíðindi - 01.09.1934, Blaðsíða 12
68 VERSLUNARTlÐINDi tilliti til afstöðu bankanna til ríkisins, virðist það eðlilegast, að báðum þessum peningastofnunum sé tryggður þessi einkarjettur, svo lengi, sem þessum mál- um er skipað á þann hátt, er frumvarpið gerir ráð fyrir. I sambandi við heimild 1. gr. að ákveða með reglugerð, að allur erlendur gjald- eyrir, sem fyrir útfluttar afurðir fæst, skuli renna til bankanna, væri athuga- vert, hvort ekki væri ástæða til að veita útgerðarmönnum einhverja séraðstöðu, að því er það snertir, að mega halda eftir hluta af andvirði því, ,er þeir fá fyrir seldar afurðir, til kol- og saltkaupa o. s. frv. Þetta ljettir starf þeirra að mörgu leyti og sparar þeim kostnað (ómaks- laun banka). Virðist þetta sanngjarnt, þegar þess er gætt, að gjaldeyrisforði bankanna er að miklu leyti kominn und- ir heppni og dugnaði útgerðarmanna. — Verslunarráðið leggur til, að þessi mögu- leiki sje athugaður grandgæfilega. 2. gr. Verslunarráðið hefir þegar iátið í ljós álit sitt á skaðsemi innflutnings- banns á vörum, og skal því ekki víkja frekar að því hér. En í sambandi við ákvæðið um vald- svið gjaldeyris- og innflutningsnefndar, leyfir ráðið sjer að beina þeirri spurn- ingu til háttv. fjárhagsnefndar, hvort ekki sé óeðlilegt, að ríkisstjórnin sjálf, svo og bankarnir, eigi það undir sam- þykki nefndarinnar að fá þann erlenda gjaldeyri, sem þessir aðilar þurfa á að halda, til að standa skil á erlendum skuld- bindingum sínum. Verslunarráðinu leik- ur grunur á, að þessi ákvæði um valdsvið nefndarinnar, brjóti í bág við fyrirmæli, sem bönkunum eru sett. 3 gr. Um afstöðu Verslunarráðsins til þessarar greinar er það að segja, að ráð- ið leggur eindregið á móti því ákvæði greinarinnar, að fjármálaráðherra skipi þrjá af fimm mönnum nefndarinnar, án tilnefningar. Hinir miklu örðugleikar, sem fylgja fyrirkomulagi þessu á gjald- eyrisversluninni, gera starf nefndarinnar óvenjuvandasamt og erfitt. Gjaldeyris- skamtarnir eru sjerstaldega viðkvæmt mál, þeim sem um leyfin sækja, og er því mikil nauðsyn, að þeir, sem hlut eiga að máli, kaupsýslumennirnir, geti borið fult traust til þeirra manna, sem skamt- anirnar eiga að hafa með höndum. Því er það, að áliti Verslunarráðsins og allra þeirra, er Verslunarráðið hefir leitað um- sagnar hjá, með öllu ótækt, að frumvarp. ið skuli ekki gera ráð fyrir, að fjármála- ráðherra sje gert að skipa einn mann í nefndina, sem skoðast geti fulltrúi versl- unarstjettarinnar sjerstaklega. Verslun- arráðið skorar því eindregið á háttv. fjár- hagsnefnd að leggja það til, að fjár- málaráðherra skipi nefndina sem hjer segir. Einn eftir tilnefningu bankastjóra Landsbanka íslands, einn eftir tilnefn- íngii bankastjór'a Utvegsbanka Islands h.f., einn eftir tilnefningu Verslunarráðs Islands, einn ,eftir tilnefningu Sambands ísl. samvinnufjelaga og loks einn án til- nefningar. 4. gr. Það sem Verslunarráðið tekur fram viðvíkjandi þessari grein sjerstak- lega, á að ýmsu leyti við frumvarpið í heild. Það kemur hvergi eins fram og .einmitt hjer, hve frumvarpið kveður í rauninni lítið á um það, hvernig gjald- eyrismálunum verður endanlega skipað. Það er ef til vill of djúpt tekið í árinni að fullyrða, að frumvarp þetta til laga um gjaldeyrisverslun o. fl. sje í þessum efn- um ,ein allsherjar heimild til fjármála- ráðherra og væntanlegrar gjaldeyris- nefndar að fara með þessi mál, nákvæm- lega eins og þeim sýnist eða þykir best henta. Að minsta kosti saknar Verslunar- ráðið mjög, að ekkert skuli ákveðið um

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.