Verslunartíðindi - 01.08.1935, Qupperneq 24
100
VERSLUNARTÍÐINDI
lega lítils af veltufje bankans, verður ekki
sannað með tölum, því að reikningar bank-
ans liggja ekki þannig fyrir, að þeir sýni
hvernig skifting lánsfjárins hefir verið
milli atvinnuveganna á hverjum tíma, en
það er þó rjett að þetta er svona, og laus-
leg sundurliðun á lánsfje seðlabankans síð-
ustu árin á milli atvinnuveganna sýnir, að
einungis ca. 7 % eða um 4 milj. króna
koma í hlut landbúnaðarins.
Það væri þó mjög rangt að segja, að
landbúnaðurinn nyti ekki meira lánstrausts
eða lánsfjár hjá Landsbankanum en þetta,
því að hjer er aðeins um lánveitingar seðla-
bankans að ræða beint til bænda. Auk þess
eru þá veðdeildarlánin og þau eru aðallán
landbúnaðarins, en engar upplýsingar
liggja fyrir um veitingu veðdeildarlána
til bænda, nema fyrir 9. og 10. flokk veð-
deildarinnar, og nema lántökur bænda úr
þeim flokkum út á jarðeignir alls ríflega
kr. 856 þús. En þegar þessir flokkar eru
opnaðir, þá eru, eins og áður er nefnt, aðr-
ar lánastofnanir komnar til sögunnar og
síðan eru aðallántökur bændanna hjá
þeim. Einnig má líta svo á, að mikill hluti
af lánsfje samvinnufjelaganna sjeu í raun-
inni lán til landbúnaðarins, því að þeim
standa bændur aðallega, og þeirra lán
nema 11—12 % af öllu lánsfje seðlabank-
ans nú.
Rjettari hugmyndir um þýðingu Lands-
bankans, og um áhrifin af starfsemi hans
á landbúnaðinn, fæst með því að athuga,
hverjum stakkaskiftum landbúnaðurinn
hefir tekið þau s.l. 50 ár, sem bankinn
hefir starfað. Á því tímabili hafa atvinnu-
hættir og allir þjóðarhættir tekið þeim
hamskiftum og framförum, sem engan
dreymdi um fyrirfram. Við það hefir sam-
kepnin milli atvinnuveganna harðnað, en
hún er í sinni heilbrigðu mynd aflvaki, sem
knýr keppendurna til stærri átaka, meiri
umhugsunar og nýrra aðferða í atvinnu-
lífinu. Og þótt sú samkeppni sje ekki
ætíð f járhagslega sigursæl fyrir alla, þá er
hún þó þroskandi, og þroski atvinnustjett-
anna er þeirra besta vopn í atvinnubar-
áttunni.
Þegar Landsbankinn tók til starfa, voru
landsmenn um 75 þús., og þar af lifðu um
70 % af landbúnaði. Búfjárstofn bænd-
anna var þá (meðaltal fyrir árin 1885—
1890) : Sauðfje 400 þús., nautgripir 18,5
þús. og hross 30 þús. Árlegur afrakstur
jarðyrkjunnar var á sama tíma: 382 þús.
hestar taða, 765 þús. hestar úthey, 5400
tn. kartöflur og 7300 tn. rófur. Þessi var
afkomugrundvöllur 7/io hluta þjóðarinnar
um þær mundir, sem Landsbankinn var
stofnaður, og það liggur í augum uppi, að
þá gat ekki verið um annað eða meira að
ræða, fyrir þá sem landbúnaðinn stunduðu,
en að veita sjer óhjákvæmilegustu nauð-
þurftir, enda mátti heita, að athafnalífið
alt væri þá spennt í greipar kyrstöðunnar.
En, m. a. fyrir áhrifin af starfsemi Lands-
bankans, fer nú að votta fyrir nýjum lífs-
hræringum hjá þjóðinni, einnig í sveitun-
um, þegar lokið er þeirri blóðtöku, sem
þjóðin varð fyrir í flutningi stórra hópa
fólks til Vesturheims í þeirri óáran, sem
hjer var um miðbik síðasta fjórðungs síð-
ustu aldar. Til þess að gefa hugmynd um
þær breytingar, sem orðið hafa í landbún-
aðinum í tíð Landsbankans, skulu hjer
sýndar eftirfarandi tölur, sem flestar eru
dálítið tilfærðar (avrundet).
Mannf jöldi:
Ár íbúar í bæjum í sveitum Lifa á landb.
tals tals tals %
1890 70900 — — 45700 64,5
1901 78500 — — 39800 50,7
1910 85200 27500 57700 43400 51,2
1920 94700 40500 54200 40600 42,9
1930 109000 59500 49500 39000 35,8
Þessar tölur sýna, að þrátt fyrir fólks-
fjölgun í landinu, sem út af fyrir sig sýnir
vaxandi afkomumöguleika, fækkar þó