Verslunartíðindi - 01.08.1935, Síða 27
VERSLUNARTÍÐINDI
103
iðnaðarstarfsemi í landinu mjög mikils-
verðan stuðning, fyrst með almennum
bankalánum og síðan með veðdeildarlánum,
eftir að hún var stofnuð. Fasteignaveðlán
bankans, frá því að hann var stofnaður
1886 og þangað til veðdeildin var stofnuð
árið 1900, námu sem hjer segir:
1886 (1. júlí til 31. des.) .... kr. 289.430.00
1887 ...........................— 159.885.00
1888 ...........................— 104.028.30
1889 ...........................— 39.052.42
1890 ...........................— 69.436.00
1891 ...........................— 148.831.00
1892 ...........................— 111.300.00
1893 ...........................— 151.884.00
1894 ...........................— 120.584.43
1895 ...........................— 136.386.58
1896 ...........................— 166.356.00
1897 ...........................— 255.141.00
1898 ...........................— 190.500.00
1899 ...........................— 135.572.00.
Samtals........ kr. 2.078.386.00
eða að meðaltali 148.456 kr. á ári í þessi
14 ár. Meiri hluti þessa fjár mun hafa far-
ið til húsagerðar.
Veðdeildin var stofnuð árið 1900 fyrir
forgöngu sjera Eiríks Briem, og hafa ver-
ið gefnir út af henni 10 flokkar. Samkvæmt
skýrslu Landsbankans fyrir 1934 hafa alls
verið veitt úr veðdeild 6939 lán, að upphæð
kr. 35.530.400, frá því að veðdeild tók til
starfa 20. júlí 1900 til ársloka 1934. Og
þótt veðdeildin hafi lánað nokkuð út á
jarðir, þá hefir megnið af þessu fje farið
til ýmiskonar byggingastarfsemi.
En auk þessa hefir bankinn lánað til ým-
iskonar iðnaðarstarfsemi frá byrjun, þeg-
ar viðunandi veð var í boði, og á þann hátt
stutt að þróun iðnaðar í landinu.
Það má því segja, að stofnun og starf-
semi bankans hafi verið mikilsverður
stuðningur iðnaði í landinu, og einkum í
Reykjavík, með þeirri starfsemi sinni.
Fasteignaveðlán Landsbankans til húsa-
gerðar, bæði bankans sjálfs og veðdeildar-
innar, eftir að hún var stofnuð, hafa tví-
þætt gildi. I fyrsta lagi hafa þau gert
kleift að byggja kauptún og kaupstaði
landsins. Hýbýlabætur á íslandi hafa verið
mestar síðan Landsbankinn tók til starfa,
og þótt aðrar peningastofnanir eigi sinn
drjúga þátt þar í tvo síðustu áratugina, þá
hefir Landsbankinn komið skriðunni af
stað og ýtt vel á eftir. Sjest það meðal
annars á því, að enn þá á veðdeildin 3842
lán úti, að upphæð samtals um 24 miljónir.
Mörg hinna snotru, veglegu húsa, er risið
hafa upp síðustu árin víðsvegar um land-
ið, og sjerstaklega í Reykjavík, væru ó-
bygð án hennar. Fjöldi íslendinga, sem nú
býr í sæmilegum húsakynnum, mundi enn
þá verða að sætta sig við gömlu og ljelegu
hýbýlin, ef þessi lánastarfsemi hefði ekki
komist á fót.
Starf bankans hefir að þessu leyti haft
bæði heilsufræðilegt og menningarlegt
gildi.
Hin hliðin á þessu máli er sú, að í sam-
bandi við byggingastarfsemina og sem af-
leiðing af henni, hafa risið upp ýmsar fleiri
iðngreinir og sumar náð miklum þroska.
Má þar til nefna húsgagnasmíði, hús-
gagnabólstrun, trjeskurð, gipssteypu og
margt fleira, eða næstum því alla iðnstarf-
semi, er til heimilisþarfa heyrir. Hefir veð-
lánastarfsemi bankans þannig beinlínis og
óbeinlínis ýtt undir þróun víðtækrar iðn-
aðarstarfsemi, sem annars hefði átt litla
tilverumöguleika hjer á landi.
En okkar ungi iðnaður hvílir á fleiri
stoðum en þeim, sem að framan eru nefnd-
ar. Allmikil iðnaðarstarfsemi og fjölmenn
er nátengd útgerðinni og á tilveru sína og
þróun undir velgengni hennar. Skipa- og
bátasmíði, járn- og vjelsmíði, netagerð og
veiðarfæra, seglasaumur og margt fleira
er beint háð útgerðinni, og allur iðnaður
nýtur góðs af því fjármagni, sem hún veit-
ir inn í landið. Stuðningur Landsban'kans
við útgerð landsmanna, fyrst meðan hann