Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Page 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.6. 2018 Margir hafa borið lof á Danny Rose fyrir hugrekkið sem hann sýndi í vikunni; þeirra á meðal Vilhjálmur Bretaprins. „Vel gert. Þú skalt vera stoltur. Ég stend með þér,“ sagði prinsinn þegar hann heimsótti lands- liðið á æfingu. Michael Bennett, sem hefur með velferð leikmanna að gera hjá enska knatt- spyrnusambandinu, tók í sama streng í samtali við BBC. „Því fleiri sem stíga fram, þeim mun auðveldara verður það fyrir hina sem þjáðst hafa í hljóði.“ Það er ekkert leyndarmál að éghef staðið í ströngu hjá Tott-enham á þessari sparktíð. Það varð til þess að ég fór að finna sál- fræðing sem greindi mig með þung- lyndi. Það veit enginn um þetta; ég hef hvorki greint mömmu né pabba frá þessu og það fýkur örugglega í þau þegar þau lesa þetta. En ég hef haft þetta fyrir mig fram að þessu.“ Þessi orð, sem enski landsliðsmað- urinn í knattspyrnu Danny Rose lét falla í samtali við nokkra breska fjöl- miðla í vikunni, hafa að vonum vakið mikla athygli. Enda þótt það sé smám saman að breytast hefur um- ræðan um þunglyndi og geðræna kvilla hjá knattspyrnumönnum og íþróttamönnum almennt legið í lág- inni og rannsóknir sýna að menn eru tregir til að vekja máls á þessu af ótta við að það verði túlkað sem veik- leikamerki. Andlegur styrkur skiptir oft og tíðum ekki minna máli en sá líkamlegi í íþróttum og menn vilja ekki gefa höggstað á sér. Sjálfur var Danny Rose búinn að byrgja sína vanlíðan lengi inni. Allt byrjaði þetta í janúar 2017 þegar hann meiddist illa á hné. Honum gekk illa að fá sig góðan af meiðsl- unum og fann hvernig lundin þyngd- ist jafnt og þétt. Ekki bætti úr skák að í miðri endurhæfingunni fyrirfór frændi hans sér. „Það átti líka þátt í að hrinda þunglyndinu af stað,“ sagði hann við fjölmiðla í vikunni. Fleira kom til. Þannig tók Rose það mjög nærri sér þegar móðir hans varð fórnarlamb kynþáttaníðs í heimabæ hans, Doncaster, síðasta sumar. „Hún var mjög reið og í uppnámi yfir þessu og síðan kom einhver heim til okkar og skaut bróður minn hér um bil í andlitið – skotið var úr byssu á heimili mitt.“ Reiddist út af engu Rose var á góðum skriði þegar hann meiddist, bæði með Tottenham og enska landsliðinu, og viðurkennir að erfitt hafi verið að sitja á hliðarlín- unni og fylgjast með öðrum leik- mönnum fara á kostum. Til að byrja með tjáðu læknar honum að hann þyrfti ekki að fara í aðgerð en þegar batinn var lítill sem enginn að fjórum mánuðum liðnum var mælt með því að hann færi undir hnífinn. „Þarna var ég farinn að reið- ast ítrekað út af öllu og engu og vildi sem minnst af fótbolt- anum vita. Hvað þá að sinna endur- hæfingunni,“ segir Rose og viðurkennir að hann hafi tekið öll tiltæk lyf til að freista þess að koma sér í leikhæft stand fyrir Tott- enham. Allt kom fyrir ekki. Rose er ekki þeirrar skoðunar að hann hafi verið meðhöndlaður með öðrum hætti en aðrir leikmenn „en þetta var erfitt og þannig byrjaði þetta allt saman“. Rose var liðugt um málbeinið með- an hann var meiddur og vöktu sum ummæli hans furðu; eins og þegar hann kvartaði undan því í fjölmiðlum að hann og liðsfélagar hans væru ekki á nægilega háum launum. Þá lá hann Tottenham á hálsi fyrir að kaupa ekki stórstjörnur heldur leikmenn sem þyrfti að gúggla. Hann baðst í fram- haldinu velvirðingar og þjálfarinn, Mauricio Pochettino, tók það til greina. „Orð féllu og hlutir áttu sér stað bak við tjöldin hjá félaginu mínu en ég vil ekki fara nánar út í þá sálma hér vegna þess að þá verð ég bara sektaður á ný,“ sagði hann í vikunni. Í máli Rose kom fram að hann hefði um tíma tekið lyf við þunglynd- inu en væri hættur því nú. „Mér líður vel í dag.“ Í öðru viðtali, við breska blaðið the Evening Standard, vakti Rose máls á öðru eldfimu máli, kynþátta- fordómum í knattspyrnu. Þar kom meðal annars fram að hann vildi ekki að fjölskylda sín legði leið sína á HM í Rússlandi af ótta við níðinga, en kyn- þáttafordómar hafa lengi verið vandamál á völlum þar um slóðir. „Ég vil ekki þurfa að hafa áhyggjur af öryggi fjölskyldu minnar meðan ég er að búa mig undir fyrsta leikinn á HM. Pabbi er í uppnámi út af þessu; það heyrði ég á rödd hans enda segir hann að þetta gæti verið síðasta tæki- færi hans til að sjá mig á HM. Að heyra það kom róti á tilfinngalíf mitt enda er þetta mjög dapurlegt. En einhverra hluta vegna fékk Rússland að halda HM og við verðum bara að bíta í skjaldarrendurnar.“ Sjálfur kveðst hann orðinn „dof- inn“ gagnvart kynþáttafordómum og segir knattspyrnuyfirvöld þess ekki umkomin að stemma stigu við vand- anum. „Verði ég fyrir fordómum vegna litar míns í Rússlandi mun ekkert gerast. Þannig á það ekki að vera en er það því miður.“ Talar ekki undir Rose Enski landsliðsmaðurinn Danny Rose stal senunni í sparkheimum í vikunni með einlægri frásögn af þunglyndi sínu og almennum erfiðleikum. Þá vill hann ekki fá fjölskyldu sína á HM í Rússlandi af ótta við kynþáttafordóma. Lof frá prinsinum Vilhjálmur Bretaprins AFP Danny Rose í leik með Englandi gegn Nígeríu á dögunum. Hann hefur gengið um dimman dal en líður betur í dag. ’ Enska landsliðið hefur veitt mér mikla sáluhjálp og ég fæ seint fullþakkað knattspyrnustjóranum [Gareth Southgate] og læknateyminu. Enski landsliðsmaðurinn Danny Rose. ERLENT ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is KANADA VANCOUVER Hann lést í vikunni, kominn á áttræðisaldur og eftir baráttu við krabbamein. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Ted, eins og maðurinn var nefndur, hafði búið í um áratug á kaffi húsi í borginni. Önnur úrræði voru ekki í boði. Hann nærðist og svaf á næsta borði við snyrtinguna. Örlög hans hafa vakið hörð viðbrögð og umtal um stöðu húsnæðismála í borginni. BANDARÍKIN WASHINGTON Donald Trump forseti skammaði fjölmiðla eins og hund í vikunni vegna vangaveltna þeirra um eiginkonu hans, Melaniu, en hún hafði ekki sést opinberlega í tæpan mánuð, þegar hún „fannst“ loksins í vikunni. „Þeir hermdu af öllu mögulegu, að hún hefði hér um bil sálast, farið í andlitslyftingu, yfi rgefi ð Hvíta húsið og mig og farið til New York eða Virginiu, og verið beitt ofbeldi. Allt tóm steypa. Hún hefur það ljómandi gott,“ sagði forsetinn. ÁSTRALÍA SYDNEY Aukin notkun lyfs sem koma á í veg fyrir HIVsmit hefur dregið verulega úr smokkanotkun karla sem stunda kynlíf með öðrum körlum, ef marka má nýlega rannsókn. Niðurstaðan er túlkuð þannig að dregið hafi úr ótta karla við smit. Önnur rannsókn bendir raunar til þess að almennt sé að draga úr smokkanotkun samkyn- hneigðra og tvíkynhneigðra karla í landinu, óháð notkun lyfsins. JAPAN TÓKÍÓ Stjórnvöld hafa brugðist við nokkrum áberandi málum, þar sem háttsettir embættis- menn eru grunaðir um kynferðislega áreitni, með því að senda karla sem gegna slíkum störfum á sérstakt námskeið. Neiti þeir að sækja námskeiðið gæti ferill þeirra verið í hættu. Aðstoðarfjármálaráðherra landsins sagði af sér í apríl sl. eftir að hann var staðinn að óviðeigandi framkomu í garð blaðakonu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.