Verslunartíðindi - 01.08.1935, Qupperneq 11

Verslunartíðindi - 01.08.1935, Qupperneq 11
VERSLUNARTÍÐINDI 87 kvartaS um „peningaeklu'* í landinu og gerðar áætlanir, sem dálítið er gaman að rifja upp. Alvarlegustu tilraunirnar til bankastofnunar voru gerðar á þingunum 1881 og 1883. Þá voru dunin yfir hin mestu ósköp eftir ágæiis árferði 1870-80, frosta- veturinn mikli 1880-81 og mislingasumar- ið 1882. — En þingdeildirnar gátu ekki komið sjer saman. Efri deild vildi banka, cn neðri deild vildi fá veðlánastofnun, og hafði því hvorug sitt fram. En á alþingi 1885 leggur stjórnin íram rækilega undirbúið frumvarp um banka, og var það samþykt. Helstu drættir í þess- um upprunalegu Landsbankalögum eru þessir: Nafn bankans er Landsbanki. Til- gangur hans er að greiða fyrir peninga- viðskiftum í landinu og styðja að fram- förum atvinnuveganna. Landsjóður lánar bankanum 1/2 miljón króna í seðlum, 50 króna, 10 kr. og 5 kr. seðlum. Eftir 5 ár greiðir bankinn landsjóði 1% af þessu láni og leggur 2% í varasjóð. Auk þess leggur landsjóður fram 10 þús. kr. til stofnkostn- aðar. Ekki voru seðlarnir innleysanlegir með gulli, heldur aðeins gegn öðrum seðl- um og „smápeningum eftir því sem tök eru á“. Störf bankans eru þessi helst: Að taka við peningum til ávöxtunar, kaupa og selja útlenda og innlenda víxla, lána ýms- ar tegundir lána og annast innheimtu. Úti- bú átti bankinn að setja sem fyrst, eink- um á Akureyri, ísafirði og Seyðisfirði. Þá eru ákvæði um ýmis hlunnindi bank- anum til handa, um stjórn hans, launakjör o. s. frv. — Um alt þetta eru svo nánari ákvæði sett í reglugerð. Bankinn var þegar í stað töluvert not- aður. Jafnaðarreikningur hans er 31. des. 1886 kr. 361.286 og við næstu árslok (1887) Landsbankahúsið nýja.

x

Verslunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.