Morgunblaðið - 04.06.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.06.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2018 Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna, verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið. Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent 12in Wall fan Hi-line Sabre Plate DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Hreint loft og vellíðan Það borgar sig að nota það besta VENT–AXIA VIFTUR Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Útskrift nemenda á unglingastigi í Brúarskóla var með óhefðbundnu sniði í ár. Útskriftin markar endalok níu vikna samstarfsverkefnis Dale Carnegie og Brúarskóla þar sem markmiðið er að styrkja og efla sjálfsmynd og samskiptafærni barna í námi. Nemendur fögnuðu áfang- anum með foreldrum eða forráða- mönnum og fluttu allir ræðu við til- efnið. Samstarfið er styrkt af Velferðarsjóði barna en sjóðurinn og Dale Carnegie hófu sína vegferð fyrir tæpum tveimur árum og hafa á þeim tíma útskrifað um 100 nem- endur í Dale Carnegie-fræðum, þá fyrst og fremst börn á aldrinum 10- 12 ára. Þau hafa þó einnig tekið að sér sérverkefni með eldri börnum líkt og í Brúarskóla. Gekk framar vonum Brúarskóli er skóli fyrir börn sem eiga við námsörðugleika að stríða, sem rekja má til ýmissa erfiðleika. Ragna Klara Magnúsdóttir, umsjón- armaður barna- og unglingasviðs Dale Carnegie, var yfir sig ánægð með samstarfið. „Verkefnið gekk vonum framar. Þeir einstaklingar sem tóku þátt í ferlinu styrktu sig allir með einhverjum hætti og bættu sig í bæði samskiptum og mark- miðsetningu. Þetta eru börn sem höfðu enga trú á sér en hafa nú lært að temja sér betri samskipti, hafa unnið í sjálfstrausti sínu og öðlast framtíðarsýn í fyrsta sinn.“ Ekki síður reynsla fyrir kennarana Þjálfun á kennurum í Brúarskóla var í höndum þjálfara Dale Carnegie sem heimsóttu bekkina tvisvar í viku yfir níu vikna tímabil. Ragna Klara telur kennarana ekki síður hafa haft gott af námskeiðinu. „Þetta eru kennarar með mikla reynslu en þeir sjá að þessar aðferðir virka og þeim finnst þeir hafa lært eitthvað nýtt.“ Ragna Klara segir enn fremur að ár- angur úr verkefnum á við þessi gefi bæði þeim og skólunum sem þau hafa unnið með byr undir báða vængi. „Það sem kom á óvart er að við sjáum að það geta í raun allir bætt sig í samskiptum og það gefur okkur von.“ Betri tengsl lykilatriði Dale Carnegie-aðferðafræðin snýst að miklu um markmiðasetn- ingu og þjálfun í bæði samskiptum og tjáningu fyrir framan aðra, en Rakel segir krakkana hafa opnað sig á nýjan hátt. ,,Krakkarnir náðu að tengjast betur og kynnast á öðruvísi hátt. Það er ómetanlegt.“ Velferðarsjóður barna mun styrkja Dale Carnegie til áframhald- andi fræðslu á komandi misserum og telur Rakel mikla þörf á því. „Við sjáum að þörfin er til staðar og okk- ar aðferðir eiga fullt erindi í alla grunnskóla.“ „Krakkarnir öðlast framtíðarsýn“  Samstarfsverkefni Dale Carnegie og Brúarskóla lauk í gær með útskrift nemenda Morgunblaðið/Hari Gleðidagur Krakkar á unglingastigi í Brúarskóla útskrifaðir eftir níu vikna námskeið á vegum Dale Carnegie. Lengst til vinstri er Rakel Klara Magnúsdóttir, þjálfari og sviðstjóri barna- og unglingadeildar Dale Carnegie. Ljóst er að róttækar breytingar hafa orðið á stofnvistfræði rjúp- unnar eftir árið 2003 og stofn- sveiflan líkt og áður er ekki lengur til staðar, hvað sem síðar verður. Frá þessu segir á vef Náttúru- fræðistofnunar Íslands, en lokið er rjúpnatalningum á vegum stofnun- arinnar vorið 2018. Mikil fjölgun rjúpna var alls staðar á landinu nema á Suður- landi, Suðausturlandi og Austur- landi. Miðað við ástand stofnsins frá síðustu aldamótum er rjúpna- fjöldinn í ár í meðallagi eða yfir meðallagi í öllum landshlutum. Rjúpu fjölgaði víðast hvar á land- inu á milli áranna 2017 og 2018, en stytting virðist hafa orðið á reglu- legum stofnsveiflum. Fjölgunin var mjög áberandi á Vestfjörðum og Norðvesturlandi. Kyrrstaða eða fækkun var á Suð- urlandi, Suðausturlandi og Austur- landi. Í Þingeyjarsýslum var þétt- leiki karra í vor, sá þriðji hæsti frá því talningar hófust árið 1981. Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins og nánari greining á ástæðum fjölgunar munu liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á afföllum rjúpna frá árinu 2017 til 2018 og varpárangri í sumar. Tíu til tólf ára reglubundnar nátt- úrulegar sveiflur í stofnstærð hafa einkennt íslenska rjúpnastofninn, en þær hafa breyst í kjölfar friðunar á árunum 2003 og 2004 og samdráttar í veiði frá árinu 2005. Nú er mun styttra á milli hámarka sveiflna en áður. Miðað við ástand stofnsins frá síðustu aldamótum er rjúpnafjöldinn árið 2018 í meðallagi eða yfir meðal- lagi í öllum landshlutum. Tíðarfar tafði talningar Tíðarfar var mjög óhagstætt og tafði talningar, en rjúpur voru taldar á 33 svæðum í öllum landshlutum. Alls sáust 1822 karrar, sem er 1−2% af áætluðum heildarfjölda karra í landinu samkvæmt stofnstærðar- mati. Talningarnar voru unnar í samvinnu við náttúrustofur, Vatna- jökulsþjóðgarð, Skotvís, Fuglarann- sóknastöð Suðausturlands og ýmsa áhugamenn. Um 30 manns tóku þátt í talningunum að þessu sinni. Víðast hvar fjölgaði rjúpu frá árinu 2017 til 2018 og fjölgunin var mjög áberandi á Vestfjörðum og Norðvesturlandi. Kyrrstaða eða fækkun var á Suðurlandi, Suðaustur- landi og Austurlandi. Í Þingeyjar- sýslum var þéttleiki karra í vor þriðji hæsti frá því talningar hófust árið 1981. Stofninn var í hámarki á Norð- austurlandi vorin 1986 og 1998. Verulega dró úr afföllum rjúpna frið- unarárin 2003 og 2004 og stofninn óx. Á Norðausturlandi var stofninn í hámarki vorin 2005, 2010 og 2015, og nú er hann þar í mikilli uppsveiflu. Stofnbreytingar í öðrum landshlut- um hafa fylgt svipuðu mynstri. Breytingar á lengd stofnsveiflunnar hafa komið verulega á óvart. Fyrir árið 2000 stóðu fækkunarskeið í fimm til átta ár og fjölgunartímabil í fjögur til fimm ár. Hámark var árið 1998 og næstu hámörk miðað við fyrri reynslu hefðu átt að vera árið 2010 og verða aftur árið 2022. Frá árinu 1998 hafa komið þrír greini- legir toppar í fjölda rjúpna, árin 2005, 2010 og 2015, og aðeins liðlega fimm ár á milli toppa. Nú stefnir í fjórða toppinn á stuttum tíma. erna- yr@mbl.is Rjúpnastofninn víðast í uppsveiflu  Talning sýnir mikla fjölgun rjúpu á landinu nema á Suður-, Suðaustur- og Austurlandi  Breytingar á lengd stofnsveiflna koma á óvart  Veiðiþol rjúpnastofnsins mun liggja fyrir í ágúst eftir mælingar Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Rjúpuungi Eftir er að meta hvernig varp og afföll fuglanna verða í sumar. Icelandair hóf um nýliðna helgi reglubundið áætlunarflug til borgarinnar San Francisco í Kali- forníuríki í Bandaríkjunum. Þetta er 23. áfangastaður flugfélagsins í Norður-Ameríku og verður flogið þangað fjórum sinnum í viku fram í október. Í tilkynningu frá Icelandair segir að borgin hafi verið í leiðakerfi fé- lagsins fyrir um áratug . Borgin sé ein þekktasta og vinsælasta ferða- mannaborg í heimi og ein fjölmenn- asta borg Bandaríkjanna. Icelandair flýgur nú til San Francisco Flug Icelandair flýgur nú til San Francisco. Ítalski geðlæknirinn Domenico Nesci, fjallar um sjálfsvígin í Jones- town í Gvæjana í S.-Ameríku í fyrirlestri í Hringsal Landspítalans þriðjudaginn 12. júní kl 12-13. Yfir 900 manns sviptu sig lífi í Jonestown 18. nóvember 1978 að áeggjan æðsta prests safnaðarins Jim Jones. Dr. Nesci kemur hingað vegna Norræna geðlæknaþingsins. Ræðir sjálfsvígin í Jonestown 1978

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.