Verslunartíðindi - 01.08.1935, Side 19
VERSLUNARTÍÐINDI
95
ar var þá ekki á marga fiska, enda var
ekki við slíku að búast, því að landsmenn
voru þá fyrst að átta sig á, að þeir mættu
refsingarlaust reka sín ,eigin verslunar-
viðskifti.
Árið 1880, eða fimm árum fyrir stbfn-
un Landsbankans, voru taldar 78 starf-
andi verslanir á landinu. Þar af var
meira en helmingur í erlendri eign, er
hafði meginhluta verslunarinnar í hendi
sjer. Þótt íslensku verslanirnar að tölunni
til væri tæpur helmingur, voru það mest
smáverslanir, sem hvergi komust í sam-
jöfnuð við hinar fjársterku dönsku versl-
anir. Þær voru svo grónar í sessi vegna
fátæktar og úrræðaleysis Jandsmanna, að
ekki vakti það mikla skelfing í herbúð-
um þeirra, þótt íslendingar samþyktu lög
um stofnun fjevana banka. En hjer fór
á annan veg en margir hugðu og umskift-
in gerðust á svo skömmum tíma, að sumir
danskir kaupmenn eiga ilt með að átta
sig á því í dag, að íslendingar þurfi ekki
lengur á þeirra milligöngu að halda.
Þessi tilraun að innlendum fjármálum
var eitt fyrsta og örlagaríkasta skrefið í
þeim framförum, sem leitt hafa þjóðina
á hálfri öld út úr fásinni, volæði og van-
trausti, og gert hana sjálfbjarga með
traust á eigin mátt og framtak.
Framundir aldamót óx bankanum lítið
fiskur um hrygg, en þó vann hinn vakn-
andi framkvæmdahugur landsmanna
starf sitt í kyrþey. Þótt bankinn á þeim
árum gæti ekki beint orðið íslenskri versl-
un mikið að liði, fer ekki hjá því, að á-
hrifa hans hefir gætt talsvert óbeinlínis.
Innflutningsskýrslur frá þessum tíma
sýna þetta best og þær eru um leið örugg-
ur mælikvarði á vaxandi velmegun lands-
manna.
Vöruflutningar til landsins 1860—1900
voru sem hjer segir:
1860—1870 meðaltal á ári 14 þús. tonn
1881—1885
1886—1890
1891—1895
1896—1900
------------36 — —
------------46 — —
------------54 — —
Á fyrstu 15 árunum, sem bankinn starf-
ar, tvöfaldast vörumagnið, sem flutt er
til landsins. Þetta ber og vitni um vaxandi
framleiðslu landsmanna, því að öðrum
kosti hefði þeim verið um megn að auka
svo vörukaup sín frá útlöndum. Það fyrir-
brigði gerðist þá á hverju ári, sem nú er
sjaldgæft orðið, að útflutningur var tals-
vert meiri en innflutningur og „ósýnileg-
ar“ greiðslur voru þá lítt þektar. Það fje,
sem þannig safnaðist umfram neysluna,
skapaði framkvæmdahug bæði í fram-
leiðslu og verslun.
Eftir aldarnótin fara landsmenn að losa
sig úr viðjum dönsku verslananna og
hrinda af sjer hinu gamla svefnþorni, að
hvergi væri hægt að versla nema í Dan-
mörku. Innlendir kaupmenn og kaupfje-
lög fóru að gerast skæðir keppinautar
erlendu verslananna, sem oft voru stirð-
lega reknar og fylgdust ekki með tíman-
um. Landsmenn fóru að Jeita sjer sam-
banda utan Danmerkur og brátt rís upp
stjett innlendra kaupsýslumanna, sem
býður vörur frá ýmsum löndum án milli-
göngu danslcra kaupmanna og selur af-
urðir til útlanda gegn greiðslu í pening-
um.
Frá öndverðu hafði Landsbankinn yfir
litlu fje að ráða, sem sjá má af því, að
stofnfje hans árið 1900 er 750 þús. kr. og
sparisjóðsfje 1,2 milj. kr. Var því ekki
við því að búast, að hann legði mikið fje
til verslunarinnar, sem verslunarstjettin
íslenska var að berjast við að Icoma und-
an erlendum yfirráðum. En aðstaðan í
þeirri baráttu breyttist milíið við stofnun
Islandsbanka, sem þá gerðist í rauninni
aðalbanki landsins. Starfaði Landsbanlc-