Morgunblaðið - 04.06.2018, Blaðsíða 2
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Yngsti þingmaður í sögu Alþingis
tekur sæti á þingi í dag. Það er
Karl Liljendal Hólmgeirsson, vara-
þingmaður Miðflokksins í Norð-
austurkjördæmi, sem fyllir sæti
Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Karl er 20 ára og 355 daga gamall
og slær því met Bjarna Halldórs
Janussonar, sem var 21 árs og 154
daga gamall þegar hann tók sæti á
þingi. Karl segist ekki alltaf hafa
haft áhuga á pólitík en að áhuginn
hafi þróast hratt. ,,Ég byrjaði í
pólitík fyrir um það bil tveimur ár-
um. Þá varð ég varaformaður Fé-
lags ungra framsóknarmanna á Ak-
ureyri.“
Sagði sig úr Framsókn
Karl gekk til liðs við Miðflokkinn
í kjölfar þess að fyrrverandi for-
maður Framsóknarflokksins, Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson, sagði
sig úr flokknum og stofnaði Mið-
flokkinn. ,,Ég átti ekki samleið
lengur með Framsóknarflokknum
og ákvað því að segja mig úr
honum. Þá var ég óákveðinn með
framhaldið en svo var Miðflokkur-
inn stofnaður og ég gekk í hann
sem stofnfélagi.“
Bauð sig fram í bæjarstjórn
Karl stundar nám við Verk-
menntaskólann á Akureyri og legg-
ur þar stund á viðskipta- og hag-
fræði. Starfsumhverfið á Alþingi er
eflaust ólíkt því sem Karl er vanur
en hann segist vona að hann sé
tilbúinn í þingstörf. ,,Það er mikil
lífsreynsla fólgin í tækifæri sem
þessu en ég er auðvitað hrikalega
ungur og það kemur í ljós hvernig
fer.“
Karl er þó ekki alls kostar óvan-
ur pólitík því til viðbótar við að
hafa verið varaformaður ungra
framsóknarmanna á Akureyri bauð
hann sig fram til bæjarstjórnar í
nýliðnum sveitarstjórnarkosn-
ingum. Þar var hann í þriðja sæti
,,Ég var fyrst efins um að taka
sæti á lista fyrir bæjarstjórnar-
kosningar en ég er mjög ánægður
með að hafa gert það. Baráttan var
skemmtileg og ég er spenntur fyrir
komandi tímum.“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ungur Karl Liljendal verður 21 árs eftir 10 daga. Hann sest á þing í dag sem
varaþingmaður Miðflokksins og verður þá yngsti þingmaður Íslandssögunnar.
Menntaskólanemi verður þingmaður
Yngstur þing-
manna frá upphafi
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Mikil umferðarteppa myndaðist á
Hringbraut í Reykjavík síðdegis í
gær eftir að dagskrá lauk á Hátíð
hafsins úti á Granda. Þegar verst
lét myndaðist bílaröð sem náði
langleiðina vestur að JL-húsinu.
Miklar teppur og lokanir ein-
kenndu umferðina í og kringum
miðborg Reykjavíkur um helgina.
Á laugardag var Hátíð hafsins,
opnun Listahátíðar í Reykjavík,
WOW-hjólreiðakeppni og Tweed
Ride og þurfti lögregla að greiða
úr nokkrum vandamálum sem
sköpuðust.
„Það voru veitingamenn sem
þurftu að færa veislur því fólk
komst ekki í miðbæinn. Við þurft-
um líka að bjarga nokkrum brúð-
kaupum. Við fylgdum að minnsta
kosti tveimur brúðum í gegnum
miðbæinn í Dómkirkjuna til að þær
þyrftu ekki að ganga of langt í slör-
inu. Það má segja að það hafi verið
takmörkuð ánægja með þessar lok-
anir,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson
yfirlögregluþjónn. hdm@mbl.is
Lögregla
bjargaði
brúðkaupum
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
» Alls hafa 24 einstaklingar
yngri en 27 ára tekið sæti á Al-
þingi, þar af þrír yngri en 22 ára.
» Karl Liljendal Hólmgeirsson
er sá yngsti sem tekið hefur
sæti á Alþingi.
» Karl er varaþingmaður Mið-
flokksins en yngst kjörinna al-
þingismanna er Jóhanna María
Sigmundsdóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins, sem var
21 árs og 303 daga þegar hún
var kjörin á þing fyrir Fram-
sóknarflokkinn árið 2013.
» Sá næstyngsti sem hefur
tekið sæti á þingi er Bjarni Hall-
dór Janusson, sem var 21 árs og
142 daga þegar hann tók sæti á
þingi sem varaþingmaður Við-
reisnar í fyrra.
Ungir á þingi
24 YNGRI EN 27 ÁRA
Í dag er spáð
vestlægri átt á
landinu, 3-10 m/s,
skýjuðu með
smásúld vestan-
lands, en bjart
verður með köfl-
um austantil á
landinu. Víða
verður bjart með
köflum og hiti
verður á bilinu
10-18 stig, svalast á Vestfjörðum.
Á höfuðborgarsvæðinu verður
vestlæg átt, 3-5 m/s, með lítilsháttar
súld og hiti verður 8-12 stig.
Á morgun og miðvikudag er spáð
hægri breytilegri átt eða hafgolu og
að skýjað verði með köflum. Hiti
verður 8-18 stig. Á fimmtudag og
föstudag er spáð hægri suðlægri eða
breytilegri átt, skýjað verður með
köflum en víða bjart norðaustantil.
Hiti verður á bilinu 8-18 stig. Á laug-
ardag og sunnudag er spáð hægri
breytilegri átt, áfram mildu veðri.
Svipað veður
í kortunum
Svalast verður í
veðri á Vestfjörðum
Sumar Íbúa SV-
lands lengir eftir sól.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Kæra hefur borist sýslumanninum
á Vestfjörðum vegna gildis kjör-
skrár í hreppsnefndarkosningum í
Árneshreppi á Ströndum. Barst hún
nú um helgina og hefur Jónas Guð-
mundsson sýslumaður þegar skipað
þriggja manna nefnd lögfræðinga,
lögum samkvæmt, sem mun taka
afstöðu til kærunnar. Skrifaðir fyrir
kærunni eru Elís Svavar Kristins-
son og Ólafur Valsson. Telja þeir að
skilyrði til að ógilda niðurstöðu
kosninganna séu uppfyllt.
Gagnrýna málsmeðferðina og
telja upp ýmis meint brot
Árneshreppur hefur verið í um-
ræðunni vegna lögheimilisflutninga
í hreppinn í aðdraganda sveitar-
stjórnarkosninganna. Deilt er um
byggingu Hvalárvirkjunar í hreppn-
um, sem er sá fámennasti á Íslandi.
Þjóðskrá Íslands felldi að lokum úr
gildi marga þeirra lögheimilisflutn-
inga sem um ræðir.
Í kærunni er málsmeðferð
hreppsnefndar, oddvita hrepps-
nefndar og Þjóðskrár Íslands gagn-
rýnd harðlega. Einnig er því haldið
fram að hreppsnefnd hafi brotið
gegn ákvæðum laga um að taka til
meðferðar athugasemdir frá öðrum
en Þjóðskrá og ákvæðum laga um
leiðréttingar á kjörskrá.
Þá eru talin upp ýmis meint brot
á ákvæðum sem varða framlagn-
ingu kjörskrárinnar, þ. á m. brot á
skyldu til að auglýsa aukafundi
hreppsnefndar, brot á skyldu til að
auglýsa hvar kjörskrá lægi frammi,
brot á skyldu til að leggja hana
fram tíu dögum fyrir kjördag og
síðustu daga fyrir kjördag og brot á
skyldu til að senda tilkynningar til
kjörstjórnar.
Í kafla kærunnar um máls-
meðferð Þjóðskrár Íslands segir að
hún sé „fordæmalaus með öllu í
tengslum við kosningar“ og ýmsir
meintir vankantar á meðferðinni
taldir upp.
Kærendur telja að ekki hafi verið
rétt staðið að framkvæmd kosning-
anna í skilningi laga um kosningar
til sveitarstjórna og að gallar á
framkvæmdinni séu svo alvarlegir
að þeir hljóti í eðli sínu alltaf að
hafa áhrif á niðurstöðu kosninga.
Einnig telja þeir að fullnægt sé skil-
yrðum laga um að ætla megi að úr-
slit hefðu orðið önnur, hefði sú
málsmeðferð ekki verið í andstöðu
við sett lög.
Kærendur telja að skilyrði til
ógildingar kosninganna séu upp-
fyllt. Til stuðnings þeirri ályktun er
m.a. vísað til ákvörðunar Hæsta-
réttar frá 2011 um lögmæti kosn-
inga til stjórnlagaráðs.
Niðurstaða áðurnefndrar nefndar
sýslumanns er kæranleg til dóms-
málaráðuneytisins.
Kosningarnar í Árneshreppi kærðar
Tvær kærur borist sýslumanninum á Vestfjörðum Telja alvarlega galla á kosningaframkvæmdinni
Gallarnir hljóti í eðli sínu að hafa áhrif á úrslitin Þjóðskrá Íslands, hreppsnefnd og oddviti gagnrýnd
Morgunblaðið/Golli
Árneshreppur Mikið var fjallað um lögheimilisflutninga í Árneshrepp í að-
draganda kosninganna 26. maí. Gildi kjörskrár er nú dregið í efa.