Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.6. 2018
HEILSA Með því að sippa brennir maður helling af kaloríum, eykur þol og æf-ir jafnvægið og samhæfingu. Það besta við sippubandið er að það fer
ekkert fyrir því og því er hægt að sippa hvar og hvenær sem er.
Sipp sipp sipp
Allir vita að það er mikilvægt að bursta tenn-
urnar til að koma í veg fyrir tannskemmdir
og flestir (vonandi allir!) bursta tennurnar
kvölds og morgna, í það minnsta. Það sem
hins vegar vill oft gleymast er mikilvægi þess
að nota tannþráð. Hvenær dagsins hann er
notaður skiptir ekki máli; mikilvægast er að
hann komi við sögu a.m.k. einu sinni á dag.
Og ekki grípa í það sem hendi er næst þótt
eitthvað festist á milli tannanna, t.d. fingur-
nögl, því það getur sært tannholdið.
Með því að nota tannþráð fjarlægjum við
meira en fimm hundruð bakteríutegundir
sem lifa á matarleifum og óhreinindum sem
vilja festast á milli tannanna. Þessar bakt-
eríur geta gert okkur lífið leitt með tann-
skemmdum, bólgum og sýkingum í tann-
holdi. Svo ekki sé minnst á andremmu sem
er ekki bara hvimleið fyrir okkur sjálf, heldur
líka fólkið í kringum okkur.
TANNHEILSA
Upp með tannþráðinn
Tannþráðurinn hjálpar til við að fá fallegt bros
og losna við andremmu.
Reuters
Það getur verið auðvelt að detta í neikvæðni og
niðurbrot og leyfa hugsunum á borð við hvað maður
hefur það skítt miðað við þennan og hinn, hræðslu
við höfnun og alls konar áhyggjur að ná tökum á
manni. Stundum fara hlutirnir ekki á þann veg sem
maður hefði kosið. En útkoman er ekki endilega það
sem máli skiptir, heldur hvernig maður vinnur úr
henni. Lítur maður á glasið sem hálffullt eða hálf-
tómt? Hugurinn er öflugt verkfæri sem hægt er að
þjálfa í að muna frekar góðar stundir en slæmar.
Á vefsíðunni psychologytoday.com má finna nokkur
góð ráð til að láta ekki neikvæðnina ná tökum á sér.
Eitt þeirra er að njóta augnabliksins þegar manni líð-
ur vel og leggja það á minnið. Það getur verið gott
að rifja upp góðu augnablikin þegar syrtir á álinn.
Annað er að einbeita sér að jákvæðum hugsunum
þegar þær neikvæðu fara á kreik. Svo er mælt með
því að maður vandi sig í samskiptum því það fylgir
því góð tilfinning að koma vel fram við aðra og af
kurteisi og virðingu.
Hugurinn er öflugt verkfæri. Er
glasið hálffullt eða hálftómt?
ANDLEG LÍÐAN
Haltu í góða skapið
Berglind Ósk tölvunarfræðingurvar búin að vinna við þróunhugbúnaðar hjá Plain Vanilla í
þrjú ár þegar hún upplifði kulnun í
starfi. Henni fannst hún ekki stand-
ast samanburð við vinnufélaga sína
og reyndi að sanna sig með því að
taka á sig meiri vinnu. Það endaði
með því að hún brann út. Hún tók sér
leyfi frá vinnu og fór til sálfræðings
þar sem hún rakst á hugtak sem á
ensku hefur oftast verið kallað imp-
ostor syndrome, en þýtt ýmist sem
blekkingarheilkenni eða, eins og hún
kýs að kalla það, loddaralíðan. Það
lýsir sér þannig að einstaklingnum
finnst hann ekki standa sig vel, allir
aðrir séu hæfari og klárari og það sé
bara tímaspursmál hvenær upp kom-
ist að hann sé ekki eins klár og allir
haldi.
„Rannsóknir hafa sýnt að um 70%
af fólki hafa upplifað þessa líðan á
einhverjum tímapunkti, en það er
misjafnt hversu sterkt, hversu lengi
og hversu oft. Þetta getur komið fyr-
ir alla, jafnvel fólk sem er búið að ná
frama og er á góðum stað í lífinu, sem
gefur til kynna að þetta sé ekki raun-
hæft mat. Einkennin eru viðvarandi
kvíði og vanmáttarkennd og hræðsla
við að taka á sig meiri ábyrgð þótt
mann langi til þess. Sumir nota líka
þá leið að vinna meira til að sanna sig.
Ég gerði það sjálf og það fór ekki
vel.“
Berglind hefur lesið sér mikið til
um heilkennið og haldið fyrirlestra
bæði hér heima og í Bandaríkjunum
og Evrópu.
„Ég hef fengið ótrúlega mögnuð
viðbrögð við fyrirlestrunum. Sumir
hafa ekki heyrt um þetta áður á með-
an aðrir tengja strax. Það er svo gott
að fá að vita að maður sé ekki einn að
glíma við þetta.“
Er þetta algengara í einhverjum
ákveðnum starfsgreinum en öðrum?
„Já, þetta er mjög algengt í grein-
um þar sem er mikill hraði og pressa,
eins og í tölvunargeiranum, og í
skapandi greinum. Að undanförnu
hafa t.d. margar kvikmyndastjörnur
og margir leiðtogar stigið fram og
talað um að þeim líði svona enn í dag.
Þar á meðal leikkonan Meryl Streep
og Cheryl Sandberg, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Facebook.“
Er eitthvað sérstakt sem orsakar
þetta heilkenni?
„Rannsóknir sýna að nokkrir
þættir geta stuðlað að því. Til dæmis
ef börn fá misvísandi skilaboð í upp-
eldinu; þeim annaðhvort hrósað of
mikið eða of lítið. Það getur leitt til
brenglunar í að leggja raunhæft mat
á hæfileika sína og afrakstur. Lík-
urnar aukast í minnihlutahópum og
oft hefur verið talað um að konur
lendi frekar í þessu.“
Flestir, ef ekki allir, finna ein-
hvern tíma til vanmáttarkenndar á
ævinni. Hvað skyldi vera til ráða ef
hún er komin út fyrir það sem eðli-
legt getur talist og jafnvel farin að há
manni? „Fyrsta skrefið er að tala um
þessa líðan við aðra; það hjálpar
rosalega mikið að tala um þetta.
Vinnuumhverfið þarf líka að vera
heilbrigt og traust þannig að fólk
geti beðið um hjálp og finni að það sé
allt í lagi að viðurkenna að maður viti
ekki allt. Það er gott að skoða styrk-
leika sína og veikleika, skrifa þá nið-
ur og velta fyrir sér af alvöru í hverju
maður sé góður; hvar maður standi
sig vel. Og gera það sama varðandi
veikleikana.“
Læknast maður einhvern tíma af
þessu?
„Ég held að maður losni aldrei al-
veg við þetta, þetta er bara mannleg
líðan. Ég er meðvituð um það þegar
hún gerir vart við sig hjá mér og er
farin að vita að þetta gerist þegar ég
er að byrja á nýju verkefni. Til dæm-
is þegar ég er að takast á við eitthvað
sem ég kann ekki eða er að læra eitt-
hvað nýtt. Í staðinn fyrir að líða illa
út af því þá skilgreini ég tilfinn-
inguna og geri mér grein fyrir því að
mér líður svona af því að ég er að
læra eitthvað nýtt. Ég segi við sjálfa
mig að það sé bara allt í lagi og þá
hverfur þetta.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Allt í lagi að vita ekki allt
Þegar fólk fer að upplifa það sterkt að það
standist ekki samanburð við aðra og finnst það
standa sig illa, þótt ekkert bendi til þess, þá getur
verið að það sé haldið blekkingarheilkenni eða
loddaralíðan. Því hefur Berglind Ósk Bergsdóttir
kynnst og nú heldur hún fyrirlestra um fyrirbærið
og vill hjálpa öðrum að átta sig á hvað er til ráða.
Guðrún Óla Jónsdóttir gudruno@mbl.is
Berglind Ósk segir
alla geta upplifað
blekkingarheilkenni.
Hugtakið kom fyrst fram á áttunda
áratugnum. Rannsóknir sýndu að
margar konur í stjórnunarstöðu
töldu sig ekki nógu gáfaðar eða hæf-
ar í starfi. Síðar kom í ljós að þetta
átti bæði við um karla og konur, á
öllum aldri og í alls konar störfum.
EINKENNI EINSTAKLINGS
MEÐ ÞESSA LÍÐAN:
● Á erfitt með að taka við hrósi.
● Finnst aðrir í sömu eða svipaðri
stöðu vera hæfari en hann.
● Gerir lítið úr afrekum sínum og
skrifar þau á heppni eða að hann
hafi beitt blekkingum til að ná þeim.
● Finnur fyrir kvíða ef einhver nefn-
ir mistök sem hann hefur einhvern
tíma gert.
● Er hrædd/ur við að axla ábyrgð af
ótta við að mistakast.
HVAÐ ER TIL RÁÐA?
● Viðurkenndu þessar niðurrifs-
hugsanir og -tilfinningar þegar þær
koma.
● Breyttu neikvæðum hugsunum í
jákvæðar. Í stað þess að segja „ég
veit ekki neitt“, segðu þá frekar
„ég veit ekki allt, ekki ennþá. Ég er
enn að læra“.
● Mundu að enginn er fullkominn.
● Gerðu lista yfir styrkleika þína og
veikleika. Stefndu að framförum,
ekki fullkomnun.
● Talaðu við einhvern. Vittu til; það
eru fleiri sem finna til vanmáttar og
það er gott að ræða málin.
Blekkingarheilkenni
eða „loddaralíðan“