Verslunartíðindi - 01.08.1935, Blaðsíða 26
102
VERSLUNARTÍÐINDI
Landsbankinn og iðnaðurinn.
Eftir Helga H. Eiríksson, skólastjóra.
Flestir bankar eru stofnaðir með sjer-
stakt markmið fyrir augum. Aðalban'kinn,
venjulega þjóðbanki, hefir seðlaútgáfu með
höndum og aðalumsjón með peningaveltu
landsins. Aðrir bankar eru stofnaðir til
þess að styðja einhverja sjerstaka atvinnu-
grein eða hafa á hendi sjerstaka tegund
viðskifta.
Landsbanki íslands hefir jafnan verið
aðalbanki íslensku þjóðarinnar. Hann er
fyrsti bankinn og var um skeið eini bank-
inn. Allan þann tíma hafði hann því það
hlutverk á hendi, að vera bæði þjóðbanki
og að styðja alla atvinnuvegi þjóðarinnar
beinlínis eftir getu og mati forráðamanna
bankans.
En auk þess hlutverks bankanna, að
styðja sjerstaklega einhvern sjerstakan at-
vinnuveg, ber þeirn auðvitað að haga út-
lánum sínum svo, eftir því sem unt er, að
ekkert tapist af fje bankans. En þetta
tvent er oft erfitt að samrýma, og hefir
reynst svo fyrir íslenska banka sem aðra.
Iðnaður hefir hvorki verið mikill nje
fjölskrúðugur hjer á landi fram til síð-
ustu ára, enda hefir engin peningastofnun
hingað til haft það hlutverk á hendi, að
veita honum sjerstakan stuðning. Þó hefir
hann þurft bæði á stofnfje og rekstursfje
að halda eins og aðrir atvinnuvegir, og
orðið að fá það hjá lánsstofnunum, bönk-
um og sjóðum, auk þess, sem einstaklingar
hafa getað lagt fram sjálfir.
Aðstaða iðnaðarmanna gagnvart lánveit-
enaum hefir verið erfiðari en margra ann-
ara að því leyti, að þeir hafa haft lakara
veð að bjóða. Þeir, sem ekki áttu fast-
eignir, höfðu ekki annað en sjálfvörslu-
veð, vjelar og verkfæri, og framleiðslu
sína, sem sjaldnast var þannig farið, að
hún væri veðhæf. Afleiðingin varð sú, að
minna fje var lagt í iðnað, en ýmsa aðra
atvinnuvegi, t. d. útgerð og verslun, og
þróun hans því hæglátari.
Þær greinir iðnaðar, er við húsagerð
fást, hafa staðið best að vígi með öflun
f jár til framkvæmda, annaðhvort beint eða
óbeint. Þeir, sem húsin reistu, hvort sem
það voru iðnaðarmennirnir sjálfir eða aðr-
ir, höfðu veð að bjóða, sem talið var gott
og ávalt var hægt að fá lán út á. Varð það
aftur til þess, að þeir, sem að húsunum
unnu, gátu fengið vinnu sína greidda greið-
ar en annars.
Landsbanki Islands hefir frá byrjun og
fram til þessa tíma veitt þessum greinum
Landverð jarða ................. kr. 26.971.000
Húsaverð í sveitum ............... — 19.731.000
Samtals........ kr. 46.702.000
Umbætur síðustu 10 ára eru þá ekki
metnar sjerstaklega, en þær koma óbein-
línis fram í hækkuðu mati lands og húsa,
og í heildinni hefir fasteignamat í sveitum
hækkað um ríflega 14 miljónir króna á
þeim tíma, sem leið á milli þessara tveggja
mata.
Þær framfarir, sem hjer er drepið á, eru
vitanlega ekki allar Landsbankanum að
þakka beinlínis, en óbeinlínis má þó rekja
margar þeirra að meira eða minna leyti til
starfsemi hans og þeirra áhrifa, sem hann
hefir haft á atvinnulíf þjóðarinnar í
heild.