Morgunblaðið - 04.06.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.06.2018, Blaðsíða 26
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í Hlíðasmára vinnur hópur fólks hörðum höndum að því að skapa risastóran ævintýraheim og nota til þess allranýjustu tækni í leikjagerð. Gangi allt að óskum mun ævintýra- leikurinn The Darken koma út í kringum áramótin 2020-21 fyrir bæði PC tölvur, PlayStation og Xbox og verður vonandi fyrsti leik- urinn af mörgum sem gerist í þess- um sama heimi. „The Darken er sögudrifinn ævintýraleikur, og sögusviðið ekki ósvipað því sem fólk þekkir úr t.d. sjónvarpsþáttunum Game of Thrones eða úr Hringadróttinssögu Tolkiens,“ segir Friðrik Aðalsteinn Friðriksson forritari og einn af stofnendum Myrkurs, sem fram- leiðir leikinn. „Spilarinn upplifir stórbrotinn heim sem minnir helst á kvikmynd, nema hvað hann getur ráðið því hvernig sagan þróast.“ Tölvuleikurinn er af þeirri stærð- argráðu að það kemur á óvart að hjá Myrkur skuli aðeins ellefu manns vinna í fullu starfi. Friðrik segir að það sé aðeins vegna ný- legra tækniframfara að hægt er að smíða leik af þessari gerð án þess að hafa marga tugi og jafnvel mörg hundruð starfsmanna. „Fyrir bara tveimur árum hefði verið óvinnandi verk fyrir svona smáan hóp að gera svona metnaðarfullan leik.“ Gætu skannað Almannagjá Tæknin gerir leikjasmiðum Myrkurs fært að stytta sér leið og nota skanna og hreyfinema til að búa til söguhetjur í leiknum sem hreyfa sig á sannfærandi hátt og líta út eins og alvöru fólk. Friðrik og félagar geta meira að segja skannað heilu skógana og dalina inn í leikinn og þannig sparað sér ómælda vinnu sem annars færi í að hanna og teikna hvern hól og hvern runna. Á döfinni er að skanna hluta af Haukadalsskógi og í sumar munu starfsmenn Myrkurs skanna lands- lagið á völdum stöðum í Kanada og með myndavélum og ljósum, og tekur upp andlitshreyfingar og svipbrigði af mikilli nákvæmni,“ út- skýrir Friðrik. „Í júlí verðum við búin að bæta við enn meiri búnaði sem leyfir okkur að taka upp marga leikara í einu og getum við þá tekið upp heilar senur þar sem nokkrar persónur úr leiknum eiga í sam- skiptum eða takast á. Rödd, leik- ræn túlkun og hver minnsta líkams- hreyfing leikarans skilar sér á tjaldið, eða öllu heldur á tölvuskjá- ínn.“ Sagan getur endað á ýmsa vegu Spilarinn fer með hlutverk Ryn, ungrar bardagakonu sem þjónar konungsfjölskyldunni á svæðinu, en þarf að taka stjórn á eigin örlögum þegar heimalandi hennar er ógnað. „Í leikjaheiminum flokkast The Darken sem dökk fantasía. Höfund- arnir hafa skapað einstakt sögusvið og ráðast sögulok af þeim ákvörð- unum sem spilarinn tekur,“ segir Friðrik og lætur það fljóta með að ekki verði hægt að lofa því að sagan Geta stytt sér leið með skönnum  Starfsmenn Myrkurs nota háþróaða skanna til að færa hluti úr raunheimum inn í ævintýralegan tölvuleik og geta þannig gert mjög stóran og raunverulegan heim með mun minni fyrirhöfn en ella Morgunblaðið/Eggert Galdrar Friðrik Aðalsteinn Friðriksson ásamt Halldóri Snæ Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Myrkurs, í myndatökuveri fyrirtækisins. í Evrópu. „Við byrjuðum á að skoða leysigeislaskanna en það skilaði ekki þeirri niðurstöðu sem við vildum. Í dag nýtum við tækni sem byggir alfarið á ljósmyndum og för- um við þá leið að skanna inn til- tekna hluta skógarins, s.s. nokkur tré, nokkra steina, og undirlagið. Með þessum gögnum getum við smíðað þrívíddarmódel á tiltölulega einfaldan og fljótlegan hátt,“ út- skýrir Friðrik og bendir á að beita megi sömu aðferð á dali og gljúfur. „Við gætum t.d. haft Almannagjá í leiknum með því að láta dróna fljúga yfir svæðinu og skanna það þannig inn.“ Sams konar tækni er notuð til að skapa persónurnar í leiknum og er Myrkur einn af sárafáum leikja- framleiðendum sem fara þessa leið. „Þau leikjafyrirtæki sem nota svip- aða tækni fá sérhæfð stúdíó til að skanna inn leikara, en það er kostn- aðarsamt að greiða öðrum fyrir þessa vinnu og smíðuðum við okkar eigið myndver. Þar skönnum við inn andlit, líkamsbyggingu, föt og klæði og allskonar muni til að skapa sannfærandi söguhetjur.“ Margir vilja vera persóna í tölvuleik Myrkur auglýsti nýlega eftir fyrirsætum og leikurum og létu við- brögðin ekki á sér standa. Er greinilegt að marga langar að verða að persónu í tölvuleik. „Á fyrsta sólarhringnum bárust okkur meira en hundrað umsóknir,“ upplýsir Friðrik og tekur fram að við gerð The Darken muni þurfa að skanna inn mikinn fjölda andlita. „Hæfi- leikaríkir leikarar geta leikið marg- ar söguhetjur í leiknum og við bæt- um einfaldlega ólíkum andlitum við hverja persónu.“ Stúdió Myrkurs samanstendur af fjölda skynjara og sérstökum bún- ingum sem saman rekja hreyfingar leikaranna og ná að fanga 120 ramma á sekúndu. „Sérstakur hjálmur er festur á andlit leikarans Smáatriði Með skönnun má gera mjög fjölbreytt og nákvæmt um- hverfi sem virkar sannfærandi. 26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2018 VÖNDUÐ JEPPADEKK Á FRÁBÆRU VERÐI STÆRÐ 315/70R17 49.600,- kr. STÆRÐ 285/70R17 46.900,- kr. ARCTIC TRUCKS | KLETTHÁLSI 3 | 110 REYKJAVÍK | 540 4900 WWW.ARCTICTRUCKS.IS ÞÚ FÆRÐ JEPPADEKKIN HJÁ OKKUR!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.