Morgunblaðið - 04.06.2018, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2018
Guðjón Herbert Eyjólfsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suður-nesja, á 50 ára afmæli í dag. Hann byrjaði að starfa með vara-liðinu árið 1992 og hefur verið í föstu starfi þar frá 1993. Hann
hefur verið varðstjóri frá árinu 2008. Brunavarnirnar sjá um allt
Reykjanesið fyrir utan Grindavík og einnig byggingarnar á Kefla-
víkurflugvelli, en slökkviliðið þar sér um flugvélarnar. „Svo sinnum
við öllum sjúkraflutningum þar, það er mest að gera í því.“
Þegar blaðamaður hringdi í Herbert á föstudaginn síðastliðinn var
hann ásamt konu sinni staddur í rútu á leiðinni til Coventry, til að sjá
tónleika með Rolling Stones sem fram fóru á laugardaginn. „Þetta var
afmælisgjöf frá konunni. Svo lendum við heima á afmælisdaginn og
bjóðum ættingjum heim um kvöldið. En það verður engin stórveisla.“
Herbert keppti í kraftlyftingum á yngri árum og keppti tvisvar í
sjómanni á heimsleikum lögreglu- og slökkviliðsmanna og nældi sér í
brons árið 1999 og silfur árið 2003. „Ég held mér ennþá við en keppi
ekki lengur. Fyrir utan líkamsrækt þá hef ég gaman af ferðalögum og
útivist, en það verður ekkert farið í fjallgöngu í sumar því ég sleit á
mér hásin fyrir viku. Þannig að ég er á hækjum, en það kom ekki til
greina að sleppa Stones-tónleikunum.“
Eiginkona Herberts er Kolbrún Norðmann Þorgilsdóttir, fjöl-
skyldumeðferðarfræðingur hjá Barnavernd Reykjanesbæjar. Börn
þeirra Alexandra, f. 1993, Eyjólfur Eðvald, f. 1996, og Thelma Ósk, f.
1998. Dóttir Herberts áður er Þórdís Lára, og á hún 30 ára afmæli í
dag, Barnabörnin eru Leonard Ben 11 ára og Natan Bogi 5 ára, Þór-
dísarbörn.
Hjónin Herbert og Kolbrún stödd í Bratislava í Slóvakíu í fyrra.
Á hækjum á Rolling
Stones-tónleikum
Herbert Eyjólfsson er fimmtugur í dag
S
igríður Snæbjörnsdóttir
fæddist í Reykjavík 4.6.
1948 og ólst þar upp, í
Laugarásnum.
Hún var í Langholts-
skóla, lauk landsprófi úr Vogaskóla,
stúdentsprófi frá MR 1968, hjúkr-
unarprófi frá Hjúkrunarskóla Íslands
1973, námi við Landakotsspítala og
öðlaðist sérfræðileyfi í svæfinga-
hjúkrun 1975, lauk BSc-prófi í hjúkr-
un við University of Winconsin í
Madison í Bandaríkjunum 1982 og
MSc-prófi þaðan í sjúkrahússtjórnun
1984 og hefur sótt námskeið erlendis
og hérlendis.
Sigríður var svæfingahjúkrunar-
fræðingur við Landakotsspítala 1975-
77, hjúkrunarframkvæmdastjóri við
lyfjadeild Landspítalans 1985-88,
hjúkrunarforstjóri við Borgarspít-
alann 1988-95, við Landakotsspítala
1995 og við Sjúkrahús Reykjavíkur
1996-2000, framkvæmdastjóri
Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands
2001-2002, forstjóri Heilbrigðisstofn-
unar Suðurnesja 2002-2013, var verk-
efnastjóri hjá Þróunarsamvinnu-
stofnun Íslands í Malaví 2006-2007,
verkefnastjóri hjá Krabbameins-
félagi Íslands 2013-2015 og fram-
Sigríður Snæbjörnsdóttir, fyrrv. hjúkrunarforstjóri – 70 ára
Stórfjölskyldan Sigríður og Sigurður, ásamt móður hennar, systkinum, börnum, tengdabörnum og barnabörnum.
Við yfirstjórn í hjúkr-
un í rúma þrjá áratugi
Á Akrópólishæð Sigríður og Sigurður með Erekþeion-hofið í baksýn.
Þessar duglegu stelpur, Arnheiður Ólafsdóttir, Aníta Snædís Gautadóttir,
Hrafndís Jana Gautadóttir og Kristín Elma Margeirsdóttir, söfnuðu dósum á
Akureyri að andvirði 11.000 krónur til styrktar Rauða krossinum á Íslandi.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Til í mörgum
stærðum og ge
Nuddpottar
Fullkomnun í líkamlegri vellíðan
rðum
Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177
Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift
að Morgunblaðinu í einnmánuð.
Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón