Verslunartíðindi - 01.09.1934, Blaðsíða 22

Verslunartíðindi - 01.09.1934, Blaðsíða 22
78 VERSLÚNARTlÐIN Dl fyrir 15.8 milj. gullpeseta. Eru þessir á- vextir soðnir niður sykurlausir og eru efnivara í ávaxtamauk og marmelade, sem aðrar þjóðir ganga frá. Af ávaxta- mauki með sykri er aðeins flutt út fyrir 0.3 milj. gullpeseta. Er það nýr iðnaður hjer, sem nokkuð er stundaður í Valen- cia, en aðallega í Calahorra á Norður- Spáni. Auk niðursoðna fiskjarins hafa Spán- verjar flutt úr landi ferskan fisk og saltaðan, fyrir 3.8 milj. gullpeseta, en þá eru ekki talin öll þau tonn, sem spánskir togarar hafa lagt á land í Bretlandi. Nemur fiskútflutningur Spán- verja nákvæmlega jafnmikið og því, sem þeir teljast gjalda fyrir saltfiskinn- flutninginn frá ýmsum löndum. I þrettánda flokki er talið ýmislegt smávegis, sem ekki er talið annars stað- ar, svo sem blævængir, hnappar, leik- föng o. fl. Vegna þess, hvað það er fáskrúðugt, sem við getum keypt hjer á Spáni, kaus jeg það form á þessari athugun, að fy^g'ja nákvæmlega verslunarskýrslum Spánverja sjálíra, til að vera viss um að ekkert fjelli úr eða gleymdist, en vildi reyna að gefa yfirlit yfir, hvaða vöru- tegundir það væru, sem fluttar eru út hjeðan. (úr skýrslu Helga P. Briem). Kenslubækur í bókfærslu Skortur á góðum og handhægum íslensk- um kenslubókum hefir löngum verið eitt hið mesta vandamál flestra framhalds- og sjerskóla á íslandi. Verslunarnám hefir að þessu leyti verið hjer talsverðum erfiðleik- um bundið. Kennarar hafa orðið að styðj- ast við erlendar kenslubækur, eða láta nám- ið fara fram að mestu í fyrirlestrum — og hefir hvorutveggja verið vandræðaráðstöf- un ein. Nú í haust hefir loks í þessum efn- urn nokkuð rætst úr fyrir verslunarfólki, því að á markaðinn hafa komið tvær kenslu bækur í bókfærslu. Er önnur eftir Þorstein Bjarnason kennara í Verslunarskóla Is- lands, en hin eftir Árna Björnsson cand. polit. Má með sanni segja, að ekki var seinna vænna, að þeim fræðum, sem versl- unarstjettinni eru nauðsynlegust, væru í þessum efnum gerð einhver skil. Um efni og hentugt snið kenslubóka í bókfærslu má lengi deila. Því enda þótt undirstöðuatriði tvöfaldrar bókfærslu sjeu að vísu altaf hin sömu, er bókfærsla og bók- hald ýmsra hliðstæðra fyrirtækja mjög mismunandi. Hinar ýmsu undirbækur eru ýmist fleiri eða færri og færðar á mismun- andi hátt, jafnvel hjá fyrirtækjum, sem eru í öllum aðalatriðum sama eðlis. — Af þessu má sjá, að það er mjög erfitt, ef ekki ómögulegt, að semja kennslubók í bók- færslu, sem komið getur að óbrigðulum notum, þegar út í venjulegan „praksis“ kemur. Um bækur þær, sem hjer er um að ræða, má margt gott segja. I þeim báðum er lögð sjerstök áhersla á að skýra undirstöðuat- riði og byggingu tvöfaldrar bókfærslu, og hefir það tekist svo vel, að fullyrða má, að hvor bókin sem er, sje vel aðgengileg til bókfærslunáms, einnig þeim, sem ekki eiga kost á að njóta tilsagnar kennara. Efni bókanna er vel og skipulega niður- raðað, og þó að bók Þorsteins sje að ýmsu leyti fyllri, fari ítarlegar út í einstök at- riði og sje að því leyti hentugri sem kenslu- bók, þá hefir bók Árna þann mikla kost, að að aftan við hana er skeytt stutt reiknings- skrá, sem sýnir hvernig ýms viðskifti eru færð. Að þessu leyti er bók Árna vísir að hentugri handbók fyrir verslunarmenn. En það var ekki ætlun þess, er þetta rit-

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.