Verslunartíðindi - 01.09.1934, Síða 17
VERSLUNARTÍÐINDi
73
þessara mála, og verður því ekki haldið
fram, að þar sje betur sjeð fyrir nauðsyn-
legri þekkingu á þessu sviði en í frumvarpi
Ólafs Thors.
T. d. er ráð fyrir þvi gert í frv. Ólafs
Thors, að Verslunarráðið tilnefni einn
niann, en þessu er slept í frv. stjórnar-
innar. Hafði atvinnumálaráðherrann þau
orð um þetta í eldhúsdagsræðu, að hann
skildi ekkert í, hvaða erindi maður frá
Verslunarráðinu ætti í slíka nefnd. Þeg-
ar þess er gætt, að aðalhlutverk nefndar-
innar snertir einmitt verslunina með að-
alframleiðsluvöru landsins, verður ekki
annað sagt, en að hjer sje af litlum skiln-
ingi talað á ætlunarverki íslenskrar versl-
unarstjettar.
Stjórnarliðið vill sundra samtökunum.
En stjórnarfrumvarpið miðar að því að
sundra samtökum framleiðenda, sem starf-
að hafa undanfarin missiri og reynst svo,
að öllum (einnig stjórnarliðinu) kemur
saman um, að þau hafi orðið til hinnar
mestu blessunar.
Að ætlunin sje sú, að sundra samtökun-
um, sjest best af því, að í stjórnarfrum-
varpinu er ekki gert ráð fyrir, að Sölusam-
band íslenskra fiskframleiðenda eigi neinn
fulltrúa í hinni fyrirhuguðu fiskimála-
nefnd.
Hvað sem stjórnarliðar vilja um það
segja, þá er augljóst, að frumvarp þeirra
miðar að einkasölu á saltfiski. Má það
heita fullkomin bíræfni að bera fram slíkt
frumvarp, rjett eftir að fiskframleiðend-
ur hafa haldið fund um málefni sín með
kjörnum fulltrúum víðsvegar að af land-
inu. En á þeim fundi ympraði ekki einn
einasti fundarmaður á einkasölu, og voru
þó þarna fulltrúar allra stærri stjórnmála-
flokkanna, einnig Alþýðuflokksins.
Er óhætt að fullyrða, að þrátt fyrir ým-
iskonar minniháttar ágreining, sem ávalt
verður, hvernig svo sem skipulagið er, þá
muni allur þorri útvegsmanna, stærri og
smærri um land alt, óska þess, að fisksal-
an sje framvegis í höndum þeirra sömu
manna, sem hafa haft hana með höndum
frá því Sölusambandið var stofnað, sumar-
ið 1932.
Er þess og skemst að minnast, hvernig
þeim mönnum, sem nú skipa stjórnarflokk-
ana, tókst að ráða fram úr vandræðum
síldarútvegsins með einkasölunni sælu. —
Slíkir menn eru þess ekki umkomnir, að
ráða fram úr öngþveiti sjávarútvegsins, og
þess verður að krefjast, að þeir hafi þá
ábyrgðartilfinningu, aö hlíta ráðum sjer
vitrari manna í þessum efnum — jafnvel
þó úr andstæðingahóp sjeu.
Skýrsla
Verslunarskóla íslands 1930-’34.
Það má nokkuð marka þroska og fje-
lagslegan skilning hverrar stjettar þjóð-
fjelagsins á því, hve vel hún vandar til
skólamála sinna.
Islenska verslunarstjettin er enn ung,
enda vantar mikið á, að málum hennar
sje svo skipað, að viðunandi geti talist.
Þó er það sjerstaklega athyglisvert, að
fyrsta málið, sem verslunarstjettin sam-
einast um og tekur föstum tökum, er ein-
mitt skólamálið. Brautryðjendum ís-
lenskrar verslunar var þegar í upphafi
ljóst, að einungis með góðri og víðsýnni
mentun, yrði stjettin fær um að takast á
hendur hið vandasama starf, sem henni
er gert að inna af hendi í þágu alþjóðar.
Þetta hefir síðari foringjúm og fulltrú-
um stjettarinnar einnig borið gæfu til að