Verslunartíðindi - 01.09.1934, Blaðsíða 15
VERSLUNARTÍÐINDI
71
á hverri stundu, að vjer stöndum alger-
lega úrræðalausir með meginhluta fisk-
framleiðslu vorrar.
Hjerhefir stuttlega verið lýst, hvernig
komið er högum þessa aðalatvinnuvegar
íslensku þjóðarinnar. Og niðurstaðan er
þessi: Útgerðarmennirnir eru orðnir ör-
eigar og framtíð fiskverslunarinnar er í
voða.
Mun nú öllum skiljast, að hjer þarf úr-
ræða við og þeirra skjótra. Því meiri
undrun hlýtur það að vekja, að þeim um-
bótatillögum, sem fram hafa verið born-
ar, hefir ýmist verið tekið mjög fálega,
eða þá með fullkominni andúð af núver-
andi stjórnarflokkum. Skal nú stuttlega
drepið á hin helstu úrræði, sem bent hef-
ir verið á, til þess að leysa sjávarútveginn
úr þessum vanda.
Er þá fyrst að telja tillögur þær, sem
milliþinganefndin í sjávarútvegsmálum
ber fram, frumvarp til laga um Skulda-
skilasjóð útgerðarmanna og Fiskiveiða-
sjóð Islands. Því næst frumvarp Ólafs
Thors um Fiskiráð.
Skuldaskilasjóðurinn.
Fyrir skömmu samþykti Alþingi lög um
Kreppulánasjóð, til þess að gera skuld-
ugum bændum kost á því, að koma at-
vinnurekstri sínum í horf. Skuldaskila-
sjóður sjávarútvegsins er á sama hátt
hugsaður til þess, að gera illa stæðum út-
gerðarmönnum kost á að koma undir sig
fótunum. En sá er mismunurinn á þessum
tveimur kreppuráðstöfunum, að fjeð, sem
í Skuldaskilasjóðinn er ætlað, á að koma
að öllu leyti frá sjávarútveginum sjálfum.
Eins og um hefir verið getið, þá nem-
ur útflutningsgjald á sjávarafurðum ár-
lega kringum 1 miljón króna. Stofnfje
Skuldaskilasjóðsins á að vera 5 miljónir
króna og að mestu að fást á þann hátt.
að útflutningsgjaldið renni á næstu ár-
um í þennan sjóð.
Lánin, sem sjóðurinn veitir, eru til 20
ára. Skulu þau vera afborgunarlaus
fyrstu 3 árin, en að þeim tíma liðnum
reiknast vextir af lánunum, sem þó mega
ekki fara fram úr 3 % á ári.
Með því að fá svona hagkvæm lán, er
gert ráð fyrir, að útvegsmenn geti fengið
svo mikinn afslátt af áhvílandi skuldum,
að þeim verði ekki ofviða að standa und-
ir þeim.
Það er eftirtektarvert, að sjávarútvegs-
menn hafa möglunar- og eftirtölulaust
hlaupið undir þær byrðar, sem á þá hafa
verið lagðar til hjálpar landbúnaðinum.
En þegar farið er fram á það, að sjávar-
útvegurinn fái að rjetta sig við, án beinna
framlaga frá öðrum atvinnuvegum, þá er
síður en svo, að stjórnarflokkarnir bregð-
ist drengilega við. Mun það lengi í minn-
um haft, að meiri hluti í sjávarútvegs-
nefnd neðri deildar treystist ekki til að
flytja þetta frumvarp, og hafði ekkert
fyrir sig að bera, til afsökunar þeirri
tregðu, annað en vífillengjur og útúr-
dúra.
Fiskiveiðasjóðurinn.
Gert er ráð fyrir, að Skuldaskilasjóð-
ur hafi fengið stofnfje sitt í árslok 1940.
Eftir þann tíma á útflutningsgjaldið af
sjávarafurðum að renna í Fiskiveiðasjóð.
Auk þess er gert ráð fyrir árlegu fram-
lagi úr ríkissjóði. Alls á stofnfje Fiski-
veiðasjóðsins að verða 10 miljónir króna.
Um lánveitingar úr sjóðnum mælir frv.
svo fyrir (6. gr.) :
Fje Fiskiveiðasjóðs má einungis lána
sem hjer segir:
1. Gegn fyrsta veðrjetti í skipum, eigi
stæri-i en 60 rúmlesta, og sjeu þau
ætluð til fiskiveiða,