Morgunblaðið - 04.06.2018, Side 19

Morgunblaðið - 04.06.2018, Side 19
miðjum Hvalsnesskriðum frá miðnætti til klukkan átta um morguninn næsta dag. þetta var á hringveginum í ágúst en enginn bíll átti þar leið um, og engir GSM-símar, veðrið var dásamlegt og við skemmtum okkur samt vel og hlógum mik- ið. Önnur saga af okkur Boddu er þegar við fórum með lítilli flugvél á Höfn til að halda upp á 400 ára afmæli verslunar á Djúpavogi. Þegar á flugvöllinn kom sáum við hvað vélin var lít- il og urðum hálfskelkaðar en létum okkur hafa það enda er- indið brýnt, allt gekk vel og við skemmtum okkur konunglega alla helgina á þessum undur- fagra stað. Það var mjög sárt fyrir okkur systkinin þegar hún greindist með þennan sjúkdóm og seinna fundum við mikla breytingu á persónuleika henn- ar. Við systkinin vorum á leið- inni heim frá Höfn þegar við fréttum af andláti hennar, við kvöddum hana svo næsta morg- un á Sólvangi, ásamt börnunum hennar, það var dýrmæt stund. Elsku Bodda systir, ég veit að allt fólkið okkar í Sumarlandinu hefur tekið vel á móti þér. Inni- legar samúðarkveðjur til allra sem þótti vænt um hana. Takk fyrir samveruna, sjáumst síðar elsku Bodda mín. Þín systir Karen. Nokkur minningarorð um góðan vinnufélaga. Hún Borg- hildur okkar er látin eftir veik- indi síðustu ár, sem því miður ágerðust undir það síðasta. Ég dáðist að henni þegar hún var ein með börnin sín og var oftast í tveimur störfum, því allt þurfti að standa eins og stafur á bók. Henni þótti ekki gott að skulda, það þekktum við sem vorum henni samtíða. Borghild- ur hafði góða nærveru og var vel liðin, það fann ég þegar fé- lagar okkar hjá VÍS spurðu um hvernig henni liði. Helga mín, ég þakka þér fyrir að vera í sambandi við mig og fékk ég alltaf fréttir af mömmu þinni. Mínar hugheilar samúðar- kveðjur til ykkar allra, því að farin er góð kona og móðir. Sveinsína Ásdís (Sína). Fyrripart árs 1959 byrjaði stór hópur ungra stúlkna á dag- námskeiði, sem kallað var, í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Margt dreif á dagana þennan vetur, til dæmis var rúmlega helmingur hópsins trúlofaður þegar leið að vori. Þannig tókst til að sex okkar ákváðu að stofna saumaklúbb. Borghildur Emilsdóttir var ein í þessum hópi. Glæsileg stúlka, alltaf glöð og hláturmild, ein- staklega myndarleg í verkum sínum, hvort sem var í mat- argerð eða handavinnu, og heimilið bar fagurt vitni um smekkvísi og alúð. Við höfum átt afar trygga og góða vináttu og gert ýmislegt okkur til skemmtunar þessi tæp 60 ár sem við höfum þekkst. Lengi vel buðum við mönn- unum okkar út að borða á vorin og þá voru síðir kjólar málið og Lídó var aðalstaðurinn. Árið 2007 fór saumaklúbbur- inn til Flórída í yndislega ferð, sem var fróðleg og skemmtileg og gleymist seint. Seinustu árin voru Borghildi erfið vegna heilsubrests. Undir það síðasta var hún á Sólvangi og naut þar góðrar aðhlynning- ar. Við kveðjum kæra vinkonu með söknuði. Nú máttu hægt um heiminn líða, svo hverju brjósti verði rótt, og svæfa allt við barminn blíða, þú bjarta heiða júlínótt. Hver vinur annan örmum vefur og unga blómið krónu fær. Þá dansar allt, sem hjarta hefur, er hörpu sína vorið slær. (Þorsteinn Erlingsson) Friður sé með þér. Erla, Sigríður, Elín, Ester og Þuríður. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2018 Í dag kveðjum við Pétur Lúð- vík Marteinsson frænda minn hinstu kveðju. Lúlli, eins og við kölluðum hann, og móðir mín heitin voru þremenningar. Í minni stóru móðurfjölskyldu héldust fjölskylduböndin við Lúlla, föður hans og langömmu mína alla tíð sterk. Þeir feðgar heimsóttu okkur oft á æskuheim- ilið í Blesugróf og við þá á Lind- argötuna. Lengi vel var tilefni heimsókna okkar til þeirra bað- ferðir okkar barnanna þar sem nokkuð skorti á heita vatnið í út- hverfinu. Ég minnist þess hve skemmtilegt var að fá þá feðga í heimsókn, báða jafn káta og mál- glaða, færandi góðgæti og fréttir. Eftir að Matti féll frá hélt Lúlli þeim heimsóknum áfram ásamt Áslaugu sinni og hélt ætíð góðu sambandi við foreldra mína með- an þau lifðu. Hann var af verkafólki kominn og gleymdi því ekki. Hann lærði til flugmanns og lagði mikið á sig til að láta þann draum rætast. Vann oft á eyrinni hjá Eimskip Pétur Lúðvík Marteinsson ✝ Pétur LúðvíkMarteinsson fæddist 24. nóvem- ber 1932 í Vest- mannaeyjum. Hann lést á Vífils- stöðum 19. maí 2018. Útför Péturs fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju í dag, 4. júní 2018, klukkan 13. með föður sínum milli verkefna í fluginu, en það gekk skrykkjótt á þessum árum. Hann sagði mér einhvern tíma að hann hefði getað veggfóðrað her- bergi með öllum uppsagnarbréfun- um sem hann fékk. En þar lá ævistarf- ið þó að víða hafi hann komið við. Ekki breyttist þó starfsheitið í símaskránni sem var loftsigl- ingafræðingur, sem var mjög lýsandi fyrir karakter hans. Lúlli var hávaxinn, breiðleitur en samsvaraði sér vel, hógvær, hjálpsamur, seinþreyttur til vandræða, barngóður og ekki var hann alveg laus við þrjósku, eins og hann átti ættir til. Ekki man ég eftir honum öðruvísi en burstaklipptum og grásprengd- um. Jafnan glaður í bragði, langt að kominn, flugmaðurinn í fjöl- skyldunni. Við börnin nutum þess að eiga frænda sem var sigldur og hafði frá mörgu að segja af ókunnum löndum og fólki. Ekki skemmdi það fyrir þegar hann kom færandi hendi rétt fyrir áramótabrennuna. Mér og mínum reyndist hann ætíð vel og er mikil eftirsjá að honum gengnum. Samúðar- kveðjur sendi ég kærri Áslaugu, Margréti, Marteini og sonarson- um um leið og ég þakka fyrir samferðina. Karl Alvarsson. Elskulegur sonur okkar, bróðir, barnabarn, langömmubarn, frændi, mágur og vinur, EINAR DARRI ÓSKARSSON, Hagamel 1, Hvalfjarðarsveit, lést á heimili sínu föstudaginn 25. maí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju, þriðjudaginn 5. júní klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast Einars Darra er bent á Styrktarsjóð Einars Darra fyrir ungmenni í fíkniefnavanda, reiknnr. 0354-262322, kt. 160370-5999. Óskar Vídalín Kristjánsson Bára Tómasdóttir Andrea Ýr Arnarsdóttir Aníta Rún Óskarsdóttir Árni Kristján Rögnvaldsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG ÞORLEIFSDÓTTIR, Boðahlein 20, Garðabæ, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 28. maí. Útför hennar verður gerð frá Garðakirkju þriðjudaginn 5. júní klukkan 13. Hjálmfríður Ragnheiður Sveinsdóttir Þorgeir Magnússon Erla Guðjónsdóttir Þorleifur Friðrik Magnússon Anna Björg Aradóttir Viðar Magnússon Sigríður Elín Thorlacius Snorri Magnússon Elín Steiney Kristmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SOFFÍA SIGURÐARDÓTTIR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 29. maí á hjúkrunarheimilinu Sólvangi. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 6. júní klukkan 13. Helga, Fjóla, Hulda, Svala, Lilja, Árdís og Sædís Markúsdætur, tengdasynir, ömmubörn og langömmubörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, SIGURLÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR kennari, Glæsibæ 7, 110 Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 31. maí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 11. júní klukkan 13. Gunnlaugur Hjaltalín Jónsson Björn Axelsson Birna Bessadóttir Jón Hjaltalín Gunnlaugsson Helga Guðjónsdóttir Þór Gunnlaugsson Íris Ólafsdóttir barnabörn og systkini Okkar ástkæra SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR lögfræðingur, Bræðraborgarstíg 15, Reykjavík, lést föstudaginn 1. júní í faðmi fjölskyldunnar á kvennadeild Landspítalans. Útförin verður auglýst síðar. Jónatan Þórmundsson, fjölskylda og vinir ✝ Þóra Þorbergs-dóttir fæddist í Bakkakoti í Meðal- landi 6. júlí 1927. Hún lést á Dvalar- heimilinu Hjalla- túni í Vík í Mýrdal 28. maí 2018. Foreldrar henn- ar voru Guðlaug Marta Gísladóttir, f. 1903, d. 1989, og Þorbergur Bjarna- son, f. 1902, d. 1994. Þegar Þóra var á fyrsta ári flutti fjölskyldan að Hraunbæ í Álftaveri og þar ólst hún upp. Hún eignaðist 13 systkini sem eru Bjarni, f. 1928, d. 2016, Gísli Guðni, f. 1929, d. 2010, Vilhjálmur Þór, f. 1931, d. 1992, Guðrún Erla, f. 1933, Fjóla, f. 1934, Einar, f. 1934, Guðlaug, f. 1935, Jón Þór, f. 8.10. 1906, d. 1990. Börn þeirra eru Sigurður Karl, f. 16.2. 1952. Kona hans er Áslaug Einars- dóttir, f. 1958. Þau eiga þrjú börn og sjö barnabörn. Vilborg, f. 1.11. 1954. Maður hennar er Kristján Benediktsson, f. 1949. Þau eiga þrjú börn, sjö barna- börn og tvö barnabarnabörn. Anna Matthildur, f. 19.2. 1959. Maður hennar er Einar Hjörleif- ur Ólafsson, f. 1955, þau eiga tvö börn og tvö barnabörn. Jón, f. 19.2. 1959, kona hans er Sigrún Guðmundsdóttir, f. 1965, þau eiga tvö börn. Þóra og Hjálmar bjuggu í Bólstað til 1977 en þá fluttu þau til Víkur í Mýrdal. Þóra fór fljót- lega að vinna á Prjónastofunni Kötlu ásamt því að sinna heimili og prjóna lopapeysur. Árið 2003 flutti Þóra í íbúð á Dvalarheim- ilinu Hjallatúni í Vík og bjó þar fram í febrúar 2017 að hún flutti á hjúkrunardeild heimilisins þar sem hún lést. Útför Þóru fer fram frá Vík- urkirkju í dag, 4. júní 2018, klukkan 14. 1937, Anna Sigríð- ur, f. 1938, d. 2013, stúlka, f. 1940, d. 1940, Guðrún, f. 1941, d. 1997, Kjartan, f. 1944, og Sigurveig Jóna, f. 1945. Börn Þóru með Reyni Emil Sig- tryggssyni, f. 1923, d. 1953, eru Þor- bergur Þorsteinn Reynisson, f. 20.3. 1949, kona hans er Gunnhildur Haralds- dóttir, f. 1952. Þau eiga tvö börn og þrjú barnabörn. Guð- laugur Gísli Reynisson, f. 8.6. 1950, d. 1982, hann átti einn son. Árið 1951 kom Þóra að Ból- stað í Mýrdal og hóf búskap með Hjálmari Böðvarssyni, f. Komið er að kveðjustund, amma Þóra hefur kvatt okkur! Eftir situr mikill söknuður, minningar margar og góðar en ekki síst þakklæti, þakklæti fyr- ir að hafa fengið að eiga stað í hjarta ömmu Þóru, kynnast hennar ótrúlegu gleði og æðru- leysi gagnvart lífinu. Þegar ég var lítil stelpa var einn af mínum uppáhaldsstöðum í veröldinni Hlíðarendi, heimili ömmu og afa. Á Hlíðarenda var manni alltaf tekið með bros á vör, á Hlíðarenda mátti leika sér alls staðar, það voru engir spari- staðir hjá henni ömmu, á Hlíð- arenda var alltaf til gott að borða og á Hlíðarenda var alltaf til nammi í skálinni. Við amma þurftum ekki að hafa mörg orð um hlutina, ein- hvern veginn skildum við alltaf hvor aðra. Amma var ein af þeim sem var notalegt að sitja með í þögn- inni, svo yndislega nærveru hafði hún. Mér eru minnisstæð- ar stundirnar þar sem við sátum saman, amma prjónaði eða lagði kapal og ég litaði í litabók. Ef ég litaði heila síðu án þess að lita neitt út fyrir þá laumaði amma að mér einum Bismark-mola áð- ur en við fengum okkur kaffi- tíma. Amma Þóra var hæfileikarík á mörgum sviðum, hún var þekkt fyrir lopapeysurnar sínar og kleinubaksturinn. Ég þreytt- ist aldrei á því að státa mig af því að amma mín gæti prjónað eina lopapeysu á dag. Oft bakaði hún nokkur hundruð kleinur og bætti svo við nokkrum flatkök- um í bílskúrnum með Pálínu vin- konu sinni. Mikla virðingu bar ég fyrir ömmu minni og hún var mér mikil fyrirmynd. Amma lét aldrei eftir sér að segja styggðaryrði um nokkurn mann, hún kvartaði ekki yfir nokkrum hlut og ég minnist þess aldrei að hún hafi skammað okkur krakkaskarann á Hlíðar- enda. Hún var alltaf hlæjandi, þakklát og jákvæð. Þetta lífs- viðmót hennar ömmu minnar var ótrúlegt og gerði hana svo einstaka. Að ferðast var eitt af því skemmtilegasta sem amma gerði, við amma fórum saman í margar hestaferðir þar sem hún sá um að nesta mig og Bjarna frænda, nestið hennar ömmu sló öllu öðru við. Einnig vorum við Guðjón svo heppin að fá að fara með ömmu og foreldrum mínum hringferð um landið, þessi ferð kemur oft til tals á mínu heimili, það var einstakt að ferðast með ömmu. Amma veikist þegar ég gekk með Brynju Björk, yngsta barn- ið mitt, þær stundir sem ég sat hjá ömmu á rúmstokknum, nuddaði á henni fæturna og náði að segja henni hversu mikils virði hún væri mér voru ómet- anlegar. Amma var staðráðin í að kynnast litlu stúlkunni sem ég bar undir belti og áður en amma kvaddi fengu þær tæpa 16 mán- uði til að kynnast og dugði það þeim vel til að verða miklar vin- konur. Börnin mín minnast ömmu með einni setningu: Langamma var alltaf hlæjandi, líka þegar hún var lasin. Þegar Guðjón heimsótti ömmu gekk amma úr skugga um að hann ætti nóg af ullar- sokkum, því amma stóð fastar á því en fótunum að ef honum yrði ekki kalt á fótunum á jökli, þá yrði honum ekki kalt. Frá því að við Guðjón fórum að vera saman hefur hann alltaf haft ullarsokka frá ömmu Þóru í bakpokanum sínum. Amma og Guðjón voru líka hjartanlega sammála um ágæti koníaks og uppskar sú umræða oft mikil hlátrasköll. Takk fyrir allt amma mín, ég kveð þig með trega en trúi því að dag einn hittumst við í sum- arlandinu. Þín ömmustelpa, Sæunn Elsa Elsku amma. Þegar ég sest niður og skrifa til þín þessi kveðjuorð er mér efst í huga þakklæti og góðar minningar. Þakklæti fyrir að fá að hafa þig hjá mér í 45 ár. Þakklæti fyrir allt sem þú kenndir mér og gafst mér. Það voru ekki allt veraldlegar gjafir, heldur ekki síst tími, gleði og umhyggja. Minningarnar eru margar. Ég man ekki mikið frá tímanum í Bólstað, en þó man ég eftir drullubúinu sem ég átti fyrir ut- an eldhúsgluggann og vissi allt- af af þér hinum megin við glerið. Ég man líka þegar við fórum frá Vík að Hraunbæ og ég fékk að sofa í skápnum inni hjá lang- ömmu og langafa og þú svafst undir boðstofuborðinu. Minning- arnar frá Hlíðarenda eru fleiri. Þar voru steiktar kleinur og maður mátti borða eins mikið og maður gat í sig troðið. Þar lærði ég að verka fýl og borða. Þar lærði ég að prjóna og þar mátti næstum allt. Elsku amma. Það var dýr- mætt að hafa þig hjá mér á mikilvægustu augnablikum í lífi mínu, þegar ég skírði dætur mínar og fermdi og gifti mig. Takk fyrir að kenna mér æðruleysi. Takk fyrir að kenna mér að sjá ljósu punktana á til- verunni. Takk fyrir allt. Þín Kristín Jóna. Þóra Þorbergsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.