Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Qupperneq 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Qupperneq 23
Penninn húsgögn 274.900 kr. Melody-hillusamstæðan er með því fallegra sem gerist í hilluheiminum. Hið ofursnjalla hönnunarteymi Neuland Industriedesign stendur að baki hönn- uninni, en margir þekkja hinar víðfrægu Random-hillur þess. Framleiðandi er MDF italia. Verðið á við um eina blokk en hér á myndinni eru þær fjórar. IKEA 53.500 kr. Svalnäs-hillurnar eru undir greinilegum áhrifum hinna sívinsælu hansahillna en þessi gerð, sem er blanda af hvítum festingum og hillum úr bambus, gefur stofunni milt yfirbragð og rænir ekki athyglinni frá fallegu stofustássi. Willamia 398.000 kr. Látlaus fágun í þessum fögru bókahillum frá Saba Italia sem kallast Leyva. Alessandro Michele, maðurinn sem er ábyrgur fyrir því að svona margar konur ganga um í lit- ríkum og blómaskreyttum kjólum, sýndi ný- verið nýja línu Gucci-tískuhússins í Suður- Frakklandi. Línan er milli- lína, svokölluð „cruise“- lína og er fyrir árið 2019. Hann sveik ekki frekar en fyrri daginn og var fatnaðurinn og öll framsetning á tísku- sýningunni leikræn og listræn. Það jók á dramatíkina að sýningin fór fram í Alys- camps, kirkjugarðaborg (necropolis) nærri Arles frá tímum Rómverja. Sýningin fór fram um kvöld og var andrúms- loftið dulrænt og seið- andi og reykur lék um fyrirsæturnar á meðan Michele messaði yfir tískugestunum. Þessi hattur er algjört listaverk. Skyrtukraginn er risastór og í anda áttunda áratugarins. Slaufan bindur útlitið saman. Litríkt með leikrænum tilburðum Gucci heldur áfram að heilla heimsbyggðina með litríkum fötum en Alessandro Michele, listrænn stjórnandi tískuhússins, virðist hafa náð tangarhaldi á tískuheiminum og ekkert bendir til þess að hann sleppi því taki í bráð. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Reykurinn léði sýningunni dul- rænt yfirbragð. Stórgert blómamynstr- ið passar vel við ísaumaða gullþráðinn. AFP Krossinn gefur fatnaðinum trúarlegt yfir- bragð og fyrirsætan heldur töskunni nærri, líkt og prestur myndi gera við biblíu. Það fer vel að nota litríka slæðu við stór sólgleraugu. Himneskt hárskraut. 10.6. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 TÍSKA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.