Verslunartíðindi - 01.08.1935, Qupperneq 31

Verslunartíðindi - 01.08.1935, Qupperneq 31
VERSLUNARTÍÐINDI Í07 er t. d. náið samband milli þeirra og versl- unarinnar við útlönd. Þetta, sem hjer hefir verið drepið á, sýn- ir, hve samtengdur bankinn og starfsemi hans er athafnalífi þjóðarinnar og hinum einstöku viðskiftafyrirbrigðum. Er hjer ekki altaf auðvelt að greina á milli orsakar og afleiðingar, ekki auðvelt að greina á milli þess, hvort mikil seðla- umferð orsakast af öru viðskiftalífi, eða hvort hin öru viðskifti eru vegna mikillar seðlaveltu. Er hjer oftast um gagnkvæm áhrif að ræða. Þó er það alveg víst, að seðlaútgáfa bankans, og hvernig henni er hagað, hefir beinlínis hin víðtækustu áhrif á viðskifti landsins öll. Að þessu leyti verð- ur þýðing Landsbankans fyrir atvinnuvegi þjóðarinnar aldrei nógsamlega viðurkend. Landsbankinn og sparlfje landsmanna. Sá þátturinn í starfi Landsbankans, sem almenningur hefir sennilega fylgst best með, er ávöxtun sparifjár landsmanna. Einnig á þessu sviði hefir Landsbankinn int mikið og heilladrjúgt starf af hendi. Árið 1886, er hann tók til starfa, var söfn- un sparifjár í þeim skilningi, sem nú er lagður í það hugtak, af skiljanlegum ástæð- um næsta óþekt fyrirbrigði. Að vísu hafði sparisjóður verið stofnaður í Reykjavík árið 1870, en að honum kvað aldrei mikið, enda var hann sameinaður Landsbankan- um skömmu eftir stofnun hans. Svo mikils virði, sem það er hverri þjóð, að nota ekki allan afrakstur af árlegri vinnu sinni þegar í stað, heldur verja ein- hverjum hluta hans til viðhalds og full- komnunar þeirrar tækni, sem stuðst er við í lífsbaráttunni, þá var þetta þó enn nauð- synlegar hinni íslensku þjóð á síðari hluta 19. aldar. Þjóðin var þá annarsvegar þrungin framfarahug og ótrauð í stórræði, en hinsvegar bláfátæk, fákunnandi og bjó við úrelta tækni. Grundvöllurinn að efna- legri viðreisn þjóðarinnar hlaut því að byggjast á ítrustu sparneytni landsmanna. Og það varð hlutverk Landsbankans, þótt fleiri komi þar einnig mjög við sögu, að sameina krafta þjóðarinnar á þessu sviði, að taka við sparifje þjóðarinnar og beina því síðan að hinum margvíslegu viðfangs- efnum, sem úrlausnar biðu. Er það alveg víst, að það sparifje, sem Landsbankanum hefir verið falin umsjón með, hefir mjög stutt þá viðleitni hans, „að styðja að fram- förum atvinnuveganna í landinu". Þetta fje var bankanum því kærkomnara sem starfs- fje hans var lengi framan af mjög af skorn- um skamti. í eftirfarandi töflu er gefið yfirlit yfir innistæðufje í sparisjóði hjá Landsbank- anum frá stofnun hans (í árslok): 1887 ........................ 353 þús. kr. 1890 ........................ 562 — — 1895 ........................ 934 — — 1900 ...................... 1.208 — — 1905 ...................... 2.603 — — 1910....................... 3.091 — — 1914 ...................... 4.556 — — 1918 ..................... 11.484 — — 1922 ..................... 19.408 — — 1925 .................... 24.421 — — 1926 .................... 24.900 — — 1927 .................... 27.373 — — 1928 .................... 30.141 — — 1929 .................... 31.310 — — 1930 .................... 31.848 — — 1931 .................... 27.065 — — 1932 .................... 29.219 — — 1933 .................... 29.636 — — 1934 .................... 30.108 — — Yfirlit þetta sýnir stórkostlega aukningu á sparisjóðsinnistæðum í Landsbankanum og þar af leiðandi stórum bætta afkomu þjóðarinnar. Örust hefir aukningin orðið um stríðstímann, en einnig á árunum 1926 —28 hefir bankanum borist mikið spari-

x

Verslunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.