Verslunartíðindi - 01.09.1934, Side 14

Verslunartíðindi - 01.09.1934, Side 14
70 VERSLUNARTlÐINDI ið, að um -/•{ hlutar af aðalframleiðslu- vöru landbúnaðarins seljast á innlendum markaði og kemur mest af því fje, sem f.yrir það greiðist, frá sjávarútveginum, beint eða óbeint. Fjármagnið miklu minna en ætlað var. Því hefir verið hamrað inn í meðvitund manna árum saman, að ógrynni fjár sje bundið í sjávarútveginum. Niðurstöðu- tölur milliþinganefndarinnar hljóta því að koma mönnum algerlega á óvart. 30 miljónir — það er alt og sumt. Allar eignirnar nema ekki meiru en tveggja ára útgjöldum ríkisins. Eignir landbúnaðar- ins eru helmingi meiri, eða rúmlega 60 miljónir. En skuldir landbúnaðarins eru ekki nema lítið eitt hærri en skuldir sjáv- arútvegsins, eða 33 miljónir, en þó hefir enginn mælt því í gegn, að landbúnaður- inn sje hjálparþurfi. En af þessum rúmlega 30 miljónum, sem í sjávarútveginum standa, nemur verðmæti skipastólsins, togara, línuveið- ara, stærri og smærri vjelbáta, ekki nema 12 miljónum króna. En svo mikið hefir aílast á þessi skip, að meðal útflutningur sjávarafurða hefir verið á þeim árum, er skýrsla milliþinganefndarinnar nær yfir, 53 miljónir á ári. „Ríki bróðirinn“. Hin skjótu og stórfeldu uppgrip sjáv- arútvegsins hafa gert hann að „ríka bróð- urnum“ í íslensku atvinnulífi. í vasa þessa „ríka bróður“ hefir alt af verið sótt dýpra og dýpra, til þess að standast kostnað hins opinbera rekstrar, þarfan og óþarfan. Sköttum hefir verið hlaðið á þennan atvinnuveg í algerðu gáleysi. Auk hinna almennu skatta til ríkis og bæja verður sjávarútvegurinn að greiða háa tolla af hverju eina, sem til útgerðar- innar fer. Nægir í því efni að benda á hina tilfinnanlegu og ranglátu þungatolla af kolum og salti. Og það er ekki nóg með, að aðflutningsvörurnar sjeu tollað- ar. Útflutningsvörurnar eru líka skatt- lagðar, og það svo gífurlega, að útflutn- ingsgjald af sjávarafurðum hefir numið að meðaltali um og yfir 1 miljón króna á ári, síðustu fimm árin. En í þeim lönd- um, sem keppa við oss á hinum erlendu fiskimörkuðum, er hvergi tekið útflutn- ingsgjald af sjávarafurðum, en víða veitt útflutningsverðlaun á þær. Á þennan hátt hefir sjávarútvegurinn verið mergsoginn, á þennan hátt hefir „ríki bróðirinn“ orð- ið fátækur og vanmegna. Gálaus heimtufrekja heima fyrir. Innflutningshöft í markaðslöndunum. Ofan á gálausa heimtufrekju innlendra stjórnarvalda á hendur þessum atvinnu- vegi bætast svo ráðstafanir viðskiftaþjóð- anna til skerðingar á innflutningi ís- lenskra sjávarafurða. Englendingar hafa takmarkað innflutning bæði á ísuðum og söltuðum fiski. Þjóðverjar hafa stór- hækkað innflutningsgjöld á öllum sjáv- arafurðum. Og aðalviðskiftaþjóð vor — Spánverjar — hafa þegar dregið stórlega úr fiskinnflutningi vorum til Spánar. Skall þar hurð nærri hælum, að þau skil- yrði yrðu sett, að algerlega tæki fyrir þennan markað. Vonirnar um nýjan markað á Grikklandi urðu að engu, vegna þess að Grikkir kröfðust þess, að vörur yrðu keyptar fyrir alt andvirði þess fiskjar, sem þangað flyttist. I hinum öðr- um markaðslöndum vorum, Portúgal og Italíu, geta innflutnings takmarkanir skollið á hvenær sem vera skal. Meðan haftastefnunni er fylgt í al- þjóða-viðskiftum, geta þau tíðindi gerst

x

Verslunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.